Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Page 31
ALMENNINGSBÓKASÖFN Sófinn I hnokkadeild Bókasafns Reykjanesbæjar er mikiö notaöur og vinsæll af öllum aldurshópum unga fólksins. Greinarhöfundur tók Ijósmyndirnar. greiða 130 kr. á hvern íbúa og stendur sveitarsjóður skil á þess- ari greiðslu c) Til héraðsbókasafns greiðir sveit- arsjóður þar sem safnið er 1302 kr. á hvern íbúa hreppsfélagsins. Önnur sveitaifélög í umdœminu greiða til safnsins 130 kr. á hvern íbúa og stendur sveitar- sjóður skil á þessari greiðslu d) Til hreppsbókasafns greiðir við- komandi hreppssjóður (hrepps- sjóðir) 1002 kr. á hvern íbúa hreppsins (lireppanna). Samkvæmt þessu ætti Bókasafn Reykjanesbæjar að fá 13,4 millj. frá bæjarsjóði og um 240.000 frá þeim tveim sveitarfélögum á svæðinu, sem eru ekki orðin kaupstaðir. Fjár- veiting til safnsins árið 1995 var 27,6 millj., þar af fóru 4,2 millj. til bóka- og tímaritakaupa, launakostn- aður var 10,7 millj., húsaleiga 7,4 millj. og gjaldfærð fjárfesting 550.000 krónur. Ekki er mér kunnugt um við hvað var miðað í upphafi þegar þessar reglur voru settar, en það er nokkuð ljóst að það viðmið hlýtur að vera löngu úrelt. Það væri nær að miða við meðalverð bóka á hverjum tíma þannig að söfnin geti að minnsta kosti keypt eina bók á hvem íbúa ár hvert. Einnig væri hugsanlegt að taka útlánatölur safnanna með í reikninginn, búa til „vísitölu" bóka- safna. A Bókasafni Reykjanesbæjar er ekki til nein rituð innkaupastefna. Keflavíkurbær veitti á sínum tíma ríflega til vörukaupa safnsins og virðist hafa verið hægt að kaupa vel inn af nýju og eldra efni. Nú þegar safnið er komið í nýtt húsnæði og allur rekstrarkostnaður miklu meiri en áður var þá hafa fjárframlög til vörukaupa staðið í stað síðustu fjög- ur ár. A sama tíma hafa útlán aukist um 75% og lánþegum fjölgað um 130%. Þetta kallar á markvissari innkaupastefnu og nákvæmari skil- greiningu á hlutverki safnsins. Eg tel að svipuð þróun eigi sér stað hjá flestum öðrunt stærri almennings- bókasöfnum landsins. Staöa bókasafna á íslandi Mikil breyting hefur orðið í mál- efnum bókasafna í landinu síðan lögin voru sett árið 1976. Nú eru skólasöfn í flestum skólum landsins, bæði á grunn- og framhaldsskóla- stigi, og ýmsar stofnanir hafa komið á fót sérfræðibókasöfnum á sínu sviði. Þjónustu er því víðar að fá en á almenningsbókasöfnum. Það eru ekki bara fræðimenn sem vilja nýta sér lesaðstöðu á söfnunum, skóla- nemar sækja einnig í þá aðstöðu þar sem hún er í boði. Breyttir kennslu- hættir í skólum í formi meiri rit- gerða- og heimildavinnu kalla á meiri notkun bókasafna en áður. Skólasöfnin eru flest ung að árum og vanbúin að taka við öllum þess- um straumi, því leita nemendur í æ ríkari mæli til almenningsbóka- safna. Þar er einnig yfirleitt lengri afgreiðslutími en á skólasöfnunum. Starfsfólk almenningsbókasafnanna er ekki alltaf í stakk búið að sinna þessum nýja hópi lánþega. Þá vakna ótal spumingar og ný vandamál að glíma við. Okkur vantar tilfinnan- lega skilgreiningu á hvað er ,,al- menningur". Telst t.d. framhalds- skólanemi sem er að leita að heim- ildum um festi fyrir verkefnavinnu í FÉL103 til almennings? Almenn- ingsbókasöfn hafa reynt eftir mætti að sinna þessum þörfum en eru oft að drukkna í fyrirspurnum af þess- um toga á álagstímum. Ný tækni með tölvur í broddi fylkingar, nýir miðlunarmöguleikar og upplýsingahraðbrautir á Intemeti eru gull í greipum upplýsingabóka- varðarins, en keppinautar við bók- ina þegar deila þarf niður of fáum krónum á marga staði. Allir þessir þættir kalla á endurskoðun á hlut- verki almenningsbókasafna og skil- greiningu á þjónustusviði þeirra. Innkaupastefna Bóka- safns Reykjanesbæjar Á Bókasafni Reykjanesbæjar hafa á síðustu árum orðið til nokkrar óskráðar vinnureglur um innkaup. Þær byggja á þeirri skoðun minni að almenningsbókasöfn séu fyrst og fremst þjónustustofnanir fyrir þá sem vilja nota þau. Þau eru rekin fyrir almannafé, því eigum við að

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.