Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 35
FÉLAGSMÁL Trúnaðarskylda: Einn fyrsti úr- skurður nefndarinnar snerist um trúnaðarskyldu félagsmálanefndar. Umsækjandi um fjárhagsaðstoð kvartaði undan því að félagsmála- nefnd hefði sent bókanir sínar til hreppsnefndar, þar með taldar per- sónulegar upplýsingar um kæranda. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var á þá leið að félagsmálanefndinni bæri að varðveita málsgögn er varða persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti og hafi nefndin því í umræddu máli ekki gætt ákvæða 62. gr. þegar hún sendi fundargerðir sínar til hreppsnefndar. Þannig var það álit úrskurðamefnd- arinnar að upplýsingar um einka- hagi manna, sem eru í varðveislu fé- lagsmálanefndar, skuli ekki fara fyr- ir hreppsnefnd. Hér er rétt að minna á að þegar félagsmálanefnd tekur t.d. ákvörðun um fjárhagsaðstoð gerir hún það í samræmi við reglur um fjárhagsaðstoð sem sveitarstjóm hefur samþykkt. Félagsmálanefndin fer með framkvæmd félagsþjónust- unnar og ber henni að meta þörf á fjárhagsaðstoð og afgreiða hana í samræmi við þessar reglur. Félags- málanefndimar þurfa því að halda sérstaka trúnaðarbók sem geymir upplýsingar um einkahagi manna. Fjárhagsaðstoð til sambúðar- fólks: Maður sem var í sambúð kærði synjun fjárhagsaðstoðar. Manninum var synjað um aðstoð með þeim rökum að tekjur sambýl- iskonu hans væm ofan við viðmið- unarmörk reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða úr- skurðamefndarinnar var á þá leið að sambúðarfólk væri ekki framfærslu- skylt gagnvart hvort öðru og því bæri að meðhöndla umsókn manns- ins um fjárhagsaðstoð án tillits til tekna sambúðaraðila. Þessi niður- staða leiddi hins vegar til þess að gerð var breyting á 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem kveðið var á um að karl og kona í sambúð eigi sama rétt til fjárhagsað- stoðar og hjón, enda hafi sambúðin varað í a.m.k. eitt ár. Greiðsla fjárhagsaðstoðar aftur í tímann: Urskurðarnefndin hefur fengið nokkur erindi er varða rétt til greiðslu fjárhagsaðstoðar aftur í tímann. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélagi beri að greiða umsækjanda fjárhags- aðstoð aftur í tímann, þ.e.a.s. frá þeim tíma að réttur til aðstoðar varð til, sbr. lög um félagsþjónustu og reglur sveitarfélagsins um fjárhags- aðstoð. Sveitarfélög geta ekki, sbr. úrskurð nefndarinnar, sett sér reglur um það hversu langt aftur í tímann beri að greiða fjárhagsaðstoð. Er því nauðsynlegt að löggjafinn setji tímamörk um greiðslu fjárhagsað- stoðar aftur í tímann. Fjárhagsaðstoð vegna meðlags- greiðslna: Forsjárlausum föður var synjað um fjárhagsaðstoð með þeim rökum að tekjur hans væru ofan við viðmiðunarmörk reglna sveitarfé- lagsins um fjárhagsaðstoð. I reglum sveitarfélagsins var ekki sérstök heimild til að greiða aukna aðstoð vegna framfærsluskyldu forsjár- lausra foreldra. Kærandinn hafði, þar til hann sótti um fjárhagsaðstoð, staðið í skilum með meðlagsgreiðsl- ur vegna bama sinna, en ekki hafði verið tekið tillit til þess kostnaðar við útreikning á fjárþörf. Niðurstaða úrskurðamefndarinnar var á þá leið að félagsmálanefndinni bæri að taka tillit til þess kostnaðar sem með- lagsgreiðsluskylt foreldri hefur við greiðslu meðlags á sama hátt og tek- ið er tillit til þess kostnaðar sem af því leiðir að hafa bam á framfæri. Heildarútgjöld sveitarfélaganna til félagsþjónustu Þegar borin eru saman gjöld sveitarfélaganna til hinna ýmsu málaflokka innan félagsþjónustunn- ar kemur í ljós að höfuðborgarsvæð- ið leggur hlutfallslega mest til fé- lagshjálpar, en langminnst leggja sveitarfélög með færri en 400 íbúa. Á hitt ber einnig að líta að útgjöld minnstu sveitarfélaganna hafa hækkað hlutfallslega mest í krónum á íbúa á undanfömum árum. Lokaorð Hér hefur verið leitast við að gefa lesandanum ítarlegt yfirlit um fram- kvæmd félagsþjónustu sveitarfé- laga. I upphafi var lítillega greint frá framfærslumálum fyrri alda. Var það m.a. gert í þeim tilgangi að minna á að þessi málaflokkur hefur alla tíð verið í verkahring sveitarfé- laganna og að framfærslumálin vom ein helsta ástæða hreppamyndunar á sínum tíma. Þróun félagsþjónustu sveitarfé- laga hefur, þrátt fyrir forna hefð, verið hröð á undanförnum árum, ekki síst þegar haft er í huga að fyrstu lög um félagsþjónustu sveit- arfélaga vom sett fyrir rúmum fimm árum. Stærstu sveitarfélögin hafa um langt skeið veitt skipulagða fé- lagsþjónustu og hófust þau handa án þess að um lagaskyldu væri að ræða, en þau minni hafa ekki verið í stakk búin til að takast á við mörg þeirra verkefna sem þeim ber að sinna lögum samkvæmt. Nú hafa 5. tafla. Rekstrargjöld alls í krónum á íbúa 1992-1995 Höfuö- Önnur sveitarfélög meö f milljónum króna Allt landiö borgarsvæöi 400 íbúa 399 íbúa 1992 6.694 9.197 3.735 1.181 1993 8.585 12.155 4.107 1.469 1994 9.808 13.660 4.781 2.041 1995 11.491 16.061 5.323 2.360 Sveitarsjóöareikningar 1992-1995 225

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.