Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 5
FRÆÐSLUMAL
Grunnskólinn í góðum höndum
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
Umræður um aukið hlut-
verk sveitarfélaga og dreif-
ingu valds hafa verið mikl-
ar á undanfömum árum og
áratugum. Jafnhliða því
hefur verið lögð áhersla á,
að sveitarfélög tækju hönd-
um saman og styrktu inn-
viði sína með samruna.
Raunar fellur þetta tvennt
saman, aukin og ábyrgðar-
mikil verkefni knýja á um
sterka stjóm og traust bak-
land. Með þetta í huga má
færa sterk rök fyrir því, að
ekkert verkefni sé betur til
þess fallið að ná þessum
markmiðum en flutningur
grunnskólans til sveitar-
félaganna.
Lítum á nokkrar tölur til
stuðnings þessari staðhæf-
ingu. Við flutning grunn-
skólans eru kennarar við
hann 3040 í 2635 stöðu-
gildum og leiðbeinendur 509 í 324 stöðugildum eða
samtals 3549 starfsmenn við kennslu. Annað starfsfólk
við grunnskólann á vegum ríkisins er um 100, þannig að
alls flytjast 3650 til 3700 starfsmenn frá ríki til sveitar-
félaganna við flutninginn.
Skólaárið 1995/96 voru nemendur í grunnskólum
landsins um 42.200.
Þegar litið er til fjármuna, kemur í ljós, að verkefni,
sem metin eru á rúma sex milljarða eða samtals
6.227.250 þús. króna, færast frá ríki til sveitarfélaga.
Aætlað er, að húsnæði, sem sveitarfélög geta eignast
að fullu með flutningnum, sé á bilinu 320-360 þúsund
fermetrar að stærð og brunabótamat eignarhluta ríkisins
í því sé um 15-17 milljarðar króna.
Þessar tölur segja meira en flest annað um umfang
þeirra verkefna, sem flytjast nú úr verkahring ríkisins til
sveitarfélaganna. Er óhætt að fullyrða, að aldrei fyrr hafi
svipað skref verið stigið í þessu efni. Hefur þó ekki ver-
ið lagt mat á þá faglegu
ábyrgð, sem lögð er á sveit-
arfélögin með þessari ráð-
stöfun.
Lokaáfangi skipu-
lagður
Flutningur þessa mikla
verkefnis hefur verið fram-
kvæmdur í áföngum. Fyrir
gildistöku laga nr. 87/1989
um breytingu á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga
var skipting verkefna
grunnskólans á milli ríkis
og sveitarfélaga með þeim
hætti, að ríkið sá um allar
launagreiðslur vegna
kennslu, greiddi skólaakstur
og rekstur mötuneyta að
hluta og tók þátt í stofn-
kostnaði vegna grunnskóla-
húsnæðis miðað við ákveð-
in viðmiðunarmörk. Sveit-
arfélögin greiddu aftur á
móti annan rekstrarkostnað grunnskólanna svo og þann
kostnað, sem var umfram framlag ríkisins vegna grunn-
skólabygginga.
Lögin um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga nr. 87/1989, sem tóku gildi 1. janúar 1990, fólu í
sér að kostnaður vegna skólaaksturs og reksturs mötu-
neyta grunnskóla færðist yfir á sveitarfélögin ásamt öll-
um stofnkostnaði vegna grunnskólahúsnæðis. Jafnframt
var reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga breytt þannig
að sveitarfélög fengu grunnskólaframlög vegna skóla-
aksturs barna úr dreifbýli og fámennari sveitarfélög
fengu stofnkostnaðarframlög vegna grunnskólabygg-
inga.
Með lögum um grunnskóla nr. 66/1995 var lögfest, að
allur kostnaður grunnskóla skuli greiddur af sveitarfélög-
um. I lögunum er gert ráð fyrir því, að allur launakostn-
aður vegna kennslu í grunnskólum flytjist frá ríki til
sveitarfélaga ásamt rekstrarkostnaði ýmissa tengdra