Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 20
RAÐSTEFNUR Þróun byggðar á íslandi - þjóðarsátt um framtíðarsýn Frá ráðstefnu um byggðamál á Akureyri 22. og 23. apríl Hjalti Jóhannesson, jramkvœmdastjóri Eyþings Nú eru aðeins tæplega tvö og hálft ár til aldamóta og hafa þessi tímamót orðið til þess að vekja menn til umhugsunar um framtíðina og hvort okkur hefur famast nægi- lega vel. Eitt þeirra mála sem hafa verið ofarlega í þjóðmálaumræð- unni á þessari öld, ekki síst seinni hluta hennar, eru svokölluð byggða- mál. Dagana 22. og 23. apríl síðastlið- inn var haldin á Akureyri ráðstefna sem bar heitið „Þróun byggðar á Is- landi - þjóðarsátt um framtíðarsýn“. Að ráðstefnuhaldinu stóðu lands- hlutasamtök sveitarfélaga, Byggða- stofnun og Samband íslenskra sveit- arfélaga. Þeir sem sátu í undirbún- ingshópi fyrir ráðstefnuna voru Halldór Halldórsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfirð- inga, Hjalti Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Eyþings, Jónas Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri Stykkishólmsbæjar, Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þró- unarsviðs Byggðastofnunar, og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Trausti Valsson skipulagsfræðingur vann með undirbúningshópnum að skipulagi ráðstefnunnar. Markmiðið með ráðstefnunni var að reyna að fá fram framtíðarsýn um þróun byggð- ar í landinu og hvert menn vilja stefna í þeim efnum eða telji að ntuni stefna. Þá eru jafnframt á þessu ári liðin 10 ár frá ráðstefnu um byggðamál sem haldin var á Selfossi undir heitinu „Hefur byggðastefnan brugðist?" Alls var haldinn 21 fyrirlestur á ráðstefnunni. Fyrirlestrunum var skipt í fimm meginkafla sem verður nánar greint frá hér á eftir: • Framtíðarmöguleikar í nýtingu mannauðs og náttúruauðlinda. • Breytingar í byggð. • Breytt alþjóðaumhverfi - nýir möguleikar. • Urslitaatriði í samkeppnisstöðu Islands um fólkið. • Þjóðarsátt um framtíðarsýn. Gestafyrirlesari fyrri daginn var dr. Kenneth MacTaggart, hjá High- lands and Islands Enterprise sem er atvinnuþróunarfélag í Norður- Skotlandi. Ráðstefnustjórar voru Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsa- vík og þáverandi formaður Eyþings, og Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Ráðstefnuna ávörpuðu Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Vilhjálmur Þ. Vi 1 - hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem jafnframt setti hana. Miða uppbyggingarstarf hins opinbera á lands- byggöinni viö þau svæöi sem eiga sér forsendur til að vaxa í máli Davíðs Oddssonar kom m.a. fram að skilgreining á hugtak- inu „byggðastefna" væri á reiki en hann nefndi þó að ýmsir teldu að góð byggðastefna fælist m.a. í að skapa efnahagslífinu traustan grunn að standa á og að vanda vel til hag- stjómar. I máli hans kom fram að veikleiki landsbyggðarinnar virtist liggja í einhæfni atvinnulífsins og að þess yrði tæplega að vænta að þjónusta ríkisins á landsbyggðinni yrði aukin heldur þvert á móti væri þrýstingur á að auka hagkvæmni þjónustunnar sem um leið þýddi fækkun starfa og stofnana. Hann sagðist telja að það ríkti betri sátt um hvemig byggð hefði þróast en ætla mætti og að sú sátt byggðist m.a á þeim skilningi fólks að það væru takmörk fyrir því hve miklu ríki og sveitarfélög fá ráðið um bú- setuval fólks. Hann lagði áherslu á mikilvægi könnunar á búferlaflutn- ingum fólks sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands (HÍ) er að vinna að fyrir Byggðastofnun. Þá gerði hann að umræðuefni stefnu- mótandi byggðaáætlun og sagði m.a.: „Við eigum ekki aðra betri kosti en fara að þeirri forskrift sem þá var dregin upp, þ.e. að miða upp- byggingarstarf hins opinbera á landsbyggðinni við þau svæði sem eiga sér forsendur til að vaxa og 2 1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.