Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA kvæmdastjóri Sambands ungra framsóknarmanna á árinu 1985. Hann var leiðbeinandi við grunn- skólann á Vopnafirði 1991-1992 og kenndi sögu og félagsfræði við öld- ungadeild Menntaskólans á Egils- stöðum á Vopnafirði sama vetur. Þá var hann leiðbeinandi við grunn- skólann á Borgarfirði eystri veturinn 1992-1993 og vann að sérverkefn- um á vegum áætlana- og hagdeildar Ríkisspítalanna á árinu 1994. Hallur var formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1985-1989, átti sæti í stjórn full- trúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík 1985-1989 og Sambands ungra framsóknarmanna 1986-1994 og hefur átt sæti í miðstjórn Frain- sóknarfiokksins frá 1986. A árunum 1985 til 1990 var hann í stjóm Sam- bands unghreyfinga miðflokka á Norðurlöndum og var varaformaður þess 1988-1990. Hann átti sæti í blaðstjórn Tímans 1986-1991. Hallur var varaborgarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík kjörtímabilin 1986-1990 og 1990-1994, átti sæti í stjóm Strætis- vagna Reykjavíkur 1986-1990, í fræðsluráði og skólamálaráði Reykjavíkur 1990-1991 og var varamaður í stjórn veitustofnana borgarinnar frá því í júní 1990 til seplcmber 1991. Hann átti sæti í skólaráði Sam- vinnuháskólans 1994-1995. Hallur er fráskilinn en á 5 ára dóttur. / Kristinn 0. Magnússon bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði Kristinn Ó. Magnússon verkfræð- ingur hefur verið ráðinn bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði frá 1. júlí 1995. Hann er fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1948 og eru foreldrar hans Guðrún Sveinsdóttir kennari og Magnús B. Kristinsson skólastjóri sem lést hinn 20. júlí 1995. Kristinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1968, fyrrihluta- prófi í verkfræði frá Háskóla Is- lands 1972, prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Is- lands 1974 og prófi í skipulagsfræð- um frá Chalmers Tekniska Hög- skola í Gautaborg árið 1975. Hann var verkfræðingur hjá emb- ætti gatnamálastjórans í Reykjavík 1975-1979 og hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar 1980 og deildar- verkfræðingur hjá Malbikunarstöð, Grjótnámi og Pípugerð Reykjavfk- urborgar 1981-1987. Hann var framkvæmdastjóri Verkfræðingafé- lags íslands 1987-1988, deildar- verkfræðingur hjá Gatnamálastjór- anum í Reykjavík 1989, aðstoðar- bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði frá 1989 og bæjarverkfræðingur frá 1. júlí 1995, eins og áður segir. Kristinn var bæjarfulltrúi í Kópa- vogi fyrir Alþýðuflokkinn 1988 til 1990 og formaður skipulagsnefndar Kópavogsbæjar 1986 til 1990. Eiginkona Kristins er Margrét B. Eiríksdóttir, Alexanderssonar, fv. bæjarstjóra í Grindavík. Þau eiga tvö börn. Helgi Hjaltason bæjarverkfræðingur Hornafjarðarbæjar Helgi Hjalta- son verkfræðing- ur hefur verið ráðinn bæjar- verkfræðingur Hornafjarðar- bæjar frá 1. júní 1995. Helgi er fæddur í Reykjavík 28. maí 1949 og eru foreldrar hans Sigurlín Helga- dóttir og Hjalti Bjömsson. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970 og prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla íslands árið 1975. Hann starfaði hjá verkfræðistofunni Hag- verk hf. 1975-1976 og hjá verk- fræðistofunni Fjarhitun hf. frá 1976. Helstu störf hans hafa verið fólgin í hönnun og eftirliti á húsbyggingum, vatnsveitum, götum og lögnurn. Helgi var starfandi byggingarfulltrúi og bæjarverkfræðingur á Höfn 1978-1980. Hann er kvæntur Guðrúnu Stef- ánsdóttur tækniteiknara og eiga þau tvo syni. Jakob Þorsteinsson ferðaniálafulltrúi Skagafjarðar Jakob Þor- steinsson hefur verið ferðamála- fulltrúi Skaga- fjarðarfrá l.júní 1994 og er ráð- inn hjá héraðs- nefnd Skagfirð- inga. Hann er fæddur á Mið-Fossum í Andakílshreppi í Borgarfirði 18. desember 1963. Foreldrar hans eru Ásta Hansdóttir verkakona og Þor- steinn Pétursson kennari. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla í Reykjavík 1984. B. Sc. prófi frá Há- skóla íslands í landafræði 1989 og MA-prófi frá McGill University í Montreal í Kanada í ferðamálafræð- um 1992. Hann hefur að námi loknu starfað sem leiðbeinandi við Grunn- skólann á Isafirði. Jakob er kvæntur írisi Ámadóttur og eiga þau tvo drengi. Aðsetur ferðamálafulltrúans er í Stjórnsýsluhúsinu, Skagfirðinga- braut 17-21 á Sauðárkróki. Síma- númer hans er 453 6440. 1 28

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.