Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1996, Blaðsíða 62
FRA LANDSHLUTASAMTOKUNUM Aðalfundur SSA 1995 29. aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Austurlandi (SSA) var haldinn í húsakynnum Menntaskól- ans á Egilsstöðum 24. og 25. ágúst 1995. Fráfarandi fornraður SSA, Albert Eymundsson, varaforseti bæjar- stjórnar Hornafjarðarbæjar, setti fundinn og kynnti aðalefni hans sem var yfirfærsla grunnskólans frá rík- inu til sveitarfélaga. Einnig flutti hann skýrslu stjórnar SSA 1994-1995 en Björn Hafþór Guð- mundsson, framkvæmdastjóri SSA, kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 1996. Fundarstjórar voru Einar Rafn Haraldsson, bæjarfulltrúi í Egils- staðabæ, Margrét S. Sigbjömsdóttir, oddviti Vallahrepps, og Þuríður Backman, bæjarfulltrúi í Egilsstaða- bæ. Fundarritarar voru Jóhanna Hall- grímsdóttir, hreppsnefndarfulllrúi í Reyðarfjarðarhreppi, Lárus H. Sig- urðsson, hreppsnefndarmaður í Breiðdalshreppi, Jóhanna Guð- mundsdóttir, varahreppsnefndar- maður í Breiðdalshreppi, og Auð- bergur Jónsson, varaforseti bæjar- stjómar Eskifjarðarkaupstaðar. Ávörp og kveójur Á fundinum fluttu ávörp Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra, sem að því loknu svaraði fyrirspurnum, og Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem m.a. ræddi flutning grunnskól- ans til sveitarfélaganna og rekstur fræðsluskrifstofa. Guðjón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesjum, flutti fundinum kveðjur SSS og Bergur Torfason, stjórnarmaður í Fjórðungssambandi Vestfirðinga, flutti kveðjur þess. Kveðja barst í símskeyti frá stjóm Eyþings. Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaup- staðar, þakkaði SSA afmælisgjöf í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðar- ins fyrr á árinu. Ásgeir Ásgeirsson, ritstjóri Iðn- sögu Islendinga, sagði frá seinna bindi Iðnsögu Austurlands, ,,Frá skipasmíði til skógerðar". Söguritari er Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Neskaupstaðar. Einnig fjall- aði Sigurður Líndal prófessor um Iðnsögu Austurlands og greindi frá starfsemi Hins íslenska bókmennta- félags. Hvatti hann sveitarfélögin til að kaupa ritið og styrkja þannig út- gáfuna sem ekki nýtur ríkisstyrkja. Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna Meginmál fundarins var, eins og áður segir, llutningur grunnskólans til sveitarfélaganna. Um það efni fluttu framsöguræður Hrólfur Kjart- ansson, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, sem m.a. ræddi aðal- námskrá fyrir grunnskóla og það eftirlit með framkvæmd grunnskóla- laganna, sem gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneytið annist, Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem kynnti tillögur um framkvæmd jöfnunaraðgerða í tengslum við flutning grunnskólans, og Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands, ræddi málefni fræðsluskrifstofu og hlut- verk skólanefnda og sveitarstjórna eftir 1. ágúst 1996. Soffía Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Austurlandi, fjallaði um markmið laga um málefni fatlaðra og mikilvægi þess að þjónusta við fatlaða minnki ekki með tilfærslu á kostunaraðila heldur verði betri. Lýsti hún því ráðandi sjónarmiði, sem fram hefði komið hjá mörgum sveitarstjórnum í nýlegri könnun, að fatlaðir eigi að fá þjónustu í heima- byggð. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands, ræddi m.a. kjarasamninga, lífeyrissjóðsmál og ráðningarmál kennara. Jarógerö úr lífrænum úr- gangi Annað umræðuefni aðalfundarins var jarðgerð úr lífrænum úrgangi. Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi, fjallaði um það efni. Hann taldi að Austfirðingar ættu að fara á undan með góðu fordæmi við flokkun sorps. Lýsti hann sig reiðu- búinn til að leggja til land undir jarðgerð og vinnu að frátöldum stofnkostnaði. Björn Guðbrandur Jónsson um- hverfisráðgjafi ræddi almennt um vistvæna meðhöndlun sorps og hvatti til endurnýtingar úrgangs um 50% þar sem áætluð efnasamsetn- ing sorps er 74% af líffræðilegum uppruna og þar með hægt að brjóta það niður. Atvinnuþróunarstarf og sveitarfélögin - atvinnu- ráögjöf til framtíöar Þriðja umræðuefni fundarins var atvinnuþróunarstarf og sveitarfélög- in - atvinnuráðgjöf til framtíðar. Framsögumenn voru tveir. Arngrímur Blöndahl, bæjarstjóri Eskifjarðarkaupstaðar og formaður 1 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.