Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 13
RÁÐSTEFNUR skipulagi sveitarfélaga, sorphirðu- mál, Staðardagskrá 21 í íslenskum sveitarfélögum og loks ferðaþjón- ustu og umhverfismál. Hver hópur skilaði niðurstöðum en síðan sam- ræmdu hópstjórar þær þannig að úr varð svohljóðandi ályktun, sem samþykkt var á ráðstefnunni: ÁLYKTUN RÁÐSTEFNU UM UMHVERFIS- MÁL í SVEITARFÉLÖGUM Á EGILSSTÖÐUM 9.-10. JÚNÍ 1997 Ráðstefna um umhverfismál í sveitarfélögum, haldin á Egilsstöð- um 9. - 10. júní 1997, hvetur Sam- band íslenskra sveitarfélaga til að hefja skipulega vinnu að áætlunum um sjálfbæra þróun sveitarfélaga, Staðardagskrá 21, og setja sér tíma- sett markmið í þein i vinnu. Mikil- vægt er að tryggt verði bæði fjár- magn og mannafli til að standa að henni. Jafnframt eru sveitarfélög sem ekki hafa þegar byrjað slíka vinnu Gerö „skúlptúra" úr einnota umbúöum var hluti af umhverfisverkefni átta ára barna úr Egilsstaðaskóla. Listaverkin voru sýnd á ráöstefnunni. Þetta verk heitir Ruslaþjónustan. Myndirnar úr há- tiöarsal menntaskólans tók Marinó M. Marinósson, vikublaöinu Austra. Sigurður Blöndal, fyrrv. skógraektarstjóri ríkisins, í leit aö Lagar- fljótsorminum í gönguferö á ráöstefnunni. Ljósm. Birgir Þóröar- son. hvött til að hefja nú þegar undir- búning að mótun Staðardagskrár 21. Einnig eru þau hvött til að standa fyrir kynningu meðal almennings og í uppeldis- og fræðslustofnun- um á Staðardag- skrá 21 og GAP (Global Action Plan). Mikilvægt er að kynna meðal sveitarstjóma hvernig staðið hefur verið að verki í þeim sveitarfélögum sem þegar eru komin af stað með mótun Staðardagskrár 21. Vakin verði sérstök athygli á fordæmi þeirra. Til að hvetja sveitarfélög til að hefja vinnu að Staðardagskrá 21 er lagt til að stjórnvöld veiti tíma- bundna styrki til stöðumats. Þörf er fyrir aðgengilegt kynning- arefni um Dagskrá 21, Staðardag- skrá 21 og GAP og er Samband ís- lenskra sveitarfélaga í samvinnu við umhverfisráðuneytið hvatt til að láta útbúa og staðfæra leiðbeiningar um gerð umhverfisáætlana og að stað- færa GAP handbók hið fyrsta. Lögð var áhersla á að öll umgjörð ráðstefnunnar væri í sjálfbærum anda. Þannig var stór hluti af þeim mat sem boðið var upp á unninn úr hráefni fengnu á Héraði, ráðstefnu- gestir kynntust m.a. handverki af eigin raun og tóku þátt í ratleik þar sem leitað var að „lausninni í um- hverfísmálum". Egilsstaðabær bauð til grillveislu í Selskógi, útivistar- svæði bæjarbúa, og þar tóku menn þátt í fjöldasöng með þorrablóts- sniði að hætti Egilsstaðabúa og stigu færeyskan hringdans. Einu rútuferðimar sem þurfti vegna ráð- stefnunnar voru til og frá flugvelli, en flest annað fóru menn á tveimur jafnfljótum meðan á ráðstefnunni stóð. Er óhætt að fullyrða að þessi umgjörð hafi átt sinn þátt í því að skapa mjög jákvæðan og skemmti- legan anda á ráðstefnunni. Vitundin um sameiginlegt markmið, þar sem rfkisstjóm, sveitarfélög, atvinnulíf, og einstaklingar þurfa að vinna saman í átt til sjálfbærrar þróunar, var allsráðandi. Þetta urðu tveir góðir dagar, málefnalegir, hvetjandi og skemmtilegir og vonandi hafa sem flestir farið heim með gott veganesti. Að lokum fylgir hér áletrunin með „lausninni í umhverfismálum", sem sigurvegararnir í ratleiknum fundu í safnkassa og er nú varðveitt í umhverfisráðuneytinu: „Þegar upp er staðið þarf ákvörð- unin um að bjarga umhverfinu að koma frá mannshjartanu". Dalai Lama. 1 viðræðum sem fram hafa farið í framhaldi ráðstefnunnar milli full- trúa sambandsins og umhverfísráðu- neytisins hefur verið ákveðið að láta þýða og staðfæra norrænar leiðbein- ingar um Staðardagskrá 21 sem ætl- aðar eru sveitarfélögum. Jafnframt er hugmyndin að gefa nokkrum sveitarfélögum kost á að taka þátt í tilraunaverkefni í gerð umhverfisáætlunar sem hæfist á næsta ári. 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.