Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 32

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 32
FÉLAGSMÁL 2. tafla. Viðtakendur fjárhagsaðstoðar sveitarfélaganna eftir fjölskyldugerð og sveitarfélögum með 400 íbúa eða fleiri; fjöldi heimila sem naut aöstoðar á árinu 1994 og 1995: 1994: Einst. karlar Einst. konur Hjón/sambúö Alls m. börn án barna m. börn án barna m. börn án barna Landið allt 5.397 105 1.932 1.423 946 696 264 (100% 1,9% 35,8% 26,4% 17,5% 12,9% 4,9%) Höfuðbsv. 4.235 77 1.657 1.035 804 455 207 Suðurnes 315 11 69 101 47 74 13 Vesturland 124 - 28 46 15 25 9 Vestfirðir 46 1 5 4 2 4 - Norðurland v. 40 - 15 10 4 10 1 Norðurland e. 351 7 81 140 43 56 24 Austurland 87 3 18 31 7 25 3 Suöurland 199 6 59 56 24 47 7 1995: Landið allt 6.016 88 2.309 1627 1.028 646 279 (100% 1,5% 38,4% 27,0% 17,1% 10,7% 4,6%) Höfuðbsv. 4.807 66 1.986 1.215 889 425 226 Suðurnes 319 5 91 93 43 68 19 Vesturland 159 1 38 43 14 26 7 Vestfiröir 25 1 5 4 3 3 - Noröurland v. 61 - 14 18 10 18 1 Norðurland e. 369 10 88 164 39 56 12 Austurland 75 - 19 31 8 15 2 Suðurland 201 5 68 59 22 35 12 'Sveitarsjóðareikningar 1994 og 1995. Aukningin milli áranna 1994 og 1995 er alls 619 heimili og er hún mest meðal einhleypra karla, alls 377 manns, sem er tæplega 20% aukning. Á tveimur svæðum fækkar þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð, þ.e. á Vestfjörðum um 45% og óverulega á Suðurnesjum. Athygli vekur aukning um 52% á Norður- landi vestra úr 40 í 61 heimili og fjölgaði heimilum með böm mest. Félagsleg heimaþjónusta Árið 1952 voru sett lög um heim- ilishjálp í viðlögum og voru þau í gildi allt fram til ársins 1991. Á þessum tíma var sveitarfélögunum ekki skylt að starfrækja heimilis- hjálp heldur var þeim eingöngu heimilt að ákveða að setja slíka þjónustu á stofn. Hlutverk hennar var að veita hjálp á heimilum þegar sannað var með vottorði læknis eða ljósmóður eða á annan hátt að hjálp- arinnar væri þörf um stundarsakir. Segja má að með þessuin lögum hafi verið lagður grunnur að félags- legri heimaþjónustu þó að ýmsar breytingar hafi orðið á henni síðan, einkum þó að hún varð lögbundin. Með gildistöku laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga féllu úr gildi lög um heimilishjálp í viðlögum frá ár- inu 1952. Reyndar var öldruðum tryggð heimilishjálp í lögum frá ár- inu 1971 og hafa aldraðir verið stærsti hópur þeirra sem njóta fé- lagslegrar heimaþjónustu um langt árabil. Ríkissjóður greiddi sveitarfé- lögunum lengi vel 1/3 hluta kostn- aðar vegna heimilishjálpar. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við aðstoð til handa þeim sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og per- sónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, bamsburðar eða fötlunar. Hér er rétt að vekja athygli á því að undir þennan málaflokk heyra allir sem þurfa á félagslegri heimaþjón- ustu að halda, þar með taldir fatlaðir og sjúkir. Sveitarfélögum ber að setja sér reglur um félagslega heimaþjónustu og hafa 70 þeirra sett slíkar reglur. Félagsmálaráðuneytið hefur útbúið leiðbeiningar til sveit- arfélaga sem þau geta haft til hlið- sjónar við samningu reglna um fé- lagslega heimaþjónustu. Félagsleg heimaþjónusta er veitt um allt land og virðast langflestir sem á þurfa að halda njóta hennar. Miklar fjarlægðir standa ekki í vegi fyrir því að heimaþjónustan sé veitt í hinum dreifðu byggðum landsins, en hjá einstaka sveitarfélagi háir skortur á starfsfólki þjónustunni. Á 3. töflu sést fjöldi heimila sem hafa notið félagslegrar heimaþjón- ustu. Heimilunum hefur fjölgað um 3. tafla. Félagsleg heimaþjónusta sveitarfélaga eftir tegund heimila 1987-1994 Alls Heimili aldraöra Fatlaöir á heimili Önnur heimili 1987 3.071 2.516 555 1989 3.676 3.044 383 249 1991 4.438 3.642 471 325 1993 5.353 4.271 537 545 1994 5.687 4.397 678 612 1995 5.971 4.565 1.406* (Sveitarsjóðareikningar, 1992, 1993, 1994 og 1995, Hagstofa íslands) * Á árinu 1995 eru heimili fatlaöra ekki tilgreind sérstaklega. 222

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.