Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Síða 32
ALMENNINGSBÓKASÖFN kaupa það sem beðið er um, innan ramma fjárveitinga. Eg tel það ekki okkar hlutverk að velja efni fyrir fólk. Því eru keyptar inn hér svo- kallaðar „sjoppubókmenntir’* að hluta. Mín reynsla er nú sú að inni- hald þeirra er oft ekki verri bók- menntir en innbundnar ..jólaútgáfu- bækur“ af sömu tegund. Ég hef einnig oft velt því fyrir mér hvers vegna fræðibókum, frumsömdum og þýddum, sem ekki standast kröf- ur um frágang, hjálparskrár og til- vísanir, sé ekki alveg eins hafnað og áðurnefndum bókmenntum. Reglur um innkaup eru í sífelldri endur- skoðun og tengjast nýjum markmið- um sem unnið er að fyrir safnið. Þess má líka geta að starf PR-hóps forstöðumanna almenningssafna tengist mótun nýrra markmiða. Þessar reglur eru eftirfarandi: - þeir sem ekki eiga aðgang að öðrum söfnum ganga fyrir með þjónustu - leggja áherslu á að sinna af- þreyingarlestri/horfun/hlustun og tómstundaiðju almennings ásamt endurmenntun og sjálfsnámi - kaupa allar íslenskar bækur á almennum markaði - kaupa ekki kennslubækur fyrir framhaldsskóla svæðisins nema til nota á lessal - beiðni um bókakaup frá lánþega ganga fyrir svo fremi að ekki sé um kennslubók að ræða - eftirspurn ræður fjölda eintaka af hverjum titli að ákveðnu marki - eiga frekar fleiri titla en mörg eintök af sömu bók - koma á samræmingu og sam- vinnu í innkaupum allra bókasafna sveitarfélagsins/umdæmisins (Ijós- rita og faxa t.d. greinar úr tímaritum og senda á milli í stað þess að mörg söfn kaupi sama tímaritið en svo eru önnur ekki til á svæðinu) - nota millisafnalánaþjónustu til hins ýtrasta. Þessar vinnureglur byggja óneit- anlega á kenningum Ranganathans frá 1931 um þjónustu bókasafna (Five laws of library service) sem enn eru í fullu gildi. Þær eru eftir- taldar: 1. Bækur eru til að nota þær 2. Bók fyrir sérhvern lesanda 3. Lesanda fyrir sérhverja bók 4. Spara tíma lesandans 5. Bókasöfn eru lifandi stofnanir Ný lög um almennings- bókasöfn Eins og sjá má af því sem þegar hefur komið fram hér að framan er löngu tímabært að endurskoða lög um almenningsbókasöfn og móta framtíðarstefnu bókasafna í upplýs- ingasamfélagi þar sem hraði og tækni ráða ríkjum. Síðast var gerð tilraun til þessa árið 1990. Þá var búið að vinna frumvarp til laga sem leggja átti fyrir Alþingi 1990-1991 en það var aldrei lagt fram. A sama tíma var lögð vinna í mótun stefnu í málefnum bókasafna af nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins. Tillögur nefndarinnar, Stefnumörk- un í bókasafna- og upplýsingamál- um til aldamóta, dagaði uppi í ráðu- neytinu. I byrjun þessa árs sendi mennta- málaráðuneytið frá sér I krafti upp- lýsinga: tillögur menntamálaráðu- neytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999. Þar er gert ráð fyrir því að almennings- bókasöfn gegni mikilvægu hlutverki í upplýsingasamfélagi og hafi eftir- farandi að markmiði: Almenningsbókasöfn tryggi al- menningi aðgang að tölvubúnaði og upplýsingum á tölvutœku formi, að Menningarnetinu og öðrum upplýsingum á Internetinu, auk margmiðlunarefnis. Nefnd um tengingu íslenskra bókasafna í stafrænt upplýsinganet starfaði einnig á vegum ráðuneytis- ins á síðasta ári og skilaði skýrslu til ráðherra í janúar 1996 þar sem gerð- ar voru tillögur um hlutverk al- menningsbókasafna í nútímaþjóðfé- lagi. I ritinu I krafti upplýsinga er tekið undir markmið nefndarinnar um hlutverk bókasafna. Þessi nefnd gerði einnig tillögur að nýjum lög- um um almenningsbókasöfn. Al- menningsbókaverðir eru mjög bjart- sýnir á að ný lög verði sett á árinu 1996. Lokaorö Eins og fram kom fyrr í þessari grein hafa útlán aukist um 75% á síðustu fjórum árum á Bókasafni Reykjanesbæjar og lánþegum fjölg- að um rúm 130%. Megnið af útlán- unum er bókmenntir til afþreyingar- lesturs. Stundum hefur maður óneit- anlega áhyggjur af einhliða bókavali lánþega, en margir lesa sig frá þess- um bókum og bókmenntasmekkur brcytist með árunum. A sama tíma og fólk um allan heim hefur áhyggjur af ólæsi kætast íslenskir almenningsbókaverðir yfir hækkandi útlánatölum. Þeir hljóta að leggja sig fram við að bjóða upp á það sem fólk vill lesa í þeirri von að heimur bókarinnar lifi áfram og komandi kynslóðir eigi einnig eftir að eiga góðar stundir með bók í hönd. HEIMILDIR: I krafti upplýsinga: tillögur menntamála- ráðuneytisins um menntun, menningu og upplýsingatækni 1996-1999. 1996. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Lancaster, F. W. 1993. If you want to evaluate your library ... 2nd ed. Champaign, IL: University of Illinois. Lágmarksframlög sveitarfélaga til almenn- ingsbókasafna skv. lögum nr. 50/1978. 1995. Reykjavík: Hagstofa Islands. Lög um almenningsbókasöfn nr. 50/1976. Reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978. Skýrsla og tillögur um tengingu íslenskra bókasafna í stafrænt upplýsinganet. 1996. Reykjavík: Menntamálaráðuneyt- ið. Stefnumörkun f bókasafna- og upplýsinga- málum til aldamóta. 1991. Reykjavik: Menntamálaráðuneytið. 94

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.