Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 27
FRÆÐSLUMÁL 70-80 nýir titlar koma árlega út hjá Námsgagnastofnun. Ljósm. Árni Árnason. Því er til að svara að fyrir árið 1996 nemur fjárveiting Alþingis til Námsgagnastofnunar kr. 246,2 milljónum (218,7 millj. kr. að frádregnum virðisaukaskatti), svip- aðri upphæð og undan- farin tvö ár. Grunnskóla- nemendur eru tæplega 43 þúsund talsins og samsvarar þessi upphæð um kr. 5.100 á hvern nemanda að meðaltali á ári. Fyrir þessa upphæð, sem felur í sér allan rekstrarkostnað Námsgagnastofnunar, þ.m.t. laun, tækjakaup o.fl„ tekst stofnuninni að dreifa að meðaltali 14—15 titlum á nemanda á ári, ýmist til eignar eða afnota. Þessi fjárhæð er allmiklu lægri en ætlað er fyrir grunnskólanemanda annars staðar á Norðurlöndum. Þjónusta Námsgagnastofnunar viö skólana Þjónusta Námsgagnastofnunar við skólana felst eink- um í námsefnisgerð, útvegun og dreifingu námsefnis og rekstri fræðslumyndasafns og Skólavörubúðar. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um þessi verkefni. Námsefnisgerð og úthlutunarkvóti Námsefnisútgáfan er stærsta verkefni stofnunarinnar og aðalhlutverk hennar. Utgáfan ár hvert er að sjálf- sögðu háð fjárveitingunni en á undanfömum ámm hafa komið út um 300-400 titlar á ári, þar af eru 75-90 nýir titlar en 230-300 titlar eru endurútgefnir árlega. Um er að ræða námsefni í fjölbreytilegu formi, t.d. kennslu- bækur, verkefnabækur, kennsluleiðbeiningar, kennslu- forrit, fræðslumyndir, hljóðbækur, litskyggnur, kort, glærur, handbækur, orðabækur, margs konar ítarefni og á síðasta ári kom út fyrsti margmiðlunardiskurinn (CD-ROM) á íslensku sem vikið verður að síðar í þess- ari grein. Einnig kaupir stofnunin námsefni frá öðrum útgefendum, innlendum og erlendum, einkum fræðslu- myndir, bókmenntaefni og námsefni í ensku. Á úthlutunarskrá stofnunarinnar, sem skólar geta val- ið sér námsefni af, eru um 2700 titlar af námsefni; þar af eru um 1900 titlar af bókum, kennsluforritum, kortum, veggspjöldum o.fl., rúmlega 800 titlar af fræðslumynd- um og skyggnum auk fjölda titla sem keyptir eru af svokölluðum sérkvóta. Úthlutunarkvótinn segir til um upphæð úttektar hjá stofnuninni sem skólinn nýtir að eigin vild. Kvótinn er reiknaður út með hliðsjón af fjárveitingu Alþingis til stofnunarinnar og nemendafjölda í hverjum skóla. Kvót- inn skiptist í almennan kvóta og sérkvóta. Almenni kvót- inn segir til um hve mikið viðkomandi skóli getur fengið úthlutað af námsefni frá Námsgagnastofnun en sérkvót- ann nota skólar til að fá efni frá öðrum útgefendum með milligöngu stofnunarinnar. Kvótinn fyrir yngri nemendur er lægri en fyrir þá eldri enda hafa hinir síðamefndu fleiri námsgreinar og lengri skóladag og þurfa þar af leiðandi fleiri og viðameiri námsgögn. Fyrir árið 1996 nemur almenni úthlutunar- kvótinn kr. 3.318-6.210 eftir aldri nemenda. Kvóti hvers skóla er fundinn með því að margfalda saman nemenda- fjölda á hverju aldursstigi og upphæðina sem við á hverju sinni. Summan af þeim upphæðum er kvóti skól- ans. Tekið skal fram að tillit er tekið til minni skóla og nýrra þannig að þeir fá aukakvóta. Fræöslumyndasafn Stofnunin rekur fræðslumyndasafn en í því eru nú um 700 titlar af myndböndum og 140 titlar af skyggnum (en filmur eru ekki lengur notaðar í skólum). Skólar geta fengið flest myndbönd út á úthlutunarkvóta sinn og þannig komið sér upp eigin safni fræðslumynda á mynd- böndum en þeir geta einnig fengið fræðslumyndir að láni. Safnið lánar einnig ýmsum öðrum stofnunum fræðslumyndir, s.s. framhaldsskólum, leikskólum og sjúkrahúsum. Flestar fræðslumyndanna eru aðkeyptar, ýmist inn- lendar eða erlendar, og lætur nærri að um 40 nýjar myndir haFi bæst að meðaltali á ári við safnið á undan- 89

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.