Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 20
VE RKASKI PTI NG RÍKIS OG SVEITARFÉ LAGA Þess skal getið hér að kostnaður við grunnskólahaldið milli áranna 1995 og 1996 jókst um einn milljarð króna aðallega vegna kjarasamninga við kennara. Mat sem þetta er að sjálfsögðu háð réttmæti þeirra forsendna sem notaðar eru. Ég held að kostnaðamefnd- inni hafi tekist á viðunandi hátt að skilgreina og velja þær forsendur sem hún byggði mat sitt á. Því hefur verið haldið fram að með vinnu kostnaðarnefndar hafi í fyrsta skipti hér á landi verið gert mat á kostnaði við fram- kvæmd laga sem bæði nær til sveitarfélaga og ríkis. Hinn samfélagslegi kostnaður sem lögin framkalla og mælanlegur er liggur nú fyrir. Þessi vinnubrögð hljóta nú að verða tekin upp vegna annarra laga sem Alþingi mun setja. Það er ekki nóg að fela fjánnálaráðuneytinu að reikna út kostnað ríkisins til eins árs eins og nú er gert þegar lög eru í frumvarpsformi. Landsmenn eiga kröfu á að allur kostnaður sé reiknaður nokkur ár fram í tímann áður en frumvarp er samþykkt sem lög frá Al- þingi. Alþingismenn þurfa einnig að gera sér grein fyrir hvernig væntanlegum kostnaði við framkvæmd laga skuli mætt. I ljósi þessa er e.t.v. réttast að lögbinda það vinnulag sem notað var hjá kostnaðarnefndinni. Ég bið menn um að hugleiða þetta atriði af fullri alvöru. e) Jöfnunaraðgerðir Kostnaðarnefndin fjallaði um jöfnunaraðgerðir og hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við framkvæmd grunnskólalaganna. Hún lagði til að bundið yrði í lög að til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga renni ákveðið hlutfall af útsvarstekjum sveitarfélaga sem notað verði til jöfnunar- aðgerða sem tryggi að sveitarfélögum verði með þeim hætti gert mögulegt að sjá öllum bömum á grunnskóla- aldri fyrir lögboðinni skólavist. Jafnframt feli jöfnunin í sér hvatningu fyrir sveitarfélög til að hagræða í rekstri og svigrúm til að ákveða eigin áherslur í skólastarfi. Þegar þetta er ritað er enn unnið að útfærslu þess reikni- líkans og þeirra reglna sem notaðar verða til að deila út fjárframlögum úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga svo þau fái nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fylgir framkvæmd grunnskólalaganna. Hér skal þó vakin athygli á því að ákveði einstök sveitarfélög að auka kennslumagn í skólum sínum um- fram núgildandi viðmiðunarstundaskrá þá munu þau bera kostnaðarauka vegna þess óbættan. f) Lífeyrisskuldbindingar Kostnaðarnefndin setti fram nokkuð athyglisverða til- lögu að mati margra um meðferð lífeyrisskuldbindinga vegna þeirra kennara sem flytjast frá ríki til sveitarfé- laga. I stuttu máli er hún eins og hér segir. Að sveitarfélögin fullnusti lífeyrisskuldbindingar vegna aðildar kennara að Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins með greiðslu fulls iðgjalds til sjóðsins jafnóðum og til þeirra er stofnað. Lífeyriskuldbindingar eru metnar að upphæð 160 millj. kr. á ári. Til að mæta kostnaði vegna þeirra er gert ráð fyrir að hækka iðgjald vinnuveitandans úr 6% í 10,5%. Hlutur launþegans verður áfram 4%. Þannig verður heildargreiðslan 14,5% af grunnlaunum. Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðurinn ávaxti þetta fjármagn með 5,5% raunvöxtum á ári. Það er t.d. hægt að tryggja með árlegum lánasamningi milli ríkisins og sjóðsins. Með þessari aðferð verða sveitarfélögin laus við framtíðar- skuldbindingar vegna þessara starfsmanna. I tekjutil- færslunni er gert ráð fyrir flutningi á þessum kostnaði til sveitarfélaganna. Ég tel að sveitarfélögin ættu að íhuga þessa aðferð vel að því er snertir aðra starfsmenn sem njóta sams konar lífeyrisréttinda og kennarar. Ef hún verður almennt tekin upp þar sem hún á við munu þær skuldbindingar sem við nú erum umhugsunarlítið á ári hverju að ávísa á framtíð- ina taka enda. Abyrgðin sem í þessari aðferð felst er mikil og fagna ég að fulltrúar ríkisins í kostnaðarnefnd- inni hafi samþykkt þessa aðferð með þeim samtíma út- gjöldum sem hún kallar á af þess hálfu. g) Fjárhagsleg samskipti frá ágúst 1996 til janúar 1997 Þessi þáttur reyndist nokkuð flókinn í útfærslu m.a. þar sem erfitt er um vik að flytja skatthlutfall milli ríkis og sveitarfélaga á miðju ári. Kostnaðamefndin komst þó að eftirfarandi niðurstöðu: Af grunnskólakostnaði á fjárlögum 1996 að fjárhæð 6.227 millj. kr. komi 43,48% eða 2.708 millj. kr. í hlut sveitarfélaganna vegna reksturs grunnskólans frá 1. ágúst 1996. Við fjárhæðina bætist síðan 16 millj. kr. vegna vanmats í fjárlögum 1996. Einnig lagði nefndin til að ríkissjóður greiði sveitarfélögunum í janúar 1997 fjár- hæð sem nemur hækkaðri útsvarsprósentu í staðgreiðslu í desember 1996 og áætluð er 640 millj. kr. vegna þeirra verkefna sem færast frá ríkinu. Lagt er til að ríkisféhirðir greiði til sveitarfélaganna ákveðna fjárhæð samkvæmt tillögu Sambands íslenskra sveitarfélaga mánuðina ágúst 1996 til janúar 1997, enda er gert ráð fyrir að sambandið byggi tillögu sína um greiðslur til einstakra sveitarfélaga á þeim reglum sem gilda munu um jöfnunarframlög. Að síðustu lagði kostnaðarnefnd til að ríkissjóður greiði sveitarfélögunum fjárhæð sem nemur hækkaðri út- svarsprósentu á þann hluta álagningarstofns sem skatt- lagður er með árs töf við álagningu 1997 og áætluð er að upphæð 477 millj. kr. Fjárhæðin verði greidd í jöfnum hlutum mánuðina ágúst til desember 1997 og deilt út með sama hætti og áður er getið. B. Yfirlit um störf samninganefndar Samninganefndin var skipuð með erindisbréfí mennta- málaráðherra, dags. 22. febrúar 1996. I nefndinni áttu sæti af hálfu ríkisins þeir Halldór Ámason, skrifstofustjóri í fjánnálaráðuneytinu, sem var formaður hennar, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri 82

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.