Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 52
FORNLEIFAR
4. mynd. Gæsarétt á Sprengisandi. Náttúruöflin hylja hæglega
fornleifar af þessu tagi. Ekki hafa minjar af þessari gerö veriö
rannsakaðar, en þær eru órækur vitnisburöur um skipulagöar
veiöar á villtum dýrum hér á landi áöur fyrr. Myndin er tekin áriö
1977. (Skyggnusafn Þjms. nr. 3673. Ljósmyndari Björn Jóns-
son.)
6. mynd. Fjárborg hjá Fossi á Ftangárvöllum í Ftangárvallasýslu.
Sagt hefur veriö aö húsagerö af þessu tagi kunni aö vera upp-
runnin á Bretlandseyjum, helst hjá Irum. Ekki er þaö alveg víst
og jafnvel ekki rétt, en tíminn leiöir þaö í Ijós þótt síöar veröi.
Myndin er tekin um 1960. (Skyggnusafn Þjms. nr. 1031. Ljós-
myndari ókunnur.)
Eins er dreifing fornleifa í landslaginu ekki afleiðing
tilviljana, heldur lágu þar að baki ákveðnar reglur og
venjur samfélagsins. Því eru fomleifar einnig vitnisburð-
ur um þessa hluti.
Ef við tökum sem dæmi fomleifar eins og beitarhús,
þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á
landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar
ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum
húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á
milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til ná-
grannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að
létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt
nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagn-
vart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.
Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í
vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er
nauðsynlegt að viðkoniandi aðilar séu meðvitaðir um
þær minjar sem kunna að vera á svæðinu. Til að svo
megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og
niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera að-
gengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. An þess-
arar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari
en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipu-
lagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel
einkaaðila.
Fyrsta vinnuregla niinjavörslunnar í þessum efnum er
að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið
fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við kom-
ið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera,
eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara
fram að áliti minjavörslunnar. Þá þarf leyfi fornleifa-
nefndar. í vissum tilfellum þarf ekki mikla rannsókn eða
athugun til að komast að því að viðkomandi fornleifar
fræði og segja má að oftast sé það hin ríkjandi hug-
niyndafræði samfélagsins hverju sinni. Hús átti að
byggja á ákveðinn hátt, úr ákveðnum efnum og á
ákveðnum stöðum. Þessir þættir stýrðust af hugmynda-
fræðinni og var ekki sjálfgeftð að ætíð hafi verið byggt á
sem bestan máta, bestu efnin notuð eða besta staðsetn-
ingin valin. Inn í myndina kom hefð og hugmyndir sem
voru afrakstur aldalangrar aðlögunar og reynslu.
Reynslan var sótt í umhverfið og hugarfylgsni mann-
anna, svo sem trúarlegar hugmyndir og jafnvel hindur-
vitni ýmiss konar. Allt þetta er falið í fomleifunum.
5. mynd. Höfuökúpur forfeöra okkar í röö og reglu í grasinu aö
Laugalandi i Hörgárdal, Eyjafiröi. Beinin fundust er grafiö var
fyrir húsi áriö 1978, en viö slíkar kringumstæöur finnast oft
óvæntir hlutir. Þá ber aö hafa samband viö Þjóöminjasafn
íslands, eöa aöila á vegum þess, og þeir vita hvaö gera skal.
Mikiö liggur viö aö þessu atriöi sé fylgt. (Skyggnusafn Þjms.
nr. 4055. Ljósmyndari Guömundur Ólafsson.)
1 1 4