Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 63
FRÁ LAN DSHLUTASAMTOKUNUM
Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands,
fjallaði um breytingar á Atvinnuþró-
unarfélagi Austurlands og tengsl við
Atvinnuþróunarsjóð. Sex sveitarfé-
lög á Austurlandi eiga ekki aðild að
sjóðnum en Arngrímur taldi mikil-
vægt að öll sveitarfélög ættu það.
Sjóðurinn þyrfti að ráða við stærri
verkefni, styrki og lán. Hann kynnti
tillögu um þriggja ára verkefni
sjóðsins sem háð yrði myndarlegu
framlagi Byggðastofnunar.
Snorri Styrkársson, formaður At-
vinnuþróunarfélags Austurlands,
kynnti starfsemi félagsins og skipt-
ingu kostnaðar af henni. Hann kvað
félagið hvorki hafa mannafla né
fjármagn til að sinna stærri fyrir-
tækjum og sveitarfélögum. Hann
boðaði að starfsemi Ferðamálasam-
taka Austurlands færist að hluta til
Atvinnuþróunarfélagsins.
Margir tóku til máls unt þetta efni
eins og hin fyrri og ræddu m.a. at-
vinnuþróun, aukið fjármagn og betri
þjónustu og hugsanlegt hlutverk
Lífeyrissjóðs Austurlands.
Einar K. Guðfinnsson alþingis-
maður, sem situr í stjórn Byggða-
stofnunar, kvaddi sér hljóðs undir
þessum lið og ræddi störf stofnunar-
innar og atvinnuþróun.
Ályktanir fundarins
Aðalfundurinn gerði fjölmargar
ályktanir.
Málefni barna og ungmenna
Minnt var á stöðu barna og ung-
menna, að því er snertir félagslega
aðstoð og fullnægjandi sérfræði-
þjónustu og nauðsyn þess að hugað
verði að fyrirbyggjandi úrræðum og
ráðgjöf til foreldra. Fundurinn hvatti
sveitarstjórnir til að taka höndum
saman og stuðla að aukinni velferð
bama og ungmenna og beindi því til
stjómar SSA að móta sameiginlega
stefnu í þessum málaflokki á starfs-
svæði sínu til að íbúar í fjórðungn-
um nytu sömu félags- og sérfræði-
þjónustu og aðrir landsmenn.
Stuðningur við áhugaleiklist
Fundurinn lýsti sig fylgjandi því
að leiklistarlög kveði á um sameig-
inlegan stuðning ríkis og sveitarfé-
laga við áhugaleiklist í landinu.
Iðnsaga Austurlands
Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni
með merkan áfanga í ritun atvinnu-
og menningarsögu Austurlands.
Fundurinn beindi því til sveitarfé-
laga, fyrirtækja og einstaklinga að
taka verkinu með velvild og styrkja
Broddi B. Bjarnason, formaöur
SSA.
útgáfuna með bókakaupum eða með
því að greiða fyrir sölu ritsins eftir
því sem kostur væri.
Samskipti við héraðssambönd
Stjórn SSA var falið að eiga við-
ræður við stjórn Ungmenna- og í-
þróttasambands Austurlands og
Ungmennasambandsins Ulfljóts um
fjárhagsleg samskipti héraðssam-
bandanna og sveitarfélaga á svæð-
inu.
Kennsla í tónmennt fœrð ígrunn-
skólana
Fundurinn fól stjórn SSA að
beina því til stjórnar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga að kannaðir
yrðu kostir þess að kennsla í tón-
mennt yrði að fullu færð inn í
námskrá grunnskólanna og málið
síðan flutt fyrir yfirvöldum mennta-
mála ef hagkvæmt telst.
Sorpmálum komið í viðunandi
horf
Fundurinn hvatti sveitarstjórnir til
að koma hirðu og förgun sorps í
viðunandi horf.
Aukin framlög úr Húsfriðunar-
sjóði
Safnastofnun Austurlands var
hvött til að beita sér fyrir auknum
framlögum úr Húsfriðunarsjóði til
endurbyggingar gamalla húsa.
Ein skólaskrifstofa
Samþykkt var að mæla með því
við sveitarstjórnir að kannaður yrði
frekar sá kostur sem kynntur hafði
verið í tillögum stjórnar SSA um
starfsemi fræðsluskrifstofu eftir
flutning á grunnskólanum til sveit-
arfélaganna, að ein skólaskrifstofa
yrði fyrir allan fjórðunginn, þó
þannig að framlengd yrði starfsemi
Fræðsluskrifstofu Austurlands lítið
breytt um eitt ár.
Fundurinn fól stjórn SSA að skipa
þá þegar nefnd til að gera tillögur
um framtíðarskipan skólaskrifstofu
á Austurlandi sem og tillögur um
nánari útfærslu á sérfræðiþjónustu.
Nefndinni yrðu sett tímamörk og
álit hennar kynnt ítarlega í öllum
sveitarstjómum á svæðinu.
Atvinnumál
Samþykkt var að fela stjóm SSA í
samvinnu við Atvinnuþróunarfélag
Austurlands að leita allra leiða til
eflingar og nýsköpunar í austfirsku
atvinnulífi. Öðru fremur yrði hugað
að sjávarútvegi, landbúnaði og full-
vinnslu afurða þannig að spornað
yrði gegn vaxandi atvinnuleysi.
Aukin fullvinnsla mundi stuðla að
því að verja lífskjör og búsetu á
landsbyggðinni.
Lýst var yfir stuðningi við fram-
komnar hugmyndir um eflingu á
starfsemi Atvinnuþróunarfélags
Austurlands, m.a. vegna ferðaþjón-
ustu. Jafnframt samþykkti fundur-
inn að leggja til við aðildarsveitarfé-
lög Atvinnuþróunarsjóðs Austur-
lands að þau heimiluðu stjórn sjóðs-
ins að útfæra aðild hans að fjárhags-
I 25