Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 22

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 22
RAÐSTEFNUR Drifa Hjartardóttir: Feröaþjónusta, handverk og smáiönaöur ásamt loödýrarækt, skógrækt og landgræöslu geta oröiö til styrktar strjálbýlinu. sáttum um nýtingu þeirrar auðlindar sem vatnsorkan er. Drífa Hjartardóttir rakti í ræðu sinni þróun íslensks landbúnaðar og þær miklu breytingar sent hafa átt sér stað þar. Hún sagði að samdrátt- ur og lækkun tekna í landbúnaði hefðu ýtt undir brottflutning úr sveitum til höfuðborgarsvæðisins og að eftir stæðu verðlausar og ónotað- ar eignir. Hún ræddi um að ýmislegt hefði verið gert til mótvægis, s.s. uppbygging ferðaþjónustu, hand- verks og smáiðnaðar. Einnig væru bændur að byggja upp stoðgreinar, s.s. loðdýrarækt, skógrækt og land- græðslu. Hvað varðar aðra þætti til styrkingar dreifbýlinu taldi hún að sameining sveitarfélaga væri mjög mikilvæg, bættar samgöngur, aukin menntun og fjölbreyttara menning- arlíf. Breytingar í byggó Hér var bæði skyggnst um öxl og litið til framtíðar hvað varðar breyt- ingar á byggðamynstri. Undir þess- um lið töluðu Sigurður Guðmunds- son, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, Stefán Olafsson, prófessor við Háskóla íslands, Ing- unn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, og Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Sigurður Guð- mundsson rakti þró- un byggðar á und- anförnum árum og áratugum og setti fram skýringar á þeirri þróun. Hann rakti þær miklu breytingar sem orð- ið hefðu í atvinnu- lífinu, t.d. tækni- væðingu, breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, upplýs- ingabyltingu og aukna þjónustu. Hann taldi að stjórnvöld geti haft takmörkuð áhrif á að snúa við íbúaþróuninni og að frekari fækkun ætti eftir að verða, t.d. á þéttbýlisstöðum með takmark- að uppland og að ýmis dreifbýlli svæði muni leggjast í eyði, a.m.k. yfir vetrartímann. Stefán Ólafsson gerði grein fyrir tveimur könnunum sem Félagsvís- indastofnun Há- skóla íslands hefði unnið fyrir Byggða- stofnun. Ekki hefði enn verið unnið fyllilega úr könnun- ununt. Þetta væru því bráðabirgðanið- urstöður. I annarri könnuninni var fólk sem flutt hafði rnilli byggðarlaga á sl. fimm árum spurt um ástæður búferla- flutninganna (1000 manna úrtak). í hinni könnuninni var 1800 manna úr- tak úr öllum kjör- dæmum spurt um viðhorf sín til ým- issa þátta í byggðar- lagi sínu, þ.e. til bú- setuskilyrða í víð- um skilningi. Ingunn St. Svavarsdóttir fjallaði um þátt heimamanna í að hafa áhrif á búsetu fólks. Hún taldi að íbúar innan einstakra landshluta (kjör- dæma) ættu að vinna sameiginlega að byggðamálum. Hún lagði áherslu á að flokka ætti byggðina með tilliti til þjónustustigs þannig að vænting- ar fólks til þjónustu á hinum ýmsu stöðum yrðu í samræmi við þá skil- greiningu sem fyrir lægi. Hún talaði fyrir því að skilgreina bæri hlutverk og starfsemi byggðarlaganna og að styrkja landshlutakjarnana. Efling sveitarstjórnarstigsins væri mikil- væg svo og sameining sveitarfélaga en stærð sameinaðra sveitarfélaga færi eftir aðstæðum á hverjum stað - íbúarnir yrðu að geta litið á sig sem eina heild. Hún sagðist velta því fyrir sér, þrátt fyrir þetta, hvort ekki væri rétt að hækka lögbundna lágmarksíbúatölu sveitarfélags úr 50 í t.d. 400. Hún lagði sérstaka áherslu á samgöngubætur. Egill Jónsson rakti m.a. í erindi sínu þau áföll sem orðið hefðu í at- vinnulífinu á undanförnum árum og hvemig Byggðastofnun hefði komið þar að. Hann sýndi Islandskort þar Stefán Ólafsson sýnir á suluritum hversu ánægöir íbúar ein- stakra byggöarlaga eru meö veöurfariö sem einkennir þaö. Önnur súlurit sýndu ánægju eöa óánægju íbúanna meö hinna ýmsu þætti aöra sem móta afstööu þeirra til búsetu. 2 1 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.