Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 25
RAÐSTEFNUR sitt besta fólk. Hann lagði áherslu á að virkja þekkinguna og efla mennt- un. Fjarskiptabyltinguna og upplýs- ingatæknina taldi hann að nota mætti til að bjóða menntun og störf menntamanna utan þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Hann ræddi um mikilvægi styrkja til að renna stoðum undir vísindarann- sóknir og þróun og taldi að Islend- ingar ættu að sækja eins og mögu- legt er í styrki sem í boði eru hjá Evrópusambandinu. Til þess að halda í vel menntað fólk á lands- byggðinni og á íslandi almennt taldi hann upp ýrnis atriði sem lagfæra þyrfti bæði í starfsumhverfi hérlend- is og almennum aðstæðum fólks og fyrirtækja. Þjóóarsátt um framtíöar- sýn Hér var komið að síðasta hluta ráðstefnunnar og eins konar niður- stöðukafla hennar. Hér töluðu Þor- kell Sigurlaugsson, forstöðumaður þróunarsviðs Eimskipafélags Is- lands, Magnús Pétursson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneyti, Guðrún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Gísli Sverrir Amason, forseti bæjarstjómar Homafjarðar, og Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjómar Reykjanesbæjar. Þorkell Sigurlaugsson ræddi um mikilvægi þess fyrir íslensk fyrir- tæki og samfélag að mynda ákveðna framtíðarsýn um hvert stefna skuli. Hann fjallaði um mikilvægi mark- miðssetningar fyrirtækja og hins op- inbera t.d. í efnahagsmálum og taldi að samkeppnisstaða þjóðarinnar í heild hefði verið að batna. Stærð fyrirtækja á íslandi mætti vera meiri að hans mati og það sama gilti um sveitarfélög. Eins mætti samstarf fyrirtækjanna vera meira þannig að smá og stór geti haft hag af. Bættar samgöngur væru ein besta og virkasta byggðastefnan og allir landshlutar, nánast öll sveitarfélög eða hreppar, ættu sína möguleika ef samgöngur eru í þokkalegu lagi. Hann taldi að besta leiðin til að sætta fólk við að búa fjarri höfuð- Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstööum, oddviti Svalbarös- hrepps, spyr úr sal: Mættum viö fá meira aö heyra, t.d. um þau svæöi sem ekki veröur búiö á? Myndirnar frá ráöstefn- unni tók Unnar Stefánsson. borgarsvæðinu væri að styrkja ákveðna þéttbýliskjarna þar sem yfirstíga má fé- lagslega einangrun, skort á þjónustu og | aðra þætti sem leiða til þess að fólk flyt- ur á mölina eins og það er kallað. Þor- kell sagði í lok ræðu sinnar að við | ættum ekki að bíða eftir því að framtíð- in komi, við ættum að búa hana til. Magnús Péturs- son sagði m.a. að almennum niður- skurði hefði um of verið beitt í ríkis- J rekstri þegar dregið er úr opinberum framkvæmdum án þess að stjórnvöld hafi tekið til þess markvissa afstöðu í hvaða þjónusta skuli njóta forgangs. | Hann sagði ýmsa þjónustu vera í | góðum höndum sveitarfélaganna og taldi óhjákvæmilegt að sveitarfélög verði enn frekar sameinuð og efld til þess að taka við frekari verkefnum frá ríkinu. Magnús lagði áherslu á að ekki mætti líta á opinbera þjón- ustu til lausnar á atvinnuvanda, heldur sem eðlilegan þátt í héraði þar sem íbúafjöldi er nægur og hag- kvæmni rekstrar réttlætir hana. Þá ræddi hann mikilvægi samgangna sem hafa áhrif á hvernig opinber þjónusta þróast og spáði því að per- sónuleg fyrirgreiðsla við íbúana muni stórminnka og jafnvel verða óþörf á ákveðnum sviðum. Guðrún Agústsdóttir rakti megin- drætti í búferlaflutningum til og frá höfuðborgarsvæðinu á þessari öld. Hún sagði Reykjavík aldrei hafa sóst eftir að stækka eins og hún hef- ur gert og að Reykjavík væri ekki vandamálið, heldur höfuðborgar- svæðið sem væri eitt stærsta höfuð- borgarsvæði í heimi. Að hennar dómi væri orsakanna fyrir vexti svæðisins og fækkun á landsbyggð- inni að leita í efnahagsgerðinni. All- ir, þ.m.t. stjómvöld, hafi tekið þátt í þessari þróun og flýtt henni frekar en hitt á undanförnum áratugum þannig að vafasamt sé að hægt hafi verið að flýta henni meira en gert hefur verið á undanförnum árum. Hún sagði þó algjöra samstöðu ríkja um að landið megi ekki sporðreisast en sumar tilraunir til að spoma við því væm sýndarmennskan ein. Hún nefndi að ýmsar aðgerðir til að jafna lífskjör eftir búsetu væm eina raun- hæfa leiðin til að spoma við þessari þróun. Hún lagði til að menn reyndu að ná sáttum og að ríkisstjórnin, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg taki höndum sam- an um að vinna sáttargjörð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Gísli Sverrir Arnason sagði að áhrifamesta leiðin til að treysta byggð á íslandi sé að efla sveitar- stjórnarstigið í landinu. Mikilvægt væri að sameina sveitarfélög og færa til þeirra fleiri verkefni. Það væm ótal dæmi um að á höfuðborg- arsvæðinu væri þjónusta sem mætti dreifa mun meira um landið. Hann sagði byggðastefnu felast í mörgu 2 1 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.