Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 54
FORNLEIFAR hverfa inn í annars konar tilveru og sú tilvera er varð- veitt á bókum eða í ritum. Gangi það hins vegar ekki að um þær sé ritað er enginn eðlismunur á beinni eyðilegg- ingu og fornleifauppgreftri, í báðunt tilfellum hverfa fornleifamar að eilífu. Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa úti um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Ný lönd verða brotin í þessari þróun og þá munu margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekkt- ar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu. Því er mikil- vægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar. Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðumar. Við getum aldrei gengið út frá því sem vísu að við séum undir allar hugsanlegar forn- leifar búin. Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, um- hverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegn- um umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við ber- um öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fomleifamar engin undantekning. Helstu heimildir: Bjami F. Einarsson. Fonúeifaskrá Reykjavíkur. Skýrslur Arbæjar- safns 46. Reykjavík 1995. Lög um breyting á þjóðminjalögum nr. 88/1989. Samþykkt á Al- þingi 19. mars 1991. Lög um breyting á þjóðminjalögum nr. 88/1989, sbr. lög nr. 43/1991. Samþykkt á Alþingi 7. maí 1994. Þjóðminjalög nr. 88 29. maí 1989. Arbók Hius íslenskra fornleifafé- lags 1989. Reykjavík 1990. STÓRAR, SMÁAR, ÖFLUGAR, VANDAÐAR, RYÐFRÍAR, ALHLIÐA... DÆLUR Þií þcirft ekki aðfara annað þegar þig vantar dœlur. # LOWARA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 1 1 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.