Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 50
FORNLEIFAR
Um fornleifaskráningu á íslandi,
upphaf og ástæður
Síðari grein: Skyldur okkar gagnvart fortíðinni
Bjarni F Einarsson fornleifafrœðingur, Þjóðminjasajhi Islands
Inngangur
í fyrri grein minni um fornleifaskráningu á
íslandi fjallaði ég aðallega um þau lög sem
lúta að fornleifaskráningu og öðru sem
tengist henni. Ég skilgreindi hugtökin fom-
leifar (skv. þjóðminjalögum) og fornleifa-
skráning. Jafnframt fjallaði ég um forsögu
fornleifaskráninga og sýndi hvernig þessi
mál hafa breyst í tímans rás eins og hugtökin
fornleifar og fornleifaskráning. I þessari
grein ætla ég að fjalla um nauðsyn fomleifa-
skráningar og skyldur okkar gagnvart fortíð-
inni, enda eru þessi atriði náskyld.
Síðan „Commissionen for Oldsagers Opbevaring “
var og hét í byrjun 19. aldar hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Þjóðin hefur fengið sjálfstæði, stofnað háskóla
og þjóðminjasafn og sett lög um hvað séu fornleifar og
hvað ekki. Til að rifja það stuttlega upp þá eru allar
minjar eða rústir, sem eldri eru en 100 ára og manna-
verk eru á, taldar til fornleifa. Einnig eru staðir tengdir
þjóðtrú eða athöfnum manna og jafnvel yfirnáttúrulegra
vera, svo sem álfasteinar og stöðlar, taldir til fornleifa
skv. þjóðminjalögum.
Fornleifar eru leifar mannlegra athafna og sumar
þeirra eru mikilvægar fyrir skilning okkar á allri sögu
þjóðarinnar, svo sem þingstaðir, verslunarstaðir, land-
námsbýli o.s.frv. Flestar fornleifarnar eru þó mikil-
vægastar fyrir aukinn skilning okkar á byggðasögu ein-
stakra svæða eða héraða, svo sem fjárhúsarústir, selja-
rústir o.s.frv. Oft skarast þessi atriði og varasamt getur
verið að fylgja þeim í blindni.
Starfsgreinar sem hvfla á gömlum merg, eins og selja-
búskapur, sjósókn, kvikfjárrækt og jámsmíði svo dæmi
séu tekin, hvfla á gömlum merg og eiga sér oft á tíðum
sínar sérstöku fomleifar sem eru afleiðing þeirra athafna
sem greinunum fylgdu. Þessar fomleifar eru okkar sam-
eiginlega eign. Þær geta verið gjallvörp eða rauðablást-
ursminjar eftir jámsmíðar eða jámframleiðslu, varir og
naust þar sem sjósókn var o.s.frv. Samantekið eru allar
fornleifarnar mikilvægur hluti af búsetulandslaginu okk-
ar og eru mikilvægur hluti af skynjun okkar á því.
Myndimar sem fylgja greininni eru valdar
á sömu forsendum og í fyrri greininni, sem
voru að mér þykja þær fallegar og þær eru
að mínu viti góðir fulltrúar þeirra fjölmörgu
fornleifa sem finnast um allt land. Þær bíða
þess eins að gleymast, sumar að eilífu, eða
verða bjargað fyrir framtíðina. Sú björgun
getur heitið fomleifaskráning.
ívari Brynjólfssyni ljósmyndara þakka ég
veitta aðstoð við tvöföldun skyggna.
Af hverju ekki fyrr?
Sú staðreynd að við Islendingar höfum ekki skráð
fornleifar okkar fyrr, svo að heitið geti, er býsna athygl-
isverð. í þessum efnum erum við ca 100 árum á eftir ná-
grannaþjóðum okkar mörgum. Eina af ástæðunum hygg
ég vera þá staðreynd að rústir þær og minjar sem finnast
úti um landið eru svo nátengdar þeim veruleika sem eldri
kynslóð landsins ólst upp við og man. Enginn eðlismun-
ur var t.d. á fjárhúsi frá 18. öld og fjárhúsi frá fyrstu ára-
tugum hinnar 20. Bæði voru hluti af hinu íslenska land-
búnaðarþjóðfélagi, sem segja má að hafi fyrst liðið undir
lok um miðja þessa öld. Þá hóf nútíminn innreið sína og
gamli tíminn, sem var tími fátæktar og vesældar fyrir
marga, best gleymdur og grafinn og húsakynnin sömu-
leiðis. Eitt sinn átti ég samtal við gamla bóndakonu um
mikilvægi þess að varðveita gamlan torfbæ, sem enn
stóð á hlaðinu hjá henni. Nú hafði risið nýtt og reisulegt
steinhús á bæjarstæðinu og allir fluttir yfir í það. Gömlu
konunni var fyrirmunað að skilja þennan áhuga minn á
gamla bænum og vamaði mér meira að segja inngöngu
þegar ég sýndi tilburði í þá áttina. Hins vegar var ég
rneira en velkominn að skoða nýja bæinn og jafnvel
þiggja kaffitár og rneira til, eins og tíðkast á landsbyggð-
inni. Gamli bærinn var aðeins minning um kulda og vos-
búð, eilífa vinnu og lítil laun og gamla konan vildi alls
ekki leyfa mér að eiga nokkra hlutdeild í slíkri minningu.
„Hvað gæti hann haldið um slíka konu?“ hugsaði hún ef
til vill.
Hugarfar þetta, sem kom fram hjá gömlu konunni, hef
ég orðið var við víðar. Þessu hugarfari verðum við að
1 1 2