Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 60
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
Aðalfundur Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum 1995
Guðjón Guðmundsson, jramkvœmdastjóri SSS
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
(SSS) 1995 var haldinn í félagsheimilinu Festi í Grinda-
vík dagana 13. og 14. októbcr 1995.
Fundinn sóttu unt 40 fulltrúar og unt 20 aðrir gestir.
Hallgrímur Bogason, fráfarandi formaður SSS, setti
fund og fundarstjórar voru kosnar þær Margrét Gunn-
arsdóttir og Valdís Kristinsdóttir, bæjarfulltrúar í
Grindavík. Jón Hólmgeirsson, bæjarritari í Grindavík,
ritaði fundargerð.
Formaður flulti skýrslu stjómar og kom þar m.a. fram
að haldnir hefðu verið 27 stjórnarfundir á starfsárinu.
Fyrirferðarmestu málaflokkarnir voru llutningur grunn-
skólans til sveitarfélaganna, atvinnumál, heilbrigðismál
og samstarf sveitarfélaganna.
Framkvæmdastjóri SSS, Guðjón Guðmundsson,
skýrði reikninga sambandsins og var rekstur þess með
hefðbundnum hætti.
Skýrslur lagóar fram
Lögð var fram skýrsla um öldrunannál á Suðurnesj-
um. Jórunn Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í Sandgerði,
fylgdi skýrslunni úr hlaði en lokaorð átti Hrafn Pálsson.
deildarstjóri ntálefna aldraðra í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Friðjón Einarsson, framkvæmdastjóri Markaðs- og at-
vinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, flutti skýrslu um
starfsemi hennar en hún var sett á laggirnar sl. vetur.
Gerður var samningur við Reykjanesbæ um að hún
þjónaði öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Skrif-
stofan er til húsa í fyrrum bæjarskrifstofu Njarðvíkur og
starfar í nánu samstarfi við SSS.
Ávörp gesta
Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, flutti kveðjur
þingmanna kjördæmisins. Árni Hjörleifsson, formaður
Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH),
flutti kveðjur þeirra. Einnig bárust fundinum kveðjur frá
Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi og Fjórðungssam-
bandi Vestfirðinga.
Ávarp félagsmálaráöherra
Páll Pétursson félagsmálaráðherra ræddi þau málefni
sem hæst ber í ráðuneyti hans, svo sem úrbætur í hús-
næðismálum, og urn greiðsluerfíðleika fólks.
Ræddi hann um breytilegan lánstíma húsbréfa sent nú
verður 15-25 og 40 ár. Félagslegar íbúðir eru orðnar of
dýrar í mörgum tilfellum og erfið sveitarfélögum vegna
innlausnarskyldu þeirra, sagði ráðherra. Húsaleigubætur
verða áfram og taldi hann það verkefni betur komið hjá
sveitarfélögunum. Ráðherra skýrði og frá leiðbeiningar-
stöð handa fólki í greiðsluerfiðleikum sem hann kallaði
skuldaaðlögunarleiðina. Einnig ræddi hann fjölskyldu-
stefnu, jafnréttismál og atvinnumál sem unnið væri að í
ráðuneyti hans.
Þá svaraði félagsmálaráðherra fyrirspurnum fundar-
manna.
Heilbrigóismál - Hvaö er framundan?
Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hóf mál
sitt á þessa leið:
Hér kem ég seki syndarinn
af sálarþorsta neyddur.
Ræddi hún síðan um málefni Sjúkrahúss Suðurnesja
sem hún sagði að væri á eftir í tækjabúnaði og læknar
væru þar færri miðað við íbúafjölda en annars staðar.
Hún kvað þörf á að láta allar nýframkvæmdir bíða um
sinn vegna fjárhagsörðugleika í heilbrigðisráðuneytinu
en á það hefur sjúkrahússtjórnin ekki viljað fallast.
Bygging D-álntu mun kosta um 400 millj. króna eins og
hún er nú hugsuð og óskaði hún eftir samkomulagi um
aðra og ódýrari lausn.
Allmargir fundamianna tóku til máls undir þessunt lið
og deildu á ráðherra og lýstu vonbrigðum með þann drátt
sem orðið hefði á byggingarframkvæmdum við sjúkra-
húsið sem samið hefði verið um. Var skorað á heilbrigð-
isráðherra að standa við undirritað samkomulag þar um.
Að lokum svaraði heilbrigðisráðherra því til að ekkert
hefði komið sér á óvart og sagði: „Eg heyri hvað þið
segið. Ég hef ekki rift neinum samningi, aðeins sett fram
1 22