Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 60

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Side 60
ATVINNUMAL Átaksverkefni Margi'ét Tómasdóttir, framkvœmda- stjóri Atvinnuleysistiyggingasjóðs Á árunum 1993 og 1994 hefur Atvinnuleysistryggingasjóður veitt styrki til atvinnuskapandi verkefna á vegum sveitarfélaga eða þriðja að- ila, samkvæmt ákveðnum reglum. Á árinu 1993 greiddu sveitarfé- lögin 500 millj. kr. framlag til sjóðs- ins og 600 millj. kr. á árinu 1994 og var stjórn sjóðsins heimilt að ráð- stafa allt að þessum fjárhæðum til atvinnuskapandi verkefna á ábyrgð sveitarfélaga til að fjölga atvinnu- tækifærum í samræmi við reglur. Nú hafa verið greiddar rúmlega 200 millj. kr. í styrki vegna ársins 1993 og rúmlega 350 millj. kr. í styrki vegna ársins 1994. Á árinu 1995 greiða sveitarfélög- in ekki sérstakt framlag til sjóðsins en stjóminni er þó heimilt að styrkja sérstök verkefni á ábyrgð sveitarfé- laga. Ekki hafa orðið miklar breytingar á reglum um úthlutun styrkja úr At- vinnuleysistryggingasjóði frá árinu 1993 en þær eru þó nokkrar. Á árinu 1994 breyttist styrkupp- hæð þannig að miðað var við hvor- um rnegin 50% bótaréttur þeirra var sem fengu störf við verkefnin, þan- nig að vegna þess sem átti bótarétt á bilinu 25-50% var greitt sem nemur 50% atvinnuleysisbótum ásamt 6% lífeyrissjóðsframlagi og vegna þess sem átti bótarétt á bilinu 51-100% var greitt sem nemur 100% bótarétti ásamt 6% framlagi. Við þessa breytingu var hætt að greiða bama- dagpeninga. Þetta er óbreytt nú á ár- inu 1995. Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar á reglum vegna ársins 1995: • Verkefnið skal að jafnaði ekki ná yfir lengri tíma en sex mánuði og vera unnið í einu lagi. • Skilyrði er fyrir styrkveitingu að ráðning og kjör starfsfólks sé í sam- ræmi við gildandi kjarasamninga. Að jafnaði er ekki heimilt að ráða sama starfsmann til lengri tíma en til sex mánaða í sama eða sams kon- ar verkefni. • Áður en umsókn er lögð fyrir stjóm sjóðsins skal nefnd fjalla um umsókn og gefa umsögn um hana, nefndin undirbýr afgreiðslu um- sókna í hendur stjómar, nefndin afl- ar viðbótarupplýsinga og -gagna ef þörf er á. • Stjórn sjóðsins er heimilt að stöðva greiðslur eða hafna af- greiðslu frekari umsókna ef sveitar- félag sendir ekki greinargerð innan fjögurra vikna urn verkefni sem hef- ur verið samþykkt og er lokið. Nefndin sem undirbýr afgreiðslu umsókna í hendur stjómar sjóðsins hefur hannað sérstakt eyðublað sem fylgja á umsóknum og kemur þar fram hvaða gögn eiga að fylgja um- sókn. Upplýsingar um skráð at- vinnuleysi í sveitarfélagi á að fylgja með hverri umsókn ef sótt er um oftar en einu sinni á árinu. Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs heldur fundi annan og fjórða hvem mánudag í mánuði og nefndin sem undirbýr umsóknirnar heldur fundi viku fyrir hvem stjómarfund, þannig að umsóknir þurfa að berast með fyrirvara svo að nefndarmenn geti kynnt sér umsóknirnar fyrir fundina. Einhver breyting gæti orð- ið á þessu fyrirkomulagi í sumar og einnig þegar ný stjórn hefur verið skipuð. Á skrifstofu Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs eru fáanlegar reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum á árinu til átaksverkefna á vegum sveitarfé- laga svo og eyðublað sem fylgja á umsókn. FJÁRMÁL 8,6% aukning innheimtu milli 1993 og 1994 Á árinu 1994 nam innheimta Innheimtustofnunar sveitarfélaga kr. 1.148.443.156,60 sem svarar 9.292 ársmeðlögum. Innheimtan skiptist þannig: Fyrir Tryggingastofnun rík. kr. 1.099.735.240,60 dómsmálaráðuneytið - 26.194.334,- félagsmálaráðuneytið - 22.472.075,- sveitarfélög - 41.507,- Kröfur til innheimtu frá Tryggingastofnun ríkisins námu á árinu 1994 kr. 1.566.149.050,-, þ.e. 12.671 ársmeðlag. Skil af innheimtufé til Tryggingastofnunar á árinu 1994 voru kr. 1.047.475.807,- en innheimtum fyrir aðra aðila var skilað að fullu eftir því sem innheimtist. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ógreiddra meðlaga nátnu á árinu 1994 kr. 512.064.494,- en það er lækkun frá fyrra ári unt kr. 37.935.506,-. Innheimtan milli áranna 1993 og 1994 jókst um 90.867.582 krónur en í meðlögum talið um 736 ársmeðlög, eða u.þ.b. 8,6%. 54

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.