Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 59

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Page 59
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM byggingarfulltrúaembættis, og í hin- um ýmsu samstarfsnefndum hrepp- anna, s.s. um skólamál, brunavamir, almannavamir og atvinnumál. Hann átti sæti í stjóm Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal, í héraðsnefnd Arnes- sýslu, í stjóm Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og sem varamaður í stjórn Atvinnuþróunarsjóðs Suður- lands. Steinþór var einn hinna traustu hollvina sambandsins og nær fastur þátttakandi á fundunt þess og ráð- stefnum. Hann var ævinlega fús til að veita liðsinni sitt er til hans var leitað með ýmis erindi, s.s. vegna erlendra gesta sambandsins. Eftirlifandi eiginkona Steinþórs er Þorbjörg Aradóttir. Steinþór var jarðsunginn frá Skál- holtskirkju 25. febrúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Bjarni Einarsson á Hæli, hrepp- stjóri Gnúpverjahrepps, sem tekið hefur sæti Steinþórs í hreppsnefnd- inni sem varamaður hans, hefur nú verið kosinn oddviti hreppsins. U.St. ATVINNUMÁL Aðalfundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands Fjórtándi aðalfundur Atvinnuþró- unarsjóðs Suðurlands var haldinn á Kirkjubæjarklaustri í tengslum við 25. aðalfund SASS 12. og 13. ágúst 1994. Formaður sjóðstjómarinnar, Haf- steinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, skýrði frá því í skýrslu fráfarandi stjórnar að á starfsárinu hefðu verið samþykktar lánveitingar sem næmu rúmlega 44 milljónum króna, styrkir veittir að fjárhæð 3,6 millj. kr. og hlutafé ver- ið keypt fyrir 2,3 millj. kr. Verkefni atvinnurádgjafa Atvinnuráðgjafi Suðurlands, Oddur Már Gunnarsson, greindi frá helstu verkefnum sem unnin hefðu verið í samstarfi við ýmsa aðila á svæðinu. Af verkefnum í vinnslu nefndi hann þróunarverkefni í uppsveitum Árnessýslu, átaksverkefni í hluta Rangárvallasýslu, verkefnið Stefnu- mótun í ferðaþjónustu, rafbrynjun á áli, nytjagripi úr áli, girðingarefni og húsgagnaframleiðslu. Af verk- efnum á byrjunarstigi nefndi hann átaksverkefni á Selfossi, tilraun með lýsingu við ylrækt, nýjar fram- leiðsluaðferðir hjá Alpan hf. á Eyr- arbakka. Af áhugaverðum verkefn- um gat hann um framleiðslu C-vítamíns, nýtingarmöguleika fisk- eldisstöðva, framleiðslu öryggis- glers og hótel við Hrauneyjafoss. Verkefni í feróaþjónustu Ferðamálafulltrúi, Valgeir Ingi Ólafsson, gerði grein fyrir helstu verkefnum sínum og erindisbréfi. Helsta verkefni hans er að vera fyr- irtækjum í ferðaþjónustu og opin- berum aðilum á Suðurlandi til ráð- gjafar um málefni sem lúta að ferða- þjónustu og skipulagi hennar, að eiga samvinnu við hagsmunaaðila í ferðaþjónustu um markaðssetningu á Suðurlandi, að auka samstarf milli ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi og taka þátt í kynningu á Suðurlandi innan lands og erlendis. I lokaorðum sínum hvatti hann Sunnlendinga til að gera Suðurland eftirsóknarverðara til dvalar fyrir ferðamenn á öllum árstímúm. Framkvæmdastjóri SASS, Hjörtur Þórarinsson, gerði grein fyrir árs- reikningum sjóðsins. Niðurstöðutöl- ur á efnahagsreikningi voru kr. 148.185.987 og tekjuafgangur var um 3,2 milljónir kr. Á aðalfundinum starfaði nefnd er fjallaði um markmið sjóðsins og ályktaði fundurinn að framlag sveit- arfélaganna yrði áfram óbreytt, þ.e. 1% af tekjum þeirra (útsvörum og fasteignagjöldum). Ákveðið var að 7/10 hlutar þess verði almenn stofn- framlög en 3/10 hlutar óendurkræf áhættuframlög og að takmarka skuli hlutafjárkaup við 3 milljónir króna í hverju tilviki og þó ekki hærra en 10% heildarhlutabréfa í fyrirtæki. Þá var samþykkt að kanna mögu- leika á samstarfi við aðra sjóði um fjármögnun tiltekinna verkefna. Ennfremur var sjóðnum heimilað að taka sérstök lán og endurlána gegn tryggum veðum en samkvæmt nán- ari ákvörðun stjómar. Stjórn sjóösins I stjóm sjóðsins vom kosnir Einar Sigurðsson, fv. oddviti Ölfushrepps, formaður, Fannar Jónasson, oddviti Rangárvallahrepps, Loftur Þor- steinsson, oddviti Hrunamanna- hrepps, Sigurður Þór Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Selfossi, og Haf- steinn Jóhannesson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. í varastjóm sjóðsins hlutu kosn- ingu Ólafía Jakobsdóttir, hrepps- nefndarfulltrúi í Skaftárhreppi, Isólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hvolhrepps, Steinþór Ingvarsson, oddviti Gnúpverjahrepps, Steinn Hermann Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Selfossi, og Magnús Karel Hann- esson, oddviti Eyrarbakkahrepps. Hj. Þ. 53

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.