Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 46
MENNINGARMÁL dag, með hugviti, stórhug og striti. Eg sýni hér upphafshugmyndina, síðan einföldun á henni í táknræn form, þ.e. hin þrjú þrístrendu form úr ryðfríu stáli er halda uppi bjargi eða gríðarstórum steini; steinninn hvílir á oddum þrístrcndinganna." Dvalarheimilió Höföi Eins og komið hefur fram stendur dvalarheimilið Höfði á Sólmundar- höfða á Akranesi. Heimilið er tvær hæðir og kjallari að hluta. Bygging- in er 5979 fermetrar að stærð. Heimilismenn eru 78 (þ.e. 54 í þjón- usturými og 24 í hjúkrunarrými) en 62 starfa á heimilinu í 42 stöðugild- um. A lóð Höfða eru 27 sjálfs- eignaríbúðir fyrir aldraða í raðhús- um. Ibúamir 44, sem þar búa, sækja þjónustu til dvalarheimilisins í þeim mæli sem þeir kjósa. A hcimilinu er einnig rekin dagvistun fyrir 20 aldr- aða og öryrkja. Um 140 aldraðir eða öryrkjar tengjast því heimilinu beint auk 60 starfsmanna. Félags- og þjónustumiö- stöö fyrir aldraóa og ör- yrkja Höfði er ekki bara heintili því þar er einnig rekin almenn félags- og þjónustumiðstöð fyrir alla aðra aldr- aða íbúa starfssvæðisins. M.a. er „opið hús“ á heimilinu tvisvar f viku, en þar koma saman á annað hundrað manns til ýmissa tóm- stundastarfa eða annars konar sam- verustunda. Þá má nefna að á síð- asta ári fór mötuneyti heimilisins í samvinnu við félagsntálaráð að senda matarskammta til aldraðra og öryrkja út í bæ. Því má segja að á milli 300 og 400 manns tengist Dvalarheimilinu Höfða á einn eða annan hátt. Stjómendur Höfða telja heimilið nú tiltölulega vel í stakk búið að þjóna skjólstæðingum sín- unt; einnig að bregðast við hinni öru fjölgun aldraðra sem fyrirsjáanleg er á næstu árum. I stjórn heimilisins sitja nú: Svavar Oskarsson, formað- ur, Arsæll Valdintarsson, Kristján Sveinsson, Valdimar Þorvaldsson og Anton Ottesen. Dvalarheimiliö Höföi, annar áfangi. Ungir kylfingar kenna hinum öldruöru réttu tökin á litlum púttvelli viö heimiliö. Matast í Perlunni i sumarferð Höföa. Greinarhöfundur, Ásmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Höföa, tók mynd- irnar meö frásögn- inni nema myndina á bls xx og myndina af Listaverkinu Grettistaki á bls. xx sem Kristján Pétur Guðnason Ijós- myndari tók. listaverkið, en í lögum og reglu- gerðunt um sjóðinn segir nt.a.: „Heimilt skal einnig að veita úr sjóðnum styrki vegna listaverka sem komið er fyrir á almannafæri á vegunt ríkis eða sveitarfélaga, þótt ekki sé í beinum tengslum við opin- berar byggingar." Hugmyndin að listaverkinu Listamaðurinn segir m.a. í lýs- ingu með tillögu sinni: „Hugmyndin varð til þegar mér varð hugsað til þeirrar kynslóðar, sem nú sest til hvíldar og þeirra handa sem skapað hafa á þessari öld næstum öll þau mannvirki sem þjóðin á og nýtur í 40

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.