Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 23
FRÆÐSLUMÁL Fræðsluskrifstofur - skólamála- skrifstofur Helgi Jónasson, jrœðslustjóri Reykjanesumdœmis Með setningu grunnskólalaganna vorið 1974 var lögfest ný skólastefna í landinu. Hlutverk grunnskólans var skilgreint með þeint hætti að skólanum var gert skylt að koma til móts við þarfir nem- enda sinna. Hér var um grundvallarbreytingu að ræða frá fyrri skilgreiningu þar sem skyldur skólans gagnvart nemendum voru fyrst og fremst að kenna tilteknar námsgreinar. Nemendum var aftur á móti skylt að uppfylla kröfur skólans. Til þess að auðvelda framkvæmd þess- arar nýju skólastefnu var nauðsynlegt að færa yfirstjóm grunnskólanna heim í héruð og var land- inu skipt í átta fræðsluumdæmi og stofnuð embætti fræðslustjóra sem áttu að hafa umsjón með kennslu og skólahaldi í viðkomandi fræðsluumdæmi. Fræðslustjór- unum var falið að koma á fót sérfræðiþjónustu fyrir skóla til þess að auðvelda þeim að koma til móts við þarfir allra nemenda. Þessi sérfræðiþjónusta byggðist aðallega á almennum leiðbeiningum við stjórn og starfsemi skóla, kennsluráð- gjöf og sálfræðiþjónustu. Hlutverk kennsluráðgjafar og sálfræðiþjónustu var fyrst og fremst aðstoð og ráðgjöf við kennara og aðra starfsmenn skóla við úrlausnir þeirra mála sem unnið var að hverju sinni. Annars vegar voru kennurum og öðrum starfsmönnum skóla veittar almennar leiðbein- ingar urn meðferð mála og hins vegar aðstoð og ráðgjöf við lausn einstakra mála. Fræðslustjóramir lögðu áherslu á að efla skólana fag- lega svo að þeir yrðu sem færastir um að sinna því lög- bundna viðfangsefni að koma til móts við þarfir nem- enda og bjóða þeim upp á kennslu og námsaðstæður sem miðast við þarfir hvers og eins. Með þetta að leiðarljósi hafa fræðsluskrifstofurnar stuðlað eftir mætti að endur- og framhaldsmenntun kennara í samvinnu við Kennaraháskóla Islands. Þessi viðleitni hefur leitt til þess að verulega hefur fjölgað sér- menntuðum kennurum og hafa þeir flestir skilað sér til starfa í skólum landsins. Þessi fjölgun sérmenntaðra kennara hefur leitt til þess að skólamir eru nú faglega færir um að taka við mun erfiðari kennsluviðfangs- efnum en áður. Eftir því sem færni skólanna vex fjölg- ar þeim foreldrum nemenda með sérþarf- ir sem gera kröfu til þess að börn þeirra fái kennslu við hæfi í sínum heimaskóla. Skipting landsins í fræðsluumdæmi var nauðsynleg til þess að skólar alls staðar á landinu gætu sinnt því hlutverki sem grunnskólalögin lögðu þeim á herðar. Þessi skipan hafði bæði kosti og ókosti. Kostimir vom fyrst og fremst þeir að hægt var að nota staðarþekkingu og viðhorf til lausnar á ýmsum vanda- málum sem upp komu við framkvæmd laganna. Fræðslustjórar höfðu heimild til margvíslegra tilhliðrana og gátu með ýmsum hætti nýtt þann sérstaka kvóta sem þeir höfðu til ráðstöfunar til að leysa margvísleg vanda- mál í skólastarfi sem oft eru breytileg frá einum tíma til annars. Okostimir voru fyrst og fremst þeir að fræðslu- umdæmin höfðu mjög óljósa stöðu í stjómkerfinu og til- heyrðu hvorki ríki né sveitarfélögum. Fræðslustjóri hafði að vísu stjórnskipulega stöðu sem embættismaður ríkis- ins. Sveitarstjómir réðu engu um starfsemi fræðsluskrif- stofanna og höfðu mjög takmörkuð áhrif á sjálft skóla- starfið. Með setningu nýrra laga um grunnskóla árið 1995 er lögfest að frá og með I. ágúst 1996 skuli allur rekstur og ábyrgð á starfi grunnskólanna flytjast til sveitarstjóma. Með því verður öll ákvarðanataka um skólarekstur ein- faldari og sveigjanlegri. Auðveldara verður að tengja skólastarfið við annað ungmennastarf á vegum sveitarfé- laganna. Félagsleg viðfangsefni á þessu sviði ættu að verða auðveldari viðfangs þegar slík þjónusta er á einni hendi. Þjónusta við nemendur með sérþarfir ætti að verða betri og persónulegri. Sveitarfélögin taka við verkefnum fræðsluskrifstof- anna og hafa frá 1. ágúst 1996 umsjón með kennslu og skólahaldi og sjá um öll fjármál og áætlanagerð þar að 85

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.