Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 55
ÖRYGGISMÁL
IMeyðarlínan - fyrir
fólkið í landinu
Eiríkur Þorbjörnsson,
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf.
Frá varöstofu Neyöarlínunnar í húsnæöi Slökkvistöövarinnar i Reykja-
vík. Viö símaboröiö situr Brynjar Friðriksson aöstoöarvaröstjóri.
Forsagan
Um árabil hefur verið
unnið að því að koma á
sameiginlegu neyðar-
númeri fyrir landið allt.
Lokakafli undirbún-
ingsins hófst með skip-
an nefndar á vegum
dómsmálaráðherra í
apríl 1993 og í beinu
framhaldi af starfi
nefndarinnar var samið
lagafrumvarp um sam-
ræmda neyðarsímsvör-
un sem varð að lögum í
mars 1995. Lögin heim-
iluðu dómsmálaráð-
herra að semja við op-
inberar stofnanir, sveit-
arfélög og einkaaðila
urn fyrirkomulag, fjár-
mögnun og þátttöku í
rekstri neyðarvakt-
stöðvar. Samstarfsútboð
fór fram á vegum Ríkiskaupa í mars
á síðasta ári og var gengið til samn-
inga við Neyðarlínuna hf. sem
stofnuð var í kringum samstarfshóp
sem boðið hafði í verkefnið. Samn-
ingurinn við dómsmálaráðuneytið er
til átta ára og gerir ráð fyrir að eig-
endur leggi fram rekstrarfé, urn 300
milljónir króna á samningstímanum,
á móti álíka háu rekstrarframlagi
rfkis og sveitarfélaga. Hlutur sveit-
arfélaga er um 23 milljónir króna á
ári sem nemur um 88 krónum á
hvem íbúa á ári.
Eigendur Neyðarlínunnar hf. eru
sjö og eiga allir jafnan hlut í fyrir-
tækinu en þeir eru: Póstur og sími.
Slysavamafélag íslands, Reykjavík-
urborg fyrir Slökkviliðið í Reykja-
vík, Securitas hf., Sívaki hf., Vari
hf. og Öryggisþjónustan hf.
Ein þjóö - eitt númer
Astæða þess að ákveðið var að
samræma þau 150 neyðarnúmer
sem fyrir eru í landinu var m.a. að
Evrópulöndin ákváðu að samræmt
neyðamúmer skyldi vera 112 1 öll-
um löndum álfunnar. Þá má Ijóst
vera að með einu neyðarnúmeri er
fólki, sem lendir í neyð og þarf á
aðstoð viðbragðsliðs að halda, þ.e.
lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutn-
ingaliðs, björgunarsveita eða lækn-
is, gert auðveldara fyr-
ir. Þá skal einnig bent á
að ekki er sólarhrings-
vakt hjá öllum við-
bragðsliðum og verður
sá sem í neyðinni lendir
og þarf á aðstoð að
halda jafnvel að hlusta
á símsvara sem gefur
upp símanúmer hjá
þeim sem á bakvakt er
hverju sinni. A mörg-
um stöðum á landinu er
viðverutími eða opið
hjá lögreglu eða
slökkviliði aðeins í
nokkra tíma á dag. Með
því að hringja 1112
getur sá sem lendir í
neyð alltaf náð í ein-
hvem til að tala við og
fengið nauðsynlega að-
stoð við að ná í rétt
viðbragðslið til hjálpar.
Nýir starfsmenn - nýr
starfsvettvangur
Þegar hafa verið ráðnir starfs-
menn til Neyðarlínunnar hf. Starfs-
heiti þeirra verður neyðarsímaverðir
þar til annað betra íslenskt orð
finnst yfir starfssvið þeirra. Bak-
grunnur þeirra sem starfa hjá Neyð-
arlínunni hf. er m.a. innan heilbrigð-
isstéttarinnar, lögreglunnar, björg-
unarsveita og öryggisfyrirtækja.
Starfsmenn hafa verið í verklegri
þjálfun hjá Slökkviliðinu í Reykja-
vík og Lögreglunni í Reykjavík
ásamt námskeiðum og fyrirlestrum
um efni sem tengist störfum þeirra.
1 1 7