Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 38
UMHVERFISMAL
um stöðugt sem gera sér grein fyrir
að með því að taka upp markvissa
umhverfisstefnu bæta þau sam-
keppnisstöðu sína og ímynd. Síðast
en ekki síst tekst oft að spara veru-
legar upphæðir með lækkun kostn-
aðar vegna tiltekinna úrbóta sem
tengjast umhverfismálum. Ef verk-
efni sem þetta getur orðið til þess að
efla fyrirtæki á staðnum til fram-
sækni getur það skipt sköpum bæði
fyrir þau og atvinnulífið í heild.
Hvort sem verkefnið snýr að
bænum, fyrirtækjum, stofnunum
eða einstaklingum þá er nauðsyn-
legt að byrja að meta stöðuna eins
og hún er nú til að geta sagt til um
árangur. Ef ætlunin er að minnka
sorpmagn þarf að byrja á að meta
hversu mikið það er í byrjun án þess
að breyta núverandi venjum. Ef á að
hreinsa til í porti fyrirtækis er gott
að taka fyrst myndir af bílflökum og
brotajárni, áður en farið er út í tiltekt
og gróðursetningu. Best er að þeir
sem vilja gera eitthvað taki afmörk-
uð verkefni fyrir - eitt skref í einu.
Það væri til dæmis mjög jákvætt ef
hver stofnun bæjarins kæmi sér upp
einu verkefni.
Dæmi um slíkt afmarkað verkefni
er að nú er unnið að því í leikskól-
anum að byrja að flokka sorp og er
ætlunin að koma þar upp safnkassa
á síðari stigum. Verkefnið felst í því
að flokka og skrá magn í um það bil
tvo mánuði og vinna síðan mark-
visst að því að minnka sorp. I fram-
haldi af því verði svo komið upp
einangruðum safnkassa. Þetta verk-
efni byggir á því að virkja börnin,
kenna þeim og vekja þau til um-
hugsunar. Þau munu síðan færa
þekkinguna með sér inn á heimilin.
Einnig er verið að leggja drög að
því að gefa gestum á tjaldstæðinu
kost á að flokka sorp og hugmyndin
er að þar verði með tíð og tíma stig-
in fleiri skref í átt að svokallaðri
grænni eða sjálfbærri ferða-
mennsku. Ferðaþjónusta er mikil-
væg atvinnugrein fyrir Egilsstaða-
bæ, og það sem hér verður gert í
umhverfismálum mun tvímælalaust
geta eflt hana. Ferðamálafulltrúi
hefur tekið virkan þátt í umhverfis-
verkefninu, sem er mjög jákvætt og
reyndar nauðsynlegt að skapa slíka
tengingu við ferðaþjónustuna.
Einnig hefur verið fundað með aðil-
um sem lengjast skógrækt og land-
búnaði á Héraði, því þó svo að verk-
efnið sé afmarkað við Egilsstaðabæ,
er margt að gerast á Héraði sem
beinlínis styður verkefnið, og öfugt.
I byrjun ágúst er ætlunin að efna
til almenns fundar, þar sem allir
sem áhuga hafa á málinu geta kom-
ið. Hugmyndin er að þetta verði
óformlegur fundur sem miði að því
að virkja fólk sem hefur áhuga og
hugmyndir. Þess er vænst að í fram-
haldi af því myndist hópur sem get-
ur orðið eins konar bakland fyrir
verkefnið.
Það þarf að leggja mikla áherslu á
fræðslu og þar eru góð tengsl við
fjölmiðla lykilatriði. Einn liður í því
er að verkefnisstjóri sér um fastan
greinaflokk um umhverfismál í
vikublaðinu Austra, undir nafninu
„Á grænni grein“.
Bæjarfélag sem setur umhverfis-
mál framarlega í forgangsröðina
þarf að gæta þess að hafa unnið
heimaverkefnin sín. Ef reynt er að
hvetja fyrirtæki til að huga að um-
hverfi og aðkomu þarf áhaldahús
bæjarins helst að vera til fyrirmynd-
ar. Ef bruðlað er með pappír á bæj-
arskrifstofunni á sama tíma og við
viljum berja okkur á brjóst fyrir að
vera að vinna sérstaklega að um-
hverfismálum er ímyndin ekki heil í
gegn.
Umhverfisverkefni Egilsstaða-
bæjar lýkur um áramót 1996/97
með markmiðssetningu og fram-
kvæmdaáætlun. Það bjargar auðvit-
að enginn heiminum á svo skömm-
um tíma og þetta eru vonandi aðeins
fyrstu skrefin á lengri leið í átt að
ennþá lífvænlegra umhverfi á Egils-
stöðum.
Það hefur frá upphafi verið haft
að leiðarljósi í verkefninu að það
megi síðan nýtast öðrum sveitarfé-
lögum sem vilja vinna að fram-
kvæmdaáætlun í umhverfismálum.
Það verður að mestu leyti í höndum
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
er hugsanlegt að forskrift norræna
verkefnisins, sem hér er unnið eftir,
verði þýdd á íslensku.
Lokaorö
Hér í upphafi var það nefnt hvort
Egilsstaðir ættu að marka sér stefnu
um að gerast „Grænn bær“. Það er
með þetta eins og mörg önnur hug-
tök á sviði umhverfismála að það er
ekki endilega ljóst hvað í því felst.
Með nokkurri einföldun má segja að
það feli í sér að setja umhverfismál
framarlega í forgangsröðina í allri
ákvarðanatöku og stefnumótun bæj-
arins. Um það hefur ekki verið tekin
nein pólitísk ákvörðun, á þessu
stigi.
Umhverfismál eru í eðli sínu
mjög pólitískur málaflokkur og
krefjast oft meiri langtímasjónar-
miða en ýmis önnur mál sem snúa
að sveitarstjórnum. En það væri
heldur mikil einföldun að láta eins
og það sé létt verk að setja umhverf-
ismál númer eitt í ákvarðanatöku
sveitarfélaga. Á þessu sviði eins og
öðrum þarf að forgangsraða og vega
og meta kostnað og ávinning. Það
sem hins vegar breytist er matið á
því hvað telst ávinningur. Þar koma
til þættir sem lengst af hafa ekki
verið metnir til verðs í efnahagsleg-
um skilningi, s.s. þau lífsgæði sem
felast í því að búa í samfélagi þar
sem það er viðurkennt að maðurinn
þarf á nálægð við náttúruna að halda
og þrífst verr innan um háhýsi og
steinsteypu. I slíku samfélagi er
einnig verið að huga að því hvað
komandi kynslóð mun fá í hendurn-
ar. Eða munu þeir sem landið erfa
sitja uppi bæði með skuldir okkar
og sorp?
Með umhverfisverkefni Egils-
staðabæjar er verið að taka fyrstu
skrefin á leið sent öll sveitarfélög
mega búast við að þurfa að fara fyrr
eða síðar af frjálsum vilja eða nauð-
ug. Það er trú okkar að þetta sé
heillavænleg leið sem mun skila
okkur og afkomendum okkar betra
svæði til búsetu.
1 00