Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 18
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉ LAG A stiga hækkun útsvars Arið 1998 kr. 6,74 milljarðar sem samsvarar 2,59%- stiga hækkun útsvars Árið 1999 kr. 6,85 milljarðar sem samsvarar 2,64%- stiga hækkun útsvars Árið 2000 kr. 6,91 milljarður sem samsvarar 2,66%- stiga hækkun útsvars í þessum kostnaði felst allur launakostnaður ríkisins bæði vegna kennara, skólastjómenda, fræðsluskrifstofa, sérskóla, lífeyrisskuldbindinga, fjölgunar vikustunda og kennsludaga, nýrra reglugerðardraga um sérkennslu o.fl., vanmats á kostnaði í fjárlögum, kjarasantninga og fleiri þátta. b) Breytingar á gildandi skattstofnum til að mæta kostnaði sveitarfélaga við rekstur þess hluta grunn- skólans sem enn er í höndum ríkisins Kostnaðarnefndin staðfesti í lokaskýrslu sinni eldri hugmyndir um að vænlegasta leiðin til að mæta kostn- aði sveitarfélaga við yfirfærsluna væri að hækka útsvar á móti lækkun tekjuskatts. Miðað við útsvarsálagningu árið 1996 á tekjur ársins 1995 og að teknu tilliti lil álagningar samkvæmt skattskrá 1994, nemur hver pró- senta útsvars um 2.454 millj. kr. Því er spáð að endan- legur álagningarstofn hækki um 6,56% milli áranna 1995 og 1997. Á grundvelli þess er talið að hver pró- senta útsvars gefi 2.597 millj. kr. á árinu 1997 á rneðal- verðlagi ársins 1996. Samkvæmt erindisbréfi menntamálaráðherra bar kostnaðarnefndinni ekki að leggja fram tillögur um skattbreytingar til að fjármagna annan kostnað við fram- kvæmd grunnskólalaganna. Engu að síður sýndi ég fram á að útsvarið þyrfti að hækka nokkuð umfram þessa hækkun til að mæta öðrum kostnaðarauka sveitarfélag- anna vegna laganna eins og áður er getið. Kostnaðarnefndin átti á hinn bóginn að meta allan kostnað við grunnskólahald samkvæmt lögunum og gerði hún það á nokkuð nákvæman hátt í lokaskýrsl- unni. Það mat reyndist síðan samninganefndinni um kostnaðar- og tekjuilutninginn, sem fjallað verður um hér á eftir, sá grunnur sem allt snerist um við samnings- gerðina. Matið er vel sundurliðað og rökstutt, bæði með og á móti þeim forsendum sem notaðar eru, þannig að samninganefndin þurfti í raun ekki að eyða tíma sínum í að deila um það. Menn gátu því einbeitt sér að mestu að því að semja um tekjutilflutninginn og útfærslu hans. c) Viðbótarkostnaður við grunnskólahald á grund- velli laga uin grunnskóla nr. 66/1995 Sem fulltrúi sveitarfélaga í nefndinni með aðstoð Garðars Jónssonar bar mér skylda til að leggja fram ítar- legt og rökstutt mat á öðrum kostnaðarþáttum sem fyrir- sjáanlega mundu aukast hjá sveitarfélögum vegna fram- kvæmdar grunnskólalaganna frá því sem nú er og var það síðan staðfest af hálfu fulltrúa ríkisins í aðalatriðum. Mat á þessum kostnaðarauka er eftirfarandi: Ymis rekstrarkostnaður: Ár Milljónir kr. Hækkun milli ára 1996 238 1997 351 113 millj. 1998 469 118 millj. 1999 584 115 millj. 2000 685 101 millj. Ýmis stofnkostnaður: Ár Milljónir kr. 1996 1.520 1997 1.520 1998 1.520 1999 1.520 2000 1.520 í 1. töflu á blaðsíðu 81 eru þessar kostnaðartölur sýndar en taflan var fylgiskjal með séráliti mínu í loka- skýrslu kostnaðarnefndar. d) Heildarkostnaður við grunnskólahald Á grundvelli grunnskólalaganna er heildarkostnaður að mati kostnaðarnefndar eftirfarandi: Ár Milljaröar kr. Hækkun milli ára 1996 13,75 1997 14,21 456 millj. 1998 14,46 250 millj. 1999 14,68 228 millj. 2000 14,84 161 millj. I töflu, sem sýnd er á fylgiskjali 1 í ský: nefndar, er þessi kostnaður sundurliðaður. Ekki eru tök á að birta töfluna með grein þessari sökum þess hve stór og sundurliðuð hún er en til skýringar eru helstu þættir hennar fyrir árið 1997 settir fram hér í millj. kr. Millj. kr. Kostnaður vegna verkefna sem færast 6.392,0 Áhrif lífeyrisskuldbindinga 160,0 Áhrif nýrra reglugerða um sérkennslu 18,0 Hækkun tryggingagjalds og vanmat í fjárlögum 61,3 Núverandi rekstrarkostnaður sveitarfélaga 3.527,2 Hækkun núverandi rekstrarkostn. v/ grunnskólalaga 327,2 Núverandi og aukinn stofnkostnaður 3.020,0 Kostnaður sem verður áfram hjá ríki 700,0 Samtals heildarkostnaður vegna grunnskólans 14.205,7 80

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.