Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 6
FRÆÐSLUMAL
stofnana, eins og sérskóla ríkisins, sérdeilda og fræðslu-
skrifstofa.
Kjami hinna nýju grunnskólalaga frá 1995 og loka-
áfanga þessa mikla llutnings frá ríki til sveitarfélaga er
því sú ákvörðun, að sveitarfélög taki alfarið við ráðn-
ingu kennara og skólastjórnenda og launagreiðslum til
þeirra svo og að sérfræðiþjónusta, sem verið hefur í
verkahring fræðsluskrifstofa, færist yfir til sveitarfélaga.
Gildistaka meö skilyröum
Þegar annað ráðuneyti Davíðs Oddssonar var myndað
23. apríl 1995 og ég tók við störfum menntamálaráð-
herra, voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því, að Alþingi
hafði samþykkt ný grunnskólalög, sem mæltu fyrir um
þennan flutning og að hann skyldi miðast við 1. ágúst
1996.
Grunnskólalögin voru samþykkt í febrúar 1995 á Al-
þingi á síðustu dögunum fyrir þingrof og kosningar og í
skugga kennaraverkfalls. I lokahrinunni á Alþingi var
bætt atriðum inn í gildistökuákvæði laganna.
Þessi skilyrði voru sett fyrir gildistökunni:
1. Breyting verði á lögum um Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins sem tryggi öllum þeim kennurum og
skólastjórnendum við grunnskóla, sem rétt hafa átt til
aðildar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, aðild að
sjóðnum.
2. Lög um ráðningarréttindi kennara og skólastjóm-
enda við grunnskóla tryggi þeim efnislega óbreytt ráðn-
ingarréttindi hjá nýjum vinnuveitanda.
3. Breytingar verði á lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga og lögum um skiptingu skatttekna milli ríkis og
sveitarfélaga með tilliti til þeirra auknu verkefna er
sveitarfélög taka að sér samkvæmt löguin þessum.
Lá ljóst fyrir, að Alþingi yrði að samþykkja þessar
breytingar veturinn 1995 til 1996, til að lögin og flutn-
ingurinn kæmu til framkvæmda 1. ágúst 1996. Þess
vegna var það frumskylda menntamálaráðherra í nýrri
ríkisstjóm að kosningum loknum að fullnægja þessum
skilyrðum og sjá til þess, að Alþingi fjallaði um nauð-
synlegar lagabreytingar í samræmi við þau.
Nauðsynlegt var að standa þannig að málum, að fullur
trúnaður og traust skapaðist á milli þeirra þriggja aðila,
sem að málinu kæmu, sveitarafélaga, kennara og ríkis-
ins. Einnig yrði að halda þannig á málum, að fljótt skap-
aðist sannfæring fyrir því, að ferlið leiddi að lokum til
yfirfærslunnar 1. ágúst 1996, þótt afgreiðsla mála á Al-
þingi kynni að dragast.
Ferli undir verkefnisstjórn
Hinn 16. maí 1995 kynnti ég ríkisstjórninni minnis-
blað um framkvæmd grunnskólalaganna. Þá hafði ég átt
viðræður við fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga
og fulltrúa kennarafélaganna. Byggðist minnisblaðið á
hugmyndum, sem urðu til í þeim viðræðum um, að
komið yrði á fót verkefnisstjóm og þremur sémefndum
til að fjalla um réttindamál kennara, kostnaðarskiptingu
rikis og sveitarfélaga og fagleg málefni, það er sérskóla
og verkefni fræðsluskrifstofa.
Ríkisstjórnin féllst á tillögu mína og hinn 26. júní
1995 skipaði ég verkefnisstjórn. Hrólfur Kjartansson,
deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, var formaður
hennar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kom frá frá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga, Eiríkur Jónsson frá Kenn-
arasambandi Islands, Steingrímur Ari Arason frá fjár-
málaráðuneyti og Húnbogi Þorsteinsson frá félagsmála-
ráðuneyti. Var þeim falið að hafa yfirumsjón með fram-
kvæmd á flutningi grunnskólans, sjá um undirbúning
nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða svo sem undirbúning
lagabreytinga og setningu reglugerða og samræma vinnu
sérnefndanna þriggja. I þeim völdust til formennsku:
Helgi Jónasson fræðslustjóri í nefndinni, sem fjallaði um
flutning á verkefnum fræðsluskrifstofa, Halldór Árna-
son, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, í nefndinni,
sem fjallaði um kostnaðarskiptinguna, og Guðmundur H.
Guðmundsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. í
nefndinni, sem fjallaði um réttindamálin.
Réttindi og skyldur
Hinn 22. desember 1995 komst réttindanefndin að
sameiginlegri niðurstöðu „nema blæbrigði verða greind
um a.m.k. eitt atriði“ eins og segir í skilabréfi nefndar-
manna. Eftir að verkefnisstjóm hafði fjallað um skýrslu
nefndarinnar og í samráði við hana fól ég Þómnni Guð-
mundsdóttur hrl. að vinna með nefndinni og í samvinnu
við verkefnisstjórn að gerð lagafrumvarps á grundvelli
nefndarálitsins.
Hinn 1. febrúar 1996 sendi verkefnisstjórn mér bréf og
tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur kenn-
ara og skólastjórnenda í grunnskólum, sem stjómin hafði
orðið ásátt um á fundi sínum þann sama dag. Var fmm-
varpið samþykkt í ríkisstjóm skömmu síðar og lagt fyrir
Alþingi.
Meginefni frumvarpsins er, að réttindi kennara og
skólastjómenda grunnskólans skerðast ekkert við flutn-
inginn. Var þetta margítrekað af mér í ræðu og riti næstu
vikur, eftir að frumvarpið sá dagsins ljós og kom til um-
ræðu á Alþingi. Þar var frumvarpið gert tortryggilegt
vegna deilna um allt annað mál milli opinberra starfs-
manna og ríkisstjómarinnar, það er breytinga á almennu
lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Sérstaklega var eftir því gengið við mig að skýra, hvað
fælist í þeim orðum í lok almenns inngangs í greinargerð
frumvarpsins, þar sem vísað er til þess, að lögin um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, væru
þá í endurskoðun og hygðist ríkisstjórnin leggja fram
frumvarp til nýrra laga um réttindi og skyldur ríkisstarfs-
manna á vorþingi 1996. Næði það frumvarp fram að
ganga væri ríkisstjómin reiðubúin að breyta lögum, sem
kynnu að verða sett á grundvelli frumvarps þessa um
réttindi og skyldur kennara og skólastjóra við grunn-
68