Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 25
FRÆÐSLUMÁL
Að athugun lokinni gera starfsmenn sérfræðiþjónustu
tillögur um viðeigandi meðferð og úrbætur.
Sérfræðiþjónusta skóla skal gefa forráðamönnum kost
á leiðbeiningum um uppeldi nemenda eftir því sem að-
stæður leyfa.
Önnur verkefni sérfræðiþjónustu eru m.a. námsráð-
gjöf, forganga um umbætur í skólamálum, endur- og sí-
menntun kennara í samráði við skóla sem veita kennara-
menntun og sérfræðileg ráðgjöf um stofnun og starf-
rækslu skólasafna.
Starfsmenn sérfræðiþjónustu skulu vera kennarar með
framhaldsmenntun, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar.
Reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla öðlast væntan-
lega gildi 1. ágúst 1996. Þar er kveðið á um þá lágmarks
sérfræðiþjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita.
Einnig öðlast gildi hinn 1. ágúst 1996 ný reglugerð
um sérkennslu sem byggir að miklu leyti á gildandi
reglugerð. I reglugerðinni verða viðmiðunarákvæði um
kennslumagn, skilgreiningu sérkennslu og skipulag.
Reynslan hefur sýnt að sérkennsluþörf er mismunandi
í einstökum skólum frá ári til árs.
I stærri sveitarfélögum jafnast þessi mismunur að
mestu út en í minni sveitarfélögum er nauðsynlegt að
gera ráð fyrir mismunandi þörf á sérkennslu frá einu ári
til annars eftir samsetningu nemendahópsins.
Mikilvægt er að sérmenntaðir kennarar annist kennslu
barna með sérþarfir eftir því sem við verður komið og í
því sambandi er rétt að benda minni sveitarfélögum á að
hafa samstarf um ráðningu kennara til að sinna sér-
hæfðri kennslu, eins og t.d. talkennslu.
Samkvæmt grunnskólalögum er meginstefnan sú að
allir nemendur fái kennslu við hæfi í heimaskóla. Ekki
er líklegt að alls staðar verði hægt að veita öllum böm-
um með miklar sérþarfir kennslu við hæfi í heimaskóla.
Þar sem svo háttar til verður sveitarstjórn að tryggja
þessum nemendum skólavist annars staðar, t.d. með því
að setja upp sérstakt kennsluúrræði, útvega skólavist í
öðrurn grunnskóla, í sérdeild eða sérskóla.
Sveitarfélög geta stofnað og rekið sérskóla og sér-
deildir annaðhvort ein sér eða í samvinnu við önnur
sveitarfélög. Sérskólar hafa verið starfandi í landinu um
langt skeið með góðurn árangri. Þeir sérfræðingar sem
þar starfa hafa mikla reynslu í að veita nemendum með
sérþarfir góða þjónustu. Samkvæmt grunnskólalögum
munu sveitarfélögin taka við öllum rekstri þessara skóla
um leið og þau taka við rekstri grunnskólans. Mikilvægt
er að sú mikla reynsla og þekking sem starfsmenn sér-
skólanna hafa af þjónustu við börn með sérþarfir verði
nýtt á sem bestan hátt.
Sveitarfélög hafa á síðustu mánuðum þurft að taka
ýmsar ákvarðanir um undirbúning skólaársins 1996/97,
s.s að ákveða kennslumagn og deildafjölda, meta kenn-
araþörf, auglýsa lausar kennarastöður, ráða kennara o.fl.
Til þess að auðvelda sveitarfélögum þessa vinnu
mæltist menntamálaráðherra til þess við fræðslustjóra að
þeir aðstoðuðu sveitarfélögin eftir föngum við nauðsyn-
lega undirbúningsvinnu.
Fræðslustjórar sendu því skólum og sveitarstjórnum
áætlun um nemenda- og deildafjölda, kennslumagn og
mat á kennaraþörf sem byggð er á sömu forsendum og
skólaárið 1995/96. Skólunum voru sendar frumáætlanir
til skoðunar og eftir að viðbrögð skólanna við þeim bár-
ust sendi fræðslustjóri lokaáætlun sína sem tillögu til
viðkomandi sveitarstjómar.
Skipulag og framkvæmd skyldunámsins í landinu er
einn mikilvægasti þátturinn í því að viðhalda menningu
þjóðarinnar sem er undirstaða tilveru hennar sem sjálf-
stæðrar þjóðar sem talar sitt eigið tungumál.
Það er því mikið traust sem löggjafarvaldið sýnir
sveitarstjómum landsins með því að fela þeim að fullu
umsjón með kennslu og skólahaldi skyldunámsins.
Eg er þess fullviss að sveitarstjórnir munu ekki bregð-
ast því trausti. Fyrir því hef ég rökstudda reynslu, bæði
sem fræðslustjóri í Reykjanesumdænti í 20 ár og sem
fræðslustjóri í Hafnarfirði næstu 8 ár þar á undan.
Skipting landsins í fræðsluumdæmi var hugmynd sem
byggðist á reynslunni af því að fela Reykjavíkurborg,
Kópavogsbæ og Hafnarfjarðarkaupstað umsjón með
kennslu og skólahaldi skyldunámsins. Þá voru einnig
uppi hugmyndir um þriðja stjórnsýslustigið og voru
fræðsluumdæmin sniðin að þeim hugmyndum.
Þriðja stjómsýslustigið varð ekki að veruleika.
I grunnskólalögunum, sem sett voru 1995, er valin sú
leið að fela sveitarfélögum þetta verkefni í trausti þess að
nýir tímar og nútíma tækni geri þeim kleift að sinna
þessu sómasamlega.
Nefnd semur reglugerð um lágmarks-
aðstöðu og búnað í grunnskólum
Hinn 18. október 1995 tilnefndi stjórn sambandsins
þau Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa og formann
skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, og Guðbjart Hannes-
son, skólastjóra og bæjarfulltrúa á Akranesi, í vinnuhóp
til þess að semja reglugerð um lágmarksaðstöðu og bún-
að grunnskólahúsnæðis sem farið skal eftir við undir-
búning að nýbyggingu og endurbótum grunnskólahús-
næðis samkvæmt 20. gr. grunnskólalaganna. Mennta-
málaráðherra setur reglugerðina í samráði við samband-
ið. Af hálfu menntamálaráðuneytisins skipa vinnuhóp-
inn þeir Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu,
sem er formaður, og Björn L. Halldórsson, fv. forstöðu-
maður skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Með vinnuhópnum starfa Herntann Jóhannesson,
deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og Guðrún S.
Hilmisdóttir, verkfræðingur á skrifstofu sambandsins.
87