Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 59
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM
eyri, Ólafur R. Dýrmundsson,
ráðunautur hjá Bændasamtök-
um Islands, og Sigríður Gróa
Þórarinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Hagfélagsins hf.
Þingið gerði svofellda álykt-
un um atvinnumál:
Þing SSNV beinir því til
félagsmálaráðherra og ríkis-
stjórnarinnar að mörkuð verði
stefna um eflingu atvinnulífs-
ins í landinu í samhengi við
stefnumótun í menntamálum,
heilbrigðismálum, samgöngu-
málum og skattamálum.
Þá skoraði ársþingið á stjóm
Framleiðnisjóðs að endur-
skoða fyrri samþykkt um styrk
til markaðsátaks í útflutningi á
lambakjöti í samstarfi við fisk-
sölufyrirtæki.
Aðrar ályktanir
—y
/
T Isg
!»
■fW
mi
A F m 1'——~
!i::
Bóknámshús Fjölbrautaskóla Noröurlands vestra á Sauöárkróki þar sem ársþingiö var haldiö.
Ljósm.: Pedersen.
Fráveitumál
Þingið lýsti ánægju sinni með ný lög um stuðning við
framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum. Jafnframt
var skorað á umhverfisráðherra að beita sér fyrir þeirri
breytingu á lögunum að undirbúningsrannsóknir, hönn-
un og gerð heildaráætlana um fráveituframkvæmdir í
hverju sveitarfélagi geti notið fjárstuðnings samkvæmt
lögunum.
Virðisaukaskattur af meðhöndlun brotamálma
afnuminn
Þingið beindi því til fjármálaráðherra að breyta 1.
tölulið 12. gr. reglugerðar nr. 248/1990 um virðisauka-
skatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila og hann
orðist svo: ,,1. Söfnun, meðhöndlun, flutningur og förg-
un úrgangs, samkvæmt skilgreiningu í mengunarvamar-
reglugerð nr. 48/1994. Hér undir fellur m.a. neyslu- og
framleiðsluúrgangur og brotamálmar." Einnig að þær
breytingar sem gerðar voru á reglugerðinni 28. febrúar
sl. gildi frá 1. janúar 1990.
Jarðhitaleit á köldum svœðum
Þing SSNV skorar á Alþingi og ríkisstjórn að efla
Orkusjóð og gera honum kleift að styrkja sveitarfélög á
„köldum svæðum" til jarðhitaleitar.
Jöfnun á orkuverði
Þing SSNV skorar á Alþingi og ríkisstjórn að eyða
þeim mismun sem er á orkuverði til húshitunar milli
stórs hluta dreifbýlis og höfuðborgarsvæðisins. Sá hluti
neytenda sem býr við hæst orkuverð er lítið brot af
heildinni, sem ætti að gera það auðvelt að koma á fullri
verðjöfnun.
Félagslegar eignaríbúðir gerðar eftirsóknarverðari
Þingið skoraði á félagsmálaráðherra að endurskoða
lög og reglugerðir um Húsnæðisstofnun ríkisins með það
að markmiði að lækka húsnæðiskostnað heimilanna, efla
almenna íbúðamarkaðinn á landsbyggðinni og gera fé-
lagslegar eignaríbúðir eftirsóknarverðari valkost en nú
er.
Aukið fé til safnvega
Þingið benti á að viðhald á safn- og tengiveguin hefði
verið vanrækt á undanförnum árum. Þingið beindi því til
samgönguráðherra og samgöngu- og fjárlaganefndar Al-
þingis að sjá til þess að ríkissjóður veitti það fé til safn-
vega sem um var samið við setningu nýrra laga um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga er öðluðust gildi 1.
janúar 1990.
Framlög til vatnsveituframkvœmda
Þingið beindi því til stjómar SSNV að gerð yrði úttekt
á möguleikum fámennra sveitarfélaga og einstakra bú-
jarða á framlögum úr opinberum sjóðum til vatnsveitu-
framkvæmda.
Auk menntamálaráðherra sátu þingið sem gestir Páll
Pétursson félagsmálaráðherra, Þórður Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, fulltrúar
landshlutasamtaka og þingmenn kjördæmisins.
1 2 1