Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 56
ÖRYGGISMÁL Gerður var samningur við Reykja- víkurborg um verktöku slökkviliðs- manna hjá Neyðarlínunni sem tryggir þekkingu á starfssviði slökkviliðsins, en Slökkviliðið í Reykjavík hefur óskað eftir mestu þjónustu seni Neyðarlínan veitir, sem er að slökkviliðið fær alla hugs- anlega aðstoð meðan á bruna- og slysaútköllum stendur. Starfsemi Neyðarlínunnar er nýr starfsvett- vangur þar sem komið er fyrir á ein- um stað verkefnum sem áður voru unnin af mörgum ólík- um aðilum. Neyðarlínan þjónar lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutn- ingaliði og læknum í neyðarútkalli en þessi starfsemi var áður hjá hverjum og einum við- bragðsaðila. Með til- komu Neyðarlínunnar verður öllum neyðar- hringingum fyrir landið allt svarað á einum stað. Einnig verður rekin vaktþjónusta á öryggis- kerfum fyrir öryggisfyr- irtæki. Starfsmenn Neyðarlínunnar þurfa að þekkja vel til starf- semi þeirra aðila sem þeir eiga að þjóna. En þeir eiga ekki að leysa þeirra starfsmenn af hólmi. Neyðarsímavörður verður ekki lögreglumaður né slökkviliðs- maður, heldur veitir alhliða neyðar- símaþjónustu með því að koma boðum til viðkomandi aðila sem bregðast við hjálparbeiðninni. Hann þarf, sé þess þörf í neyðartilvikum, að geta veitt fyrstu aðstoð í gegnum síma. Þjónusta Neyöarlínunnar Samkvæmt samningnum við dómsmálaráðuneytið er þjónustunni við viðbragðsliðin skipt í þrjá þætti eftir eðli málsins og aðstæðum á hverjum stað. 1. Símtalsflutningur. Ef hringt er í 112 og óskað eftir aðstoð t.d. lög- reglu og á varðstofu viðkomandi Stjórnstöö Neyöarlínunnar veröur i nýbyggingu á lóö Slökkvistöövarinn- ar viö Öskjuhlíö í Reykjavík. lögreglu er sólarhringsvakt, eins og hjá Lögreglunni í Reykjavík, er sím- talið flutt til hennar án frekari með- ferðar af hálfu Neyðarlínunnar. Neyðarboðinn fær samband við við- komandi viðbragðslið innan nokk- urra sekúndna. Ekki er spurt nánar um atvikið né leitað annarra upplýs- inga. Það er verkefni viðbragðsliðs- ins að vinna frekar í málinu. Þrátt fyrir að viðbragðslið hafi sólar- hringsvakt á varðstofu getur það einnig óskað eftir þjónustustigi 2 - boðun. 2. Boðun. Á þeim stöðum þar sem ekki er sólarhringsvakt er neyð- arsímtalið tekið til meðferðar, þ.e. leitað er eftir eins nákvæmum upp- lýsingum um atvikið og kostur er til að hægt sé að bregðast við á réttan hátt. Meðan á því stendur er annar neyðarsímavörður að undirbúa boð- un viðbragðsliðs. Boðun eða útkall getur verið með ýmsum hætti, t.d. í gegnum símboðakerfið, farsíma- kerfið eða bein hringing á þá sem eru á bakvakt samkvænit þeint upp- lýsingum sem skráðar eru í gagna- grunn Neyðarlínunnar. Reynt er eft- ir megni að veita alla þá aðstoð sem hægt er í gegnum síma meðan beðið er komu hjálparliðs á slysstað. I mörgum tilvikum þarf að kalla út fleiri en einn aðila til að sinna viðkomandi útkalli. 3. Þjónusta í útkalli. Aðeins eitt viðbragðs- lið hefur óskað eftir þjónustu í útkalli, en það er Slökkviliðið í Reykjavík. Þjónustan felst í því að við- bragðsliðið fær alla nauðsynlega aðstoð við að bregðast rétt við útkalli. Neyðarsíma- verðir kalla á menn út í bíla og eru í fjar- skiptasambandi allan tímann meðan á útkalli stendur og veita þá að- stoð sem nauðsynleg er í slíkum tilvikum. Símsvörun í neyðar- númerið 112 hefur forgang í starf- semi Neyðarlínunnar. Við munum einnig þjóna öryggisfyrirtækjum við að vakta öryggiskerfi þeirra eins og áður hefur komið fram. Innan skamms kemur út reglugerð á veg- um dómsmálaráðuneytisins þar sem settar eru fram strangar kröfur til þeirra öryggisfyrirtækja sem tengj- ast munu Neyðarlínunni. Megintil- gangur reglugerðarinnar er að tryggja gæði þeirrar þjónustu svo og stystan viðbragðstíma við boðum frá viðvörunarkerfum hjá þeim aðil- um sem bjóða öryggisþjónustu hér á landi. Rétt er að undirstrika að Neyðarlínan er boðunaraðili en ekki viðbragðsaðili eins og t.d. lögregla eða slökkvilið. 1 1 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.