Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 47
HEILBRIGÐISMÁL
...Góö íþróttaaðstaða skiptir miklu máli til aö hvetja fólk til hollrar hreyfingar... Myndin er tekin á íþróttavellin-
um á Dalvík í júlí 1992 er þar fór fram fyrsta unglingalandsmót Ungmennafélags íslands. Unnar Stefánsson
tók myndina.
Markmið heilsueflingar
Hallur Magnússon, félagsmálastjóri Hornafjarðar
Á árinu 1994 hófst samstaif niilli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og fjögurra
bœjarfélaga um verkefni sem nefnt var Heilsuefling hefst hjá þér. Bœirnir sem taka þátt í
þessu samstarfi eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Húsavíkurkaupstaður, Hornafjarðarbær og
Hveragerðisbœr. Um verkefnið hafa áður verið skrifaðar t\>œr greinar í Sveitarstjórnarmál, á
bls. 209 í 4. tbl. 1994 og á bls. 56 í 1. tbl. 1995. Báðar voru þœr greinar eftir Sigrúnu Gunn-
arsdóttur, hjúkrunaifrœðing íráðuneytinu og framfo’œmdastjóra verkefnisins.
í verkefnislýsingu sem verkefnis-
stjórn heilsueflingar gaf út undir
heitinu Samrœming forvarnarstaifs
- heilsuefling í apríl 1994 er kafli
sem fjallar um markmið verkefnis-
ins.
Þar segir m.a.:
Samkvæmt skipunarbréfi verk-
efnistjórnar um heilsueflingu eru
markmið heilsueflingarverkefnisins
að efla heilsu með því að styrkja
einstaklinga, fjölskyldur og þjóðina
alla til að greina, viðurkenna og
standast alls kyns heilsuvá.
Heilsuefling miðar þannig að því
að gera fólki kleift að bæta eigin
heilsu.
Heilsueflingin er samtvinnuð
heilsuvernd og beinist einkum að
því að hafa áhrif á lífshætti einstakl-
inga, hópa eða samfélaga.
Grundvallaratriðið er að hvetja til
aðgerða sem leiða til heilbrigðra
lífshátta og vernda og efla heil-
brigði.
I verkefnislýsingunni er sérstak-
lega tiltekið að markmið verkefnis-
ins sé að:
Vekja almenning til ábyrgðar og
umhugsunar um heilbrigða lífshætti.
Bæta þekkingu almennings á
áhættuþáttum langvinnra sjúkdóma
og slysa.
1 09