Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 48

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 48
VIÐSKIPTI auglýsingu sem þeir skrá sjálfir frá útstöð inn í bankann. Er þá allur kostnaður af varðveislu gagna inni- falinn. Þeir auglýsendur sem senda handrit að auglýsingu til SKÝRR greiða kr. 6.500 fyrir hverja auglýs- ingu. B. Skoðendur í bankanum (bjóð- endur eða aðrir leitendur) greiða kr. 2.500 í mánaðargjald fyrir aðgang að auglýsingum og upplýsingunt í bankanum. Þeir sem ekki hafa bein- tengingu við bankann geta fengið daglega yfirlitsskrá um auglýsingar í bankanum með faxi fyrir kr. 1.200 á mánuði. Þess ber þó að geta að heildartexti auglýsingar kemur ekki fram á faxinu - aðeins einnar línu texti um hvert útboð. Samstarfsráð hagsmuna- aóila Til þess að ná sem bestri sam- vinnu við notendur bankans hefur verið stofnað sérstakt samstarfsráð undir forustu forstjóra Ríkiskaupa, sem hefur það hlutverk að ákveða hvaða upplýsingar skuli koma fram í tilkynningum um útboð og niður- stöður þeirra í útboðabankanum. í samstarfsráðinu sitja fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar íslenskri verslun Ríkiskaupum Sambandi ísl. sveitarfélaga Samtökum iðnaðarins SKÝRR Vegagerðinni Verslunarráði íslands Á vinningur: Sparnaður - þægindi Helstu kostir þess að nýta sér þessa nýju upplýsingatækni eru margir. Má þar helst nefna eftirfar- andi: 1. Fyrirtæki geta lækkað auglýs- ingakostnað sinn. 2. Bjóðendur - hvar sem er á land- inu - eiga allir samtímis kost á upplýsingum um tiltekin útboð. 3. Hagsmunaaðilar hafa gleggri yf- irsýn yfir þau útboð sem eru á markaðinum á hverjum tíma. 4. Bjóðendur þurfa ekki að liafa áhyggjur af að missa af auglýst- um útboðum - þeir gá í bankann þegar þeim hentar. 5. Enginn pappírs- eða skjalavörslu- kostnaður er samfara notkun ÚT- BOÐA (pappírslausar upplýsing- ar). 6. Upplýsingar um eldri útboð og niðurstöður þeirra eru aðgengi- legar á einum stað. 7. Pappírslaust aðgengi að helstu lögum og leikreglum um útboð. Þess er vænst að með tilkomu ÚTBOÐA jafnist verulega aðstaða verktaka og annarra bjóðenda í hin- um ýmsu sveitarfélögum til að fá strax yfirlit um þau útboð sem eru á markaði á hverjum tíma og yfirlit um útboð sem lokið er, en hafa ver- ið auglýst í ÚTBOÐA á sínum tíma. Með tengingu frá skrifstofum sveit- arfélaga við ÚTBOÐA gætu sveit- arfélögin vaktað útboðamarkaðinn fyrir áhugasöm fyrirtæki í sinni heimabyggð og stuðlað þannig að auknum möguleikum á framleiðslu fyrirtækja og verkefnum fyrir íbúa sveitarfélagsins. Upplýsingar um útboð á EES - Útflutningsmögu- leikar fyrirtækja Á síðustu vikum hafa fulltrúar frá Stjóm opinberra innkaupa, SKÝRR og Útflutningsráði kannað mögu- leika á því að í ÚTBOÐA - B-hluta yrðu skráðar þær opinberu inn- kaupaauglýsingar frá öðrum aðild- arríkjum EES sem áhugaverðastar teldust fyrir íslensk fyrirtæki, t.d. á sviði hugbúnaðar, fjarvarmaveitu, hönnunar, lyfjagerðar og ráðgjafar, svo fátt eitt sé nefnt af útflutnings- möguleikum íslendinga. Er ætlunin að Útflutningsráð í samvinnu við fleiri aðila bjóði aðstoð og þjónustu með þessum hætti þeim íslensku fyrirtækjum sem áhuga hafa á út- flutningi tengdum opinberunt inn- kaupum annarra-EES þjóða. Gert er ráð fyrir að þau útboð sem helst koma til greina séu á tungumálum sem íslendingum eru töm, svo sem 42 ensku, dönsku og þýsku. Hugsan- legt er að fjarvinnsla þessara verk- efna færi fram á skrifstofu atvinnu- ráðgjafa á landsbyggðinni. Upplýsingar um ÚTBODA Þeir sem óska eftir nánari upplýs- ingum um kostnað af notkun ÚT- BOÐA eða tengingar og tæknibún- að geta fengið þær hjá starfsfólki SKÝRR. En í höfuðatriðum er til- högunin sú að stórir útboðsaðilar eru tengdir gagnasafni ÚTBOÐA hjá SKÝRR. Auglýsandinn skráir sjálfur með hugbúnaði sínum þá auglýsingu er hann óskar að koma á framfæri og flytur hana síðan inn í ÚTBOÐA. - Þegar tilgreindur opn- unartími er liðinn er auglýsingin flutt sjálfkrafa í milliskrá. Þar getur auglýsandinn bætt við upplýsingum um tilboð sem bárust og aðrar þær niðurstöður er skipta máli. Gert er ráð fyrir að rekstur ÚT- BOÐA sé á vegunt SKÝRR til árs- ins 1997 en eftir það verði eignarað- ild og rekstursfyrirkomulag endur- skoðað. MENNINGARMÁL Lög um listskreytingasjóð í endurskoðun Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um listskreytingasjóð nr. 71/1990 og að semja frumvarp til breytinga á núgildandi lögum um sjóðinn ef þörf krefur að mati nefndarinnar. Stjóm sambandsins hefur valið í nefndina Viktor Guðlaugsson, for- stöðumann Skólaskrifstofu Reykja- víkur. Aðrir nefndarmenn eru Knút- ur Braun, hrl. og forseti bæjarstjóm- ar Hveragerðis, tilnefndur af Sam- bandi íslenskra myndlistamanna (SIM), Tryggvi Tryggvason arki- tekt, tilnefndur af Arkitektafélagi ís- lands, og Þórann J. Hafstein, deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.