Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 51

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Side 51
FORNLEIFAR 1. mynd. Gamli bærinn aö Svínavatni í A-Húnavatnssýslu. Af þessari gerö voru mörg híbýli okkar foröum. Bærinn var rifinn stuttu eftir 1971, en myndin er tekin skömmu áöur. Viö höfum ekki staöið okkur nægjanlega vel í varðveislu á húsum af þessu tagi. í húsum þessum varö íslensk þjóö til. (Skyggnusafn Pjms. nr. 2994. Ljósmyndari Pór Magnússon.) breyta án þess þó að gera lítið úr því, það er þrátt fyrir allt hugarfar sem er byggt á reynslu. Þá reynslu er hins vegar mikilvægt að varðveita fyrir framtíðina og kom- andi kynslóðir, enda var hún svo mikilvægur hluti af sögu þessarar þjóðar að ef hún glatast fáum við beinlínis ranga hugmynd um fortíðina. Einnig er mikilvægt að sannfæra fólk um að þessi reynsla þeirra og sá veruleiki sem það bjó við er mikilvægur menningararfur en ekki eitthvað persónulegt sem engum gagnast að muna eða þekkja. Ekki held ég að hugmyndin um fátækt liggi ein að baki hugmyndum gömlu konunnar. Nútíminn með öllum sínum tækninýjungum og breyttu hugarfari almennt gerir það sem gamalt er úrelt og skapar nýjar þarfir sem eru bein afleiðing af nýja tímanum. I því ljós- 2. mynd. Selatangar á Snæfellsnesi. Þessi hús voru trúlega not- uö til aö þurrka fisk. Myndin er tekin áriö 1971. (Skyggnusafn Þjms. nr. 2958. Ljósmyndari Jóhann Pórsson.) 3. mynd. Frá uppgreftri á Kúabót árin 1972-1975. Þótt umhverfið sé fallegt er ekki víst aö eins heppilegt hafi veriö aö búa á staönum þegar sjórinn geröist ágengur. Aöeins brot af öllum þeim fornleifum sem viö eigum munu veröa rannsakaöar í fram- tíöinni og uppgötvun á fornleifum er ekki ávísun á fornleifarann- sókn eins og stundum er haldiö. (Skyggnusafn Þjms. nr. 3203. Ljósmyndari Gísli Gestsson.) inu virðist hið gamla oft lítils virði og fólki gjarnt á að tengja það vanefnum. Við verðum að bera virðingu fyrir fortíð okkar, ekki síst fyrir þá sök að við erum það sem við erum einmitt vegna hennar. Fornleifar og menningin Fornleifar eru efnislegar minningar genginna kyn- slóða. Sjálfar kynslóðimar hverfa ein af annarri og hugs- anir þeirra að mestu leyti með þeim. Fomleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fomleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafn- vel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna? íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leif- ar þessarar sögu eru fomleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vemda. Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskj- unnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreining- in á því að vera Vestfirðingur er t.d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjaman úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur svo sem það að vera Vestfirðing- ur, Austfirðingur, Eyjamaður, Skagfirðingur, úr Flóanum eða einfaldlega það að vera íslendingur. Á bak við allar fornleifar liggur ákveðin hugmynda- 1 1 3

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.