Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Breyttar áherslur í byggðamálum í lok apríl sl. efndu landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga og Byggðastofnun til ráðstefnu á Akureyri um þróun byggðar á íslandi - þjóðarsátt um framtíðarsýn. Á ráðstefnunni var fjallað um þróun byggðar á íslandi með áherslu á framtíðarsýn og lögð áhersla á að skilgreina aðalmarkmiðin í byggða- málum þjóðarinnar og skynsamlegar leiðir að þeim markmiðum. Fjallað var um ýmsar grundvallarstað- reyndir varðandi land og byggð og takmarkanir og möguleika sem þær skapa okkur. Jafnframt var fjallað um breytta atvinnuhætti og nýjar áherslur og reynt að átta sig á því á hvem hátt framtíðarsýn í byggðamálum geti falið í sér sættir en ekki sundurlyndi. Greinilega kom fram á ráðstefnunni að ekki eru allir sammála um það hvaða markmiðum byggðastefna eigi að þjóna og auk þess voru skoðanir skiptar um það hvernig byggðin í landinu þróaðist á næstu árum og ára- tugum. Segja má að um tvö meginsjónarmið sé að ræða; annars vegar að efla tiltekna byggðarkjama í einstaka landshlutum með öflugri hætti en önnur byggðarlög og hins vegar að stuðla jafnt að uppbyggingu allra byggðar- laga. Stefnumörkun sem þarf að taka tillit til þessara sjónamtiða er vandasöm. Líklegast er þó að heimamenn sjálfir muni hafa úrslitaáhrif á það hvemig málin þróast í framtíðinni með aukinni þátttöku sinni í undirbúningi og ákvörðunum í byggðamálum. Þróun byggðar í landinu er sameiginlegt viðfangsefni allrar þjóðarinnar. Hún getur aldrei orðið úrlausnarefni einungis hluta þjóðarinnar því atvinnu- og efnahags- ástand í einum landshluta hefur með einum eða öðrum hætti áhrif á allt gangverk þjóðlífsins. Efling byggðar í landinu og raunhæf byggðarþróun grundvallast á góðu og traustu samgöngukerfi, aukinni fjölbreytni atvinnu- tækifæra, sameiningu sveitarfélaga og flutningi fleiri verkefna til þeirra. Samtímis því að færa fleiri verkefni, meiri völd, ábyrgð og fjármagn út í hémðin er mikilvægt að skapa fjölbreytt mannlíf í byggðum landsins þar sem jafnvægi ríkir milli hefðbundinnar atvinnustarfsemi, menningar, menntunar og tómstunda. Vissulega em það fleiri mál- efni sem geta verið áhrifavaldar um eflingu byggðar og búsetu. Það skiptir t.d. vemlegu máli á hvem hátt ríki og sveitarfélög rækja skyldur sínar við íbúana m.a. á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Góð og ömgg heilbrigðis- og félagsþjónusta er því mikilvægur hlekkur í þeirri byggðakeðju sem tengir saman land og fólk og hefur áhrif á ákvarðanir þess um búsetu. Nýlegar illa rökstudd- ar tillögur heilbrigðisyfírvalda um niðurskurð heilbrigð- isþjónustunnar víða á landsbyggðinni vinna hins vegar gegn þessu markmiði. Fleira hefur áhrif á byggðarþróun og ljóst er að til- færsla aflaheimilda úr sveitarfélögum þar sem atvinnulíf- ið hefur nær eingöngu byggst á sjávarútvegi veldur vax- andi fólksflutningum milli byggðarlaga. I athyglisverðri BS-ritgerð í hagfræði um tilfærslu aflaheimilda milli sveitarfélaga eftir Magnús Pálma Örnólfsson kemur fram að afar misjafnt sé hvernig sveitarfélögum hefur tekist að halda sínum kvóta. I níu sveitarfélögum hafa meira en 60% af upphaflegum kvóta verið seld á sama tíma sem mörg önnur hafa tvöfaldað aflahlutdeild sína. Kvótakerfið sem býður upp á verulega tilfærslu afla- heimilda milli sveitarfélaga hefur bæði í för með sér kosti og galla. Kostimir eru aukin hagræðing og betra og markvissara skipulag veiðanna en gallamir þeir að þegar kvóti er seldur frá sveitarfélagi þar sem atvinnulífið grundvallast á sjávarútvegi eykst atvinnuleysi, verð á húsnæði lækkar og tekjur sveitarfélagsins minnka. Þessi sérstaki vandi hefur ekki verið ræddur nægjanlega á vett- vangi sveitarstjómarmanna né leiðir til að mæta honum og er full þörf á að á því verði breyting. Fyrrgreindar staðreyndir um byggðarþróun í landinu og orsakir hennar hvetja til þess að ákvarðanir í byggða- málum verði undirbúnar og mótaðar með öðrum hætti en gert hefur verið fram til þessa. Fmmkvæði, forysta og ábyrgð í þeim efnum þarf að færast meira heim í hérað. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga og aukin sameining sveitarfélaga hafa gert heimamenn hæfari til að leggja gmnn að stefnumörkun í byggðamálum og að taka sjálfir ábyrgð á mótun framtíðarfyrirkomulags og rekstri tiltekinna málaflokka í sinni heimabyggð. í framhaldi af byggðaráðstefnunni á Akureyri er mikil- vægt að umræðunni verði áfram haldið á vettvangi sam- taka sveitarstjómarmanna. Rúm tvö ár em til aldamóta og við slík tímamót er vel við hæfi að sveitarfélögin líti yfir farinn veg og meti hvað vel hafi tekist, hverju þurfi að breyta, hvar ný tækifæri liggja og í framhaldi af því að setja sér markmið um búsetu og byggðarþróun í land- inu á nýrri öld. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.