Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 47
VIÐSKIPTI
Utboði
Islenskur upplýsingabanki um útboð
Asgeir Jóhannesson, Jv. forstjóri Ríkiskaupa og núv. ráðgjafi um úthoÓ
Síðari hluta árs 1993 hófst sam-
starf milli Ríkiskaupa og Skýrslu-
véla ríkisins og Reykjavíkurborgar
(SKYRR) um gerð tölvuvædds upp-
lýsingabanka um þau útboð sem
auglýst eru hér á landi bæði af hálfu
opinberra aðila og einkaaðila. I
maímánuði 1994 var svo bankinn
formlega opnaður af fjármálaráð-
herra, Friðriki Sophussyni. Bankinn
er vistaður hjá SKÝRR.
Notkun og notendur
A þeim 10 mánuðum sem útboða-
bankinn hefur starfað hafa birst þar
350 verk-, þjónustu- og vörukaupa-
útboð. Þegar þessi grein er skrifuð
eru 40 ný útboð auglýst í bankanum
og auk þess 37 fyrirhuguð útboð á
næstu vikum. - Þá er og þar að
finna skrá um 90 útboð sem hafa
verið opnuð og eru nú í úrvinnslu
auk niðurstöðu úr 193 útboðum sem
er lokið og þar er birt skrá um
samningsaðila og tilboð annarra
bjóðenda.
Nú er 71 aðili með beintengingu
við ÚTBOÐA. 63 fengu upplýsing-
ar um útboð í gegnum faxáskrift.
Notendur ÚTBOÐA greinast í tvo
hópa:
Auglýsendur - kaupendur sem
eru:
Ríkisstofnanir og rikisfyrirtæki
Sveitarfélög og fyrirtæki þeirra
Einkarekstur og einkaaðilar
Bankar og fjármálafyrirtæki
á Islandi og EES
Tilboðsgjafar, þ.e.a.s.:
Aðilar í verslun og innflutningi
Aðilar í öðrum þjónustugreinum
Framleiðslu- og iðnfyrirtæki
Hér eiga því hlut að máli öll sam-
tök atvinnuveganna og samtök at-
vinnurekenda.
Markmiö
Þjónustumarkmið ÚTBOÐA eru:
1. Að auðvelda kaupendum að
kynna útboð með ódýrum og ör-
uggum hætti.
2. Að auðvelda bjóðendum yfirsýn
yfir þau útboð sem eru á markað-
inum á hverjum tíma.
í ÚTBOÐA má sjá yfirlit yftr öll
þau útboð sem eru í gangi hér á
landi. Einnig má þar finna yfirlit
yfir þau útboð sem hafa verið opnuð
en eru á samningsstigi og þau útboð
sem lokið er og samningsaðila þeir-
ra.
Með þessum hætti fæst glögg yf-
irsýn um íslenskan útboðsmarkað,
jafnframt því sem auðveldara er en
áður fyrir útboðsaðila og tilboðs-
gjafa að skoða markaðinn og fylgj-
ast með niðurstöðum hvers útboðs.
Áætlað er að um 700 útboð fari
fram á hverju ári og þessi íslenski
kaupvangur velti um 7-10 milljörð-
um króna.
Lög og reglugeróir
í upplýsingabankanum ÚTBOÐA
er einnig að finna eftirfarandi lög,
reglugerðir og stefnumörkun stjóm-
valda:
Lög um útboð
Lög um skipan opinberra fram-
kvæmda
Lög um opinber innkaup
Reglur um innkaup ríkisins
Handbók um innkaup innan EES
Reglugerð um opinber innkaup
Útboðsstefnu ríkisins - útboðs-
reglur
Skrá um staðla sem samþykktir
eru af Staðlaráði.
Rekstur og kostnaöur
SKÝRR hefur verið falið að ann-
ast rekstur og umsjón ÚTBOÐA og
bera þar fjárhagslega ábyrgð. Gjald-
skrá fyrir notkun ÚTBOÐA hefur
þegar verið ákveðin og er sem hér
segir frá og með 1. maí 1995 að
telja:
A. Auglýsendur greiða kr. 5.000
(virðisauki innifalinn) fyrir hverja
4 I