Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 50
HÚSNÆÐISMÁL og jafnframt hnitmiðaðra en nú er. Hér skulu nefnd fjögur helstu dænti um þetta atriði: 1. Lagt er til að víkja megi frá reglum um greiðslugetu ef umsækj- andi sýnir fram á að hann geti um skeið risið undir meiri greiðslubyrði en reglur segja til um. Breyting þessi er tilkomin vegna ábendinga frá húsnæðisnefndum á landsbyggð- inni sem bentu á að fulltrúar hús- næðisnefnda hefðu oft á tíðuni þekkingu á högunt umsækjenda og gætu því mælt með að þeir gætu, tímabundið, borið þyngri greiðslu- byrði en almennt greiðslumat kveð- ur á um. Hér komi m.a. til óformleg aðstoð vandamanna meðan ungt fólk sé að komast yfir erfiðasta hjallann. 2. Heimilt verður að víkja frá reglum um hámarksstærð íbúða þegar notaðar íbúðir eiga í lilut, þannig að stærð íbúða komi ekki í veg fyrir hagstæð íbúðakaup í sveit- arfélagi, enda sé ekki annað hús- næði fyrir hendi í sveitarfélaginu. Samkvæmt þessu getur húsnæðis- inálastjóm veitt lán til kaupa á not- uðunt íbúðum sem eru stærri en 130 fermetrar, brúttó. Hér er þó reiknað með að farið verði varlega í sakim- ar. Með sömu rökum eru reglur um lán til bílskýla rýmkaðar þegar um notað húsnæði er að ræða. 3. Heimilt verður að veita sér- stakt viðbótarlán til eigenda félags- legra íbúða vegna utanhússviðhalds í fjölbýlishúsum. Komið hefur í ljós að víða um land þarfnast fjölbýlis- hús, með félagslegum íbúðum í eigu einstaklinga, gagngerra endurbóta utanhúss eigi húsin ekki að liggja undir skemmdum sem getur haft í för nteð sér fjárhagslegt tjón fyrir Byggingarsjóð verkamanna. Af ýmsum ástæðum hefur viðhaldi ekki verið sinnt jafnóðum uns kostnaður við endurbætur er orðinn íbúðareigendum ofviða. Ætlunin er að lán verði einungis veitt til kostn- aðarsamra endurbóta utanhúss, svo sem þegar um er að ræða endur- byggingu eða viðamikla viðgerð á þaki, viðgerð og klæðningu á veggj- um utanhúss, o.fl. 4. Enn eitt dæmi um aukinn sveigjanleika felst í því að telja ntegi fjármagnskostnað annarra að- ila en Byggingarsjóðs verkamanna lánshæfan. Röksemdin að baki er að framkvæmdaraðili hafi val unt það hvort hann taki framkvæmdalán hjá Byggingarsjóði verkamanna eða hjá bönkum og sparisjóðum. Fram- kvæmdalánssamningar Byggingar- sjóðs verkamanna eru oft til 15 mánaða, en styttri lánstími getur hentað einstökum framkvæmdarað- ilun. Skilyrði þess að fjármagns- kostnaður annarra aðila sé lánshæf- ur er að lán frá þeim aðila hafi verið tekið eftir að húsnæðismálastjórn heimilaði framkvæmdaraðila að hefja framkvæmdir, svo og að fjár- magnskostnaðurinn sé lægri eða sá sami og kostnaður af láni Bygging- arsjóðs verkamanna. Einföldun á lánakerfinu Einföldun á lánakerfinu verður gerð þannig að í stað tveggja lána til almennra kaupleiguíbúða, 70 og 20% lán, verður veitt eitt 90% lán. Auk einföldunar er hér einnig unt kjarabót að ræða þar sem 90% lánið er langtímalán, en 20% lánið var til skemmri tíma. Fyrning veröur 1% Fyming verður l% fyrir hvert ár af öllurn félagslegunt eignaríbúðum sem byggðar eru eftir gildistöku laga nr. 50/1980, en í gildi hafa ver- ið margs konar fymingar. Auk ein- földunar felur l% fyrning í sér kjarabót fyrir eigendur félagslegra íbúða. Ný ákvæöi um feril endur- sölu íbúöa Akvæði laganna um kaupskyldu, forkaupsrétt og endursölu félags- legra eignaríbúða hafa hlotið gagn- gera endurskoðun, fyrst og fremst til skýringarauka, en ákvæði laganna unt þetta efni hafa þótt torskilin með þeirri hættu fyrir réttaröryggið sem slíkri lagasetningu fylgir. Af einstökum nýmælum í þeint kafla laganna skal bent á að gert er ráð fyrir nýju fyrirkomulagi við mat á verðgildi endurbóta á íbúð. Hús- næðismálastjóm setur skýrar reglur um þetta efni enda oft vandmeðfarið eins og menn þekkja. I reglunum verður kveðið á um verðgildi og endingartíma þeirra byggingarþátta sem í hlut eiga, hvaða þættir teljist til viðhalds og á ábyrgð eiganda og hvaða þættir teljist til endumýjunar og endurbóta. Leiöir til lausnar standi íbúöir auóar Lögfestar hafa verið tvær leiðir til lausnar þeim vanda sem rís þegar félagslegar íbúðir standa auðar. - Sú fyrri felur í sér heimild húsnæðis- málastjórnar til að veita fram- kvæmdaraðila hagstætt lán (lánskjör þau sömu og til leiguíbúða), enda verði íbúð hvorki seld né leigð og svo hafi verið ástatt í a.m.k. sex rnánuði. Þegar úr rætist, og íbúð annaðhvort seld eða leigð, verður lánið gjaldfellt og veitt nýtt 90% lán skv. almennum reglum. - Með síð- ari leiðinni er heimilað að selja fé- lagslega íbúð á almennum markaði, enda sé ljóst að íbúðin sé óseljanleg og henti ekki sem félagsleg íbúð. Við sölu skal framkvæmdaraðili greiða upp lán og vanskil Bygging- arsjóðs verkamanna eða Byggingar- sjóðs ríkisins. Verði hagnaður við sölu rennur hann til Byggingarsjóðs verkamanna. Ekki em tök á að gera hinum nýju lögum tæmandi skil hér og því standa ýmis atriði eftir sem vert er að benda á, bæði efnisatriði svo og atriði sem ætlað er að skýra og skerpa það sem óljóst hefur þótt. Vísa verður til laganna nr. 58/1995 til nánari upplýsinga. En hér hefur engu að síður verið leitast við að drepa á það helsta. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.