Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 10
FRÆÐSLUMAL um, úttektum á sjálfsmatsaðferðum skóla og reglu- bundnu mati á einstökum þáttum skólastarfs. Reglur um þetta verða ekki smíðaðar á skömmum tíma heldur þurfa þær að þróast og mótast. A vegum ráðuneytisins og ýmissa aðila, sem sinna skólarannsóknum, er nú unnið að því að þróa mat á skólastarfi, sem hentað geti hér á landi. Ymsar leiðir hafa verið reyndar og verða efalaust reyndar á næstu misserum og árum. Matsaðferðir eru einnig háðar að- stæðum í viðkomandi skólum og því óvíst, hvort nokkurn tíma verði unnt að svara því með einhlítum hætti, hvemig menntamálaráðuneytið hagi úttekt sinni á sjálfsmatsaðferðum skóla. Sjálfsmat skólanna er hins vegar unnið innan þeirra sjálfra af starfsfólki þeirra. Skólanámskrá er mikilvægt tæki hvers skóla til að marka starfi sínu ramma. Hún er í raun andlit skólans. Innan menntamálaráðuneytisins er nú að hefjast starf, sem lýtur að innra skipulagi ráðuneytisins sjálfs og breytingum þar vegna breyttra verkefna. Betrí skólar Með því að fela sveitarfélögunum grunnskólann er þeim sýnt mikið traust. Fátt er þjóðinni dýrmætara en að vel sé hlúð að menntun og skólastarfi. Ég hef talið, að við værum að flytja fjöregg þjóðarinnar á milli stjórn- sýslustiga. Flutningur grunnskólans byggist á vilja til að dreifa valdi og stuðla að nokkum samkeppni í þeirri vissu, að unnt sé að gera betur. Stjórn skólanna er færð nær borg- urunum og til fulltrúa þeirra í sveitarstjómum, foreldrar fá nýtt hlutverk og skólamenn aukið sjálfstæði til að taka ákvarðanir um stofnanir sínar. Jafnframt er lögð áhersla á að fylgjast með árangrinum. Upplýsingamiðl- un um skólastarf á að aukast. Samræmd próf og gæða- staðlar eru forsendur þess, að unnt sé að dreifa valdi í skólakerfinu og standa vörð um hagsmuni nemenda. Dreifing á valdi í skólamálum gerir einnig miklar kröfur til námskrárgerðar. Lít ég á það sem höfuðvið- fangsefni í menntamálum nú þegar grunnskólinn flyst og ný framhaldsskólalög hafa verið samþykkt, að námskrár í grunn- og framhaldsskólum verði gerðar þannig úr garði, að íslenska skólakerfið sé í fremstu röð á alþjóðlegan mælikvarða og þeir, sem hafa gengið í gegnum það, geti nýtt sér hin bestu tækifæri, hver á sínu sviði. Þetta markmið næst ekki nema grunnskólinn og allir aðrir skólar séu í höndum manna, sem vilja þeim vel og hafa skilning á þörfum þeirra. Ég efast því ekki um, að grunnskólinn sé í góðum höndurn hjá sveitarstjórnar- mönnum og áma þeim heilla, þegar þeir takast á við ný og mikilvæg verkefni í skólamálum. Eftirtaldir aðilar tóku þátt í störfum verkefnisstjórnar og nefndanna sem undir hana heyrðu: Verkefnisstjórn: Hrólfur Kjartansson, formaður Steingrímur Ari Arason Eiríkur Jónsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Húnbogi Þorsteinsson Starfsmaður verkefnisstjómar var Margrét Harðardóttir. Nefnd unt flutning á verkefnuin fræðsluskrifstofa Helgi Jónasson, formaður Jón Hjartarson Valgarður Hilmarsson Guðrún Ebba Olafsdóttir Starfsmaður nefndarinnar var Margrét Harðardóttir. Nefnd um kostnaðarskiptingu Halldór Arnason, formaður Húnbogi Þorsteinsson Karl Björnsson Olafur Darri Andrason Starfsmenn nefndarinnar voru Leifur Eysteinsson og Bragi Gunnarsson. Nefnd um réttindamál Guðmundur H. Guðmundsson, formaður Jón G. Kristjánsson Birgir Björn Sigurjónsson Starfsmenn nefndarinnar voru Sigurður Helgason og Oð- inn Helgi Jónsson. Menntaþing 5. október Menntamálaráðuneytið boðar til menntaþings í Há- skólabíói og Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 5. október nk. A þinginu á að ræða og kynna fjölmargt af því sem er að gerast á öllum skólastigum. Tilgangurinn er að leiða þá saman sem áhuga hafa á menntun og skólastarfi, auk þess sem skólurn og þjónustustofnunum þeirra gefst tækifæri til að kynna starfsemi sína. Menntaþing á þannig að vera vettvangur þar sem nemendur, skólafólk, foreldrar, sveitarfélög, fjölmiðlar og aðrir aðilar fá að kynnast metnaðarfullu skólastarfi. Þingið er opið öllum áhugamönnum um skólamál og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Menntaþingið verður þrískipt. I fyrsta lagi verða er- indi fyrir hádegi í Háskólabíói, í öðru lagi verða málstof- ur um ákveðin efni eftir hádegi. I þriðja lagi gefst skól- um tækifæri til að kynna nýjungar í kennsluháttum og nýsköpun. Skólar í einstökum byggðarlögum eru hvattir til að hafa samráð um kynningarefni á þinginu þannig að efni skóla í tilteknum byggðarlögum myndi ákveðna heild.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.