Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 62
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM Aðalfundur SSA 1995 29. aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Austurlandi (SSA) var haldinn í húsakynnum Menntaskól- ans á Egilsstöðum 24. og 25. ágúst 1995. Fráfarandi fornraður SSA, Albert Eymundsson, varaforseti bæjar- stjórnar Hornafjarðarbæjar, setti fundinn og kynnti aðalefni hans sem var yfirfærsla grunnskólans frá rík- inu til sveitarfélaga. Einnig flutti hann skýrslu stjórnar SSA 1994-1995 en Björn Hafþór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri SSA, kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 1996. Fundarstjórar voru Einar Rafn Haraldsson, bæjarfulltrúi í Egils- staðabæ, Margrét S. Sigbjömsdóttir, oddviti Vallahrepps, og Þuríður Backman, bæjarfulltrúi í Egilsstaða- bæ. Fundarritarar voru Jóhanna Hall- grímsdóttir, hreppsnefndarfulllrúi í Reyðarfjarðarhreppi, Lárus H. Sig- urðsson, hreppsnefndarmaður í Breiðdalshreppi, Jóhanna Guð- mundsdóttir, varahreppsnefndar- maður í Breiðdalshreppi, og Auð- bergur Jónsson, varaforseti bæjar- stjómar Eskifjarðarkaupstaðar. Ávörp og kveójur Á fundinum fluttu ávörp Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, sem að því loknu svaraði fyrirspurnum, og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem m.a. ræddi flutning grunnskól- ans til sveitarfélaganna og rekstur fræðsluskrifstofa. Guðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesjum, flutti fundinum kveðjur SSS og Bergur Torfason, stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Vestfirðinga, flutti kveðjur þess. Kveðja barst í símskeyti frá stjóm Eyþings. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaup- staðar, þakkaði SSA afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðar- ins fyrr á árinu. Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Iðn- sögu Islendinga, sagði frá seinna bindi Iðnsögu Austurlands, ,,Frá skipasmíði til skógerðar". Söguritari er Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar. Einnig fjall- aði Sigurður Líndal prófessor um Iðnsögu Austurlands og greindi frá starfsemi Hins íslenska bókmennta- félags. Hvatti hann sveitarfélögin til að kaupa ritið og styrkja þannig út- gáfuna sem ekki nýtur ríkisstyrkja. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna Meginmál fundarins var, eins og áður segir, llutningur grunnskólans til sveitarfélaganna. Um það efni fluttu framsöguræður Hrólfur Kjart- ansson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, sem m.a. ræddi aðal- námskrá fyrir grunnskóla og það eftirlit með framkvæmd grunnskóla- laganna, sem gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneytið annist, Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem kynnti tillögur um framkvæmd jöfnunaraðgerða í tengslum við flutning grunnskólans, og Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands, ræddi málefni fræðsluskrifstofu og hlut- verk skólanefnda og sveitarstjórna eftir 1. ágúst 1996. Soffía Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Austurlandi, fjallaði um markmið laga um málefni fatlaðra og mikilvægi þess að þjónusta við fatlaða minnki ekki með tilfærslu á kostunaraðila heldur verði betri. Lýsti hún því ráðandi sjónarmiði, sem fram hefði komið hjá mörgum sveitarstjórnum í nýlegri könnun, að fatlaðir eigi að fá þjónustu í heima- byggð. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands, ræddi m.a. kjarasamninga, lífeyrissjóðsmál og ráðningarmál kennara. Jarógerö úr lífrænum úr- gangi Annað umræðuefni aðalfundarins var jarðgerð úr lífrænum úrgangi. Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, fjallaði um það efni. Hann taldi að Austfirðingar ættu að fara á undan með góðu fordæmi við flokkun sorps. Lýsti hann sig reiðu- búinn til að leggja til land undir jarðgerð og vinnu að frátöldum stofnkostnaði. Björn Guðbrandur Jónsson um- hverfisráðgjafi ræddi almennt um vistvæna meðhöndlun sorps og hvatti til endurnýtingar úrgangs um 50% þar sem áætluð efnasamsetn- ing sorps er 74% af líffræðilegum uppruna og þar með hægt að brjóta það niður. Atvinnuþróunarstarf og sveitarfélögin - atvinnu- ráögjöf til framtíöar Þriðja umræðuefni fundarins var atvinnuþróunarstarf og sveitarfélög- in - atvinnuráðgjöf til framtíðar. Framsögumenn voru tveir. Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri Eskifjarðarkaupstaðar og formaður 1 24

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.