Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Qupperneq 33
DÓMSMÁL Forkaupsréttur sveitarfélaga að jörðum utan skipulags Guðmundur Benediktsson hdl., bœjarlögmaður í Hafnarfirði Jaróalög I 1. grein jarðalaga nr. 65/1976 með síðari breytingum segir að til- gangur laganna sé að tryggja að nýt- ing lands utan skipulagðra þéttbýlis- svæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði og að eignarráð á landi og búseta á jörðum sé í samræmi við hagsmuni sveitar- félaga og þeirra sem landbúnað stunda. í greinargerð með frumvarp- inu, er það var lagt fram á Alþingi 1975, segir m.a. að lögunum sé ætl- að að veita byggðarlögunum meira vald um ráðstöfun lands, styrkja að- stöðu bænda, bændaefna og sveitar- félaga til jarðakaupa, skapa aðstöðu til að fylgjast með öllum ráðstöfun- um fasteigna og fasteignaréttinda utan skipulagðra þéttbýlissvæða og hafa áhrif á verðlag þeirra. Samkvæmt 3. gr jarðalaganna taka þau til jarða, jarðarhluta, afrétt- arlanda, öræfa og landspildna svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eða ekki. Undanskilin eru þéttbýlis- svæði sem skipulögð eru fyrir fasta búsetu manna sem ekki stunda land- búnað. í samræmi við greindan tilgang jarðalaganna er sveitarfélögunum veittur forkaupsréttur að jörðum, svo þeim gefist kostur á að hafa við sölu jarða í sveitarfélaginu áhrif á að þeim verði ráðstafað í samræmi við hagsmuni sveitarfélagsins og þeirra sem landbúnað stunda, sbr. 30. gr. laganna. Þá segir í 31. gr. þeirra að ef fasteignaréttindi eru seld við nauðungarsölu geti for- kaupsréttarhafi skv. 30. gr. gengið inn í hæsta boð. Hæstiréttur þrengir for- kaupsrétt sveitarfélaga Suðvestan við byggðina í Hafnar- firði, utan skipulags, en innan lög- sagnarumdæmisins eru jarðir sem bærinn hefur framtíðarhagsmuni af því að eignast vegna byggðarþróun- ar. Bærinn hefur því rætt við eig- endur þeirra um hugsanleg kaup bæjarins á jörðununt og fylgst er með því hvort eigendaskipti verði á þeim með forkaupsrétt í huga. Þegar hluti jarðarinnar Ottars- staða var seldur á uppboði krafðist bærinn því þess með vísan til 31. gr. jarðalaganna að ganga inn í hæsta boð. Þessi jarðarhluti er u.þ.b. 240 hektarar, en Ottarsstaðir eru samtals um 1.450 hektarar og eru rétt við ál- verið í Straumsvík. Jörðin var ekki á skipulögðu svæði og er eyðijörð án húsakosts til búskapar. Mál þetta fór fyrir Hæstarétt 1993. Meirihluti Hæstaréttar féllst ekki á að ákvæði jarðalaga um for- kaupsrétt sveitarfélaga tækju til þess landsvæðis sem hér um ræðir og hafnaði því forkaupsréttarkröfu Hafnarfjarðarbæjar. í dóminum seg- ir m.a. að af því sem fram sé komið í málinu megi sjá að landið muni nýtast betur til annarrar starfsemi en búskapar en það liggi vel við sam- göngum og hafnaraðstöðu. Vísar Hæstiréttur til þess að ljóst sé að til- gangur jarðalaga sé fyrst og fremst sá að tryggja nýtingu lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða í þágu þeirra er landbúnað vilja stunda og með hliðsjón af hagsmunum sveit- arfélaga af því að innan vébanda þeirra geti landbúnaður þróast með eðlilegum hætti. I málinu sé ekki á því byggt að mega neyta forkaups- réttar vegna slíkra hagsmuna bæjar- ins. Hæstiréttur afmarkar það því meira en 3. gr. jarðalaganna til hvaða fasteigna og réttinda lögin taka. Forkaupsréttur sveitarfélaga á jörðum er því ekki eins víðtækur og ráða mátti af greininni og haldið var áður en þessi hæstaréttardómur gekk. Samkvæmt þessu eru ekki að- eins undanskilin þéttbýlissvæði sem skipulögð eru fyrir fasta búsetu manna, sem ekki stunda landbúnað, eins og kveðið er á um í lagagrein- inni, heldur verður einnig að líta til þess hvort jörðin eða jarðarhlutinn nýtist til landbúnaðar. Sveitarfélög- in hafa sem kunnug er neytt for- kaupsréttar með stoð í jarðalögun- um að jörðum, jarðarhlutum og ein- stökum landspildum utan þéttbýlis- svæða án tillits til þess hvort þessar fasteignir haft verið nýttar til land- búnaðar á þeim tíma eða hvort sýna hefur mátt fram á að landið muni nýtast betur til annarrar starfsemi en búskapar. Hæstiréttur hefur samkvæmt of- ansögðu illu heilli fyrir sveitarfélög- in í landinu þrengt forkaupsréttar- ákvæði jarðalaganna. < 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.