Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 36
UMHVERFISMÁL Séö úr Selskógi, útlvistarsvæöi Egilsstaöabúa. Eyvindará i forgrunni. Egilsstaðabær - grænn bær? Sigurborg Kr. Hannesdóttir verkejhisstjóri Fyrir liðlega tveimur árum hófst meðal bæjaryfirvalda á Egilsstöðum nokkur umræða um það hvort bær- inn ætti að marka sér þá stefnu að leggja aukna áherslu á umhverfis- mál í víðu samhengi, eða með öðr- um orðum að gerast „Grænn bær“. Skipuð var þriggja manna nefnd, sem var falið að kanna grundvöll þess meðal fyrirtækja, félagasam- taka og einstaklinga og koma með ákveðnar tillögur um málið. Nefnd- in hafði samband við fjölmarga íbúa bæjarins, m.a. forsvarsmenn margra fyrirtækja, og kannaði hversu mikil áhersla væri lögð á umhverfismál eða hvort einhver áhugi væri á þeim málum. Niðurstaða nefndarinnar var sú að áhugi á umhverfismálum væri all- nokkur og margir væru tilbúnir til að setja þann málaflokk framar í forgangsröðina. I skýrslu nefndarinnar segir m.a.: „Eftir viðtöl við fjöldamarga aðila á staðnum er dregin sú ályktun að íbúar Egilsstaða séu orðnir nokkuð meðvitaðir um umhverfismál og sumir hverjir famir að taka til hend- inni í þeim efnum. Mikill vilji er til framkvæmda, en þó virðist vanta ákveðna þekkingu, stuðning og for- ystu. Það er því niðurstaða nefndar- innar að umhverfismál hafi meðbyr og því sé tímabært að hefja sérstakt 98

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.