Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 45
UMHVERFISMÁL
• Skráning á lindarsvæðum sem
ekki eru í notkun nú.
• Kannað er ástand fráveitna á
lögbýlum og í þéttbýli.
• Kannað er ástand sorphirðumála
í dreifbýli og þéttbýli.
• Könnuð er spilliefnanotkun og
förgun.
• Leitað að olíutönkum, gömlunt
tönkum og nýjum.
• Rusl á víðavangi kannað.
• Umgengnisþættir athugaðir.
• Jákvæðir þættir skráðir.
• Menningar- og náttúruminjar.
B. STUÐLAÐ AÐ ÞRÓUN
• Aukinn skilningur stjórnenda
sveitarfélaga og fyrirtækja á um-
hverfismálum og sjálfbærri þróun.
• Aukin gæðastjómun í umhverf-
isþáttum matvælaframleiðslu, land-
búnaði og ferðaþjónustu auk bætts
innra eftirlits með gæðum.
• Urbætur þar sem þörf er, t.d. í
neysluvatns- og fráveitumálum.
• Flokkun og minnkun úrgangs.
• Endurvinnsla.
• Jarðgerð úr úrgangi.
• Nýtingarmöguleikar sérstaks úr-
gangs, t.d. slátur- og kjötvinnsluúr-
gangs, plastefna, timburs o.fl. kann-
aðir.
• Söfnun og nýting brotamálma.
• Betri umgengni.
C. ÖNNUR GAGNSEMI
• Þróun aðferðafræði og leiða til
úrbóta.
• Framkvæmdaáætlun sem styðja
mun við framkvæmdaröð verkefna
sveitarfélaga.
• Fjölnot.
• Vegna skipulagsvinnu.
• Mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda.
• Aætlanagerð vegna vatns-
og/eða fráveituframkvæmda.
• Flokkun vatna- og strandsvæða.
• Markaðstæki vegna ferðaþjón-
ustu, hreinleika- og hollustuhátta í
framleiðslu, t.d. í landbúnaði og
matvælaframleiðslu.
• Grafískur gagnagrunnur til notk-
unar fyrir stofnanir, sveitarfélög, fé-
lög og fyrirtæki.
• Verkefnið get-
ur nýst öðrum
landshlutum og
stofnunum.
• Fræðslugildi
fyrir skóla - flutn-
ingur erinda og
kynning.
• Jákvæð kynn-
ing fyrir lands-
hlutann.
Viö sýnatöku i Hvolhreppi. Greinarhöfundur tók myndirnar
sem greininni fylgja.
Starfsmenn
Matthías Garð-
arsson fram-
kvæmdastjóri og
Birgir Þórðarson
unthverfisskipu-
lagsfræðingur
unnu að undirbún-
ingi og þróun að-
ferðafræði. Elsa
Ingjaldsdóttir heil-
brigðisfulltrúi hef-
ur unnið að upp-
lýsingaöflun og
rannsóknum
1994-1996. Sum-
arið 1995 unnu jafnframt við verk-
efnið Gestur Guðjónsson og Rainer
Kluczka en þeir eru báðir við fram-
haldsnám í umhverfisverkfræði,
Gestur í Danmörku og Rainer í
Þýskalandi. Einnig unnu þeir Guð-
mundur Tr. Olafsson og Dennis
Peterson að sérverkefni um Geysis-
svæðið, m.a. sérstaklega með tilliti
til ferðaþjónustu á svæðinu, var það
lokaverkefni þeirra í námi í um-
hverfisfræði við Tækniskólann í
Slagelse í Danmörku. Guðmundur
starfar við verkefnið 1996. Sigbjöm
Jónsson verkfræðingur, verkfræði-
stofunni Snertli á Hellu, hefur unnið
að drögum að úrvinnsluaðferðum
tölvuþátta í samstarfi við Heilbrigð-
iseftirlit Suðurlands. Birgir Þórðar-
son er verkefnisstjóri verkefnisins
„Hreint Suðurland“.
Undirverkefni sem unnið er að í
tengslum við Hreint Suðurland:
Hreinsunarátak á vori
Sameiginlegt átak heilbrigðiseft-
irlits og sveitarfélaganna í samstarfi
við fyrirtæki og frjáls félagasamtök.
Kynntar verða nýjungar í flokkunar-
og endurvinnslumálum. Ibúar eru
hvattir til að nýta garðaúrgang og
annan lífrænan úrgang til jarðgerðar
og uppgræðslu. Sérstök áhersla er
lögð á að úrgangi sé ekki brennt við
opinn eld og þar með að muna eftir
ósonlaginu. Oflug kynning á átak-
inu í héraðsblöðum og öðrum fjöl-
miðlum auk þess að dreifibréf er
sent öllum Sunnlendingum og til
fyrirtækja. Söfnun á pappír til end-
urvinnslu hófst í maí 1996 auk fleiri
úrbóta í sorphirðumálum.
Vistvœn ferðaþjónusta
Unnið hefur verið að markmiðs-
setningu, kynningu og gerð reglna
fyrir vistvæna ferðaþjónustu (sus-
tainable travel service) í samstarfi
við samtök ferðaþjónustuaðila á
Suðurlandi.
Ferðaþjónusta á fjöllum
Unnið er að úttekt og upplýsinga-
öflun umhverfis- og heilbrigðisþátta
1 07