Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 45
MENNINGARMÁL
□valarheimiliö Höföi,
Grundahverfi og
Jörundarholt á
Akranesi. Fjær á
myndinni er jöröin
Innsti-Vogur sem
bærinn festi nýlega
kaup á. Ljósm. Mats
Wibe Lund.
Sjálfseignaríbúöirnar 27 og Dvalarheimiliö Höföi fjær.
Grettistaki lyft viö
Höföa.
Listamaöurinn,
Magnús Tómasson,
heldur i spottann til
vinstri.
myndlistarmanna var falið að velja
fjóra þátttakendur til þess að gera
tillögur að listaverkinu í lokaðri
samkeppni að undangengnu forvali.
Samkeppnisreglur SIM skyldu gilda
um samkeppnina.
Tilgangur samkeppninnar var að
fá fram tillögur sem til þess væru
fallnar að útfæra í fullri stærð. Að
lokinni samkeppninni átti svo að
taka ákvörðun um hvaða verk yrði
valið til útfærslu ef um framkvæmd
verksins semdist. Verkefnið fólst í
því að gera tillögu að myndverki
sem komið yrði fyrir á grænu torgi
við aðkomuna að Dvalarheimilinu
Höfða. Verkinu var ætlað að vera
með í því að móta aðkomu og ásýnd
dvalarheimilisins. Það var ósk út-
boðsaðila að listaverkið endurspegl-
aði aðstæður og væri sjónrænt
örvandi í umhverfinu.
Niöurstaöa dómnefndar
I bréfi dómnefndar var úrtaki
Iistamanna boðið að senda inn gögn
til dómnefndar. 22 listamenn sendu
inn gögn. Úr þeim hópi voru síðan
valdir fjórir listamenn til þátttöku í
lokaðri samkeppni. Þeir voru: Bryn-
hildur Þorgeirsdóttir, Inga Sigga
Ragnarsdóttir, Magnús Tómasson
og Sigurður Guðmundsson, allt vel
þekktir fslenskir listamenn. Dóm-
nefnd var sammála um að tillögum-
ar frá listamönnunum fjórum upp-
fylltu allar ákvæði keppnislýsingar
og skil þeirra og frágangur því full-
nægjandi.
Fyrstu verðlaun í samkeppninni
hlaut verkið „Grettistak“ eftir
Magnús Tómasson. Um verkið
segir í lýsingu: „Það samanstendur
af þremur þrístrendingum gerðum
úr ryðfríu stáli, sem halda uppi stóru
bjargi. Stálformin standa í vatns-
tjöm á upphækkuðum stalli. Verkið
sem er á áttunda metra á hæð hefur
mikla reisn þar sem það gnæfir yfir
lágreistar húsaraðimar handan göt-
unnar. Skemmtileg og huglæg flétta
og mjög kröftug í efnistökum.
Verkið er ögrandi í stærð sinni og
spenntu samspili stáls og steins.
Verkið er fornt að yfirbragði og
hæfir vel staðnum. Verkið er hring-
sætt.“ I dómnefndinni sátu Ingvar
Ingvarsson, formaður, Magnús
Kjartansson, Daníel Agústínusson,
Helgi Gíslason og Ragna Krist-
mundsdóttir. Ritari var Jóhannes
Ingibjartsson, en ráðgjafi nefndar-
innar Ævar Harðarson arkitekt.
Gerður var samningur við Magn-
ús Tómasson um listaverkið fyrir kr.
5.900.000-. Hann tæki sjálfur að sér
að annast alla verkþætti, m.a. samn-
inga við undirverktaka.
Listskreytingasjódur rík-
/s/fis
Listskreytingasjóður ríkisins
greiðir stóran hluta af kostnaði við
39