Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 11
FRÆÐSLUMÁL
Vistaskipti grunnskólans
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands
Nú er runninn upp sá tími að
grunnskólar á Islandi verði alfarið
reknir af sveitarfélögum landsins.
Nokkuð er síðan fyrst var farið að
ræða um þessa breytingu en hin
raunverulega undirbúningsvinna
hefur ekki staðið yfir lengur en frá
árinu 1993. Mörgum finnst að tím-
inn sem hefur farið í þessa vinnu sé
orðinn nokkuð langur en ég tel aftur
á móti að svo sé ekki. Þá skoðun
mína byggi ég á þeirri staðreynd að
málefnið sem um ræðir er eitt það
viðkvæmasta og mikilvægasta í ís-
lensku þjóðfélagi, þ.e. grunnmennt-
un þjóðarinnar. Eg tel að öll sú und-
irbúningsvinna sem fram hefur farið
hafi verið nauðsynleg og hefði ef
eitthvað er þurft að vera meiri og
frágangi mála hefði þurft að ljúka
fyrr. Þetta segi ég ekki vegna þess
að ég telji að aðilar málsins séu
endilega vanbúnir til að takast á við
verkefnið heldur vegna þess að
svona mikilvægt mál er aldrei of vel
undirbúið. Þá hefði líka verið gott
að hafa nokkurn tíma til aðlögunar
eftir að allir endar hafa verið hnýttir.
Þó að núverandi menntamálaráð-
herra, Björn Bjamason, hafi haldið
vel á þessu máli í heild sinni og
unnið að því af heilindum og festu
þá hefur málið liðið fyrir þá fjand-
samlegu stefnu sem núverandi ríkis-
stjórn hefur rekið gegn launþegum
þessa lands. Þannig var flutningnum
oft stefnt í óvissu með gerræðisleg-
um vinnubrögðum ríkisstjórnar og
Alþingis - vinnubrögðum sem lýsa
mannfyrirlitningu og virðingarleysi
fyrir grundvallarréttindum launþega
- vinnubrögðum sem ættu ekki að
þekkjast í þjóðfélagi sem vill kenna
sig við jafnrétti og lýðræði. Sú stað-
reynd að enn eru nokkrir lausir end-
ar í málinu skrifast því alfarið á rík-
isstjórnina og verði um mistök að
ræða við sjálfa yfirfærsluna vegna
tafa á undirbúningstíma er ábyrgðin
hennar.
Kennarar hafa í tengslum við
flutninginn einkum lagt áherslu á
tvennt. Annars vegar að starfsmenn
verði ekki fyrir réttindamissi við
flutninginn og hins vegar að nem-
endur eigi kost á jöfnum rétti til
náms hvar sem þeir búa á landinu.
Fyrra markmiðið á að vera tryggt ef
allir aðilar málsins fara að lögum og
standa jafnframt við þá samninga
sem gerðir hafa verið. Hvað síðara
atriðið varðar mun reyna verulega á
sveitarstjómarmenn í landinu. Ég er
þess fullviss að í langflestum tilfell-
um muni sveitarstjómarmenn leggja
metnað sinn í að efla skólana í sínu
byggðarlagi þótt ekki væri nema út
frá þeirri einföldu staðreynd að góð-
ur skóli er einn af hornsteinum
hverrar byggðar. Byggðarlag sem
ekki getur boðið öflugt og gott
skólastarf er ekki líklegt til þess að
blómstra í framtíðinni.
Það er því einlæg von mín að
skólarnir lendi ekki undir í barátt-
unni um fjármagnið þegar fjárhags-
áætlanir sveitarfélaga verða af-
greiddar í framtíðinni. Þó það sé að
sjálfsögðu þannig að ekki fáist allt
með fjármagninu einu saman er
ljóst að ekkert fæst án þess.
I umræðunni um flutning grunn-
skólans hefur oft verið vitnað til
reynslu annarra þjóða af hliðstæðri
breytingu. Einkum hefur verið rætt
um reynsluna annars staðar á Norð-
urlöndum. Víst er það svo að sá
samanburður er ekki einfaldur og
oft erfitt að fullyrða að það sem tek-
ist hefur vel annars staðar muni líka
takast vel hér eða öfugt. Til þess að
fara út í slíkan samanburð eru að-
stæður oft of ólíkar. Þrátt fyrir það
er rétt að reyna eftir megni að nýta
sér reynslu annarra og það hefur
reyndar verið gert í þessu sambandi.
Þannig held ég að sú vinna sem
lögð hefur verið í að móta reglur
fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til
að gera hann færan um að jafna fjár-
hagslega aðstöðu sveitarfélaga til að
reka skóla sé gott dæmi um faglega
vinnu sem mun væntanlega skila sér
í öflugra skólastarfi í framtíðinni.
Það að ég skuli nefna þetta sem
dæmi er sú staðreynd að annars
staðar á Norðurlöndunum tel ég að
þessi þáttur hafi orðið út undan og
sveitarfélögin þar standi þess vegna
mjög misjafnlega að vígi fjárhags-
lega hvað varðar rekstur grunnskól-
ans. Undir þennan leka tel ég að
reynt sé að setja með reglum jöfn-
unarsjóðs.
Að lokum vil ég leggja áherslu á
það, að þó menn hafi ólíkar skoðan-
ir á ágæti þess að sveitarfélögin reki
grunnskólana er nauðsynlegt að allir
taki nú höndum saman og tryggi
með því sem besta framkvæmd yfir-
færslunnar. Einungis með samstilltu
átaki getum við vænst þess að yfir-
færslan skili okkur betri skóla og
það hlýtur að vera sameiginlegt
markmið allra sem að málinu koma.
Með þessum orðum vil ég óska
sveitarstjómarmönnum velfarnaðar
í því mikilvæga starfi sem þeir hafa
nú tekið að sér og vonast jafnframt
eftir góðu samstarfi við þá í framtíð-
inni.