Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 43
UMHVERFISMAL
vettvangi með skráningu, sýnatöku
og rannsóknum, t.d. á neysluvatni
og á fráveituvatni. Verkþáttur þessi
á bæði við einstök býli og þéttbýlis-
staði. Upplýsingar og niðurstöður
rannsókna eru settar fram þannig að
greinargott yfirlit fáist um núver-
andi ástand umræddra mála.
3. Aögeröir til úrbóta
A grundvelli upplýsinga, sem
unnið hefur verið úr, er gerð grein
fyrir nauðsynlegum úrbótum, áætl-
uðum kostnaði við þær úrbætur og
æskilegri framkvæmdaröð. Afanga-
skýrslur eru unnar fyrir einstök
sveitarfélög, eftir því sem áföngum
verksins miðar.
Verkþættir skiptast í eftirfarandi
aðalhluta:
A. Vatn
Vatnssýni eru tekin á öllum lög-
býlum og í öllum vatnsveitum, bæði
í þéttbýli og dreifbýli. Gerðar eru
örverurannsóknir, efna- og eðlis-
fræðirannsóknir. Unnin er skrá yfir
helstu vatnslindir sem nú eru ekki
nýttar og gæðamat gert á vatni
þeirra. Sérstök áhersla er lögð á
vatnsgæði matvælafyrirtækja, fisk-
vinnslu og ferðaþjónustu.
Vatnslind í Skaftárhreppi. Hvers viröi er þér vatniö?
D. Aðrir umliverfisþœttir
Skráðir eru ýmsir aðrir þættir
vegna úrbóta í umhverfismálum, s.s.
staðarval eldri og nýrra olíutanka,
umgengnishættir og annað er betur
mætti fara, ásamt því að tilgreina
það sem vel er gert auk sérstöðu
einstakra staða m.a. með liiliti til
Hestar á Rangárvöllum. Græn víöátta og tögur fjallasýn.
B. Fráveitur
Könnunin nær til þéttbýlisstaða,
þ.e. íbúðarsvæða, iðnaðarsvæða,
hafnarsvæða, fiskvinnsluhúsa og
matvælavinnslustaða. I dreifbýli
nær könnunin til lögbýla, ferðaþjón-
ustustaða, matvælavinnslustaða,
þ.m.t. sláturhúsa, ferðaþjónustu og
starfsemi á hálendi. Könnun er gerð
á sumarhúsa- og tómstundasvæðum.
Ymsum upplýsingum er safnað og
rannsóknir gerðar er ná til vatns-
mengunar vegna fráveitna, þ.e. ör-
verurannsóknir, eðlis- og efnafræði-
legar rannsóknir. Sérstök könnun
fer fram á strandsvæðum.
C. Urgangsmál
Athugað er ástand sorphirðu- og
sorpeyðingar í þéttbýli og dreifbýli,
bæði frá heimilum og atvinnustarf-
semi. Sérstök áhersla er lögð á þátt
spilliefna í úrgangi, endurvinnslu,
minnkun og nýtingarmöguleika úr-
gangs. Hröð þróun hefur verið á
þessurn þætti verksins á Suðurlandi;
úrbætur í sorpförgun í öllum sveit-
arfélögunum, aukin flokkun, endur-
vinnsla og áhersla á minnkun úr-
gangs með það að markmiði að
minnka úrgang til förgunar um
a.m.k. 50% á næstu árum.
1 05