Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 21

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Side 21
RAÐSTEFNUR Davíö Oddsson forsætisráöherra: Góö byggöastefna felst í því aö skapa atvinnulífinu traustan grunn. Porsteinn Hilmarsson sýnir á íslandskorti framtíöarinnar hvar raf- orkuframleiöslan veröur, hvernig raflínur liggja og hvar orkufrek- um iðnaöi veröur valinn staöur. svara auknum kröfum fólks um fjöl- breyttari atvinnutækifæri og nútíma- lega og fjölbreytta þjónustu." Efling byggdar í landinu er ekki einkamál dreifbýl■ isins I setningarávarpi sínu sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson m.a. að efl- ing byggðar í landinu væri ekki einkamál dreifbýlisins, það væri miklu fremur sameiginlegt viðfangs- efni allrar þjóðarinnar. Hann ræddi um mikilvægan þátt sveitarfélaganna í að skapa fjölbreytt mannlíf í byggð- um landsins sem aftur eflir byggðina og um mikilvægi þess að endur- skipuleggja sveitarstjómarstigið og að stækka og efla sveitarfélögin. Þá sagði hann mikilvægt að byggja upp menntun og þekkingu. Hann sagði að auka þyrfti framleiðni og styrkja samkeppnisstöðu þjóðarinnar og til að ná frekari árangri á þeim vett- vangi verði m.a. að fara fram endur- skoðun á opinberum rekstri. Framtíöarmöguleikar í nýtingu mannauðs og náttúruauðlinda Undir þessum kafla ráðstefnunnar héldu erindi Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þor- steinn Hilmarsson, upplýsingafull- trúi Landsvirkjunar, og Drífa Hjart- ardóttir, hreppsnefndarmaður í Rangárvallahreppi. Erindi Þórðar Friðjónssonar fjall- aði m.a. um þá meginstrauma sem líklegir eru til að móta þróun efna- hagslífsins á komandi árum. Því er haldið fram að þrír meginstraumar muni leika um efnahagslífið og móti það öðrum fremur - þá megi rekja til upplýsingatækninnar, alþjóða- samskipta og markaðsbúskapar. Þorsteinn Hilmarsson ræddi um uppbyggingu í raforkukerfinu og áhrif hennar á atvinnulíf og um- hverfí. Hann lagði áherslu á að um- hverfisverndarsinnar og þeir sem vilja byggja upp raforkukerfið nái Þéttsetinn ráöstefnusalur á Hótel KEA. 2 1 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.