Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 40
FRÆÐSLUMAL hefur það verið túlkað sem kostur fyrir möguleika til að skipuleggja nám við hæfi nemenda með sér- kennsluþarfir. Baldur Gíslason tók undir þessa tilgátu í mastersritgerð sinni. Hins vegar sýndi samanburð- ur hans á fjölda nemenda sem hættu í framhaldsskóla (drop out) við stærð og námsframboð skólanna fram á annað. Þegar allir framhalds- skólar landsins voru bornir saman kom fram að fleiri nemendur hættu námi í fámennum skólum en í fjöl- mennum skólum. I athugun Baldurs komu fram eftirtalin einkenni þeirra framhaldsskóla þar sem fáir nem- endur hættu (Baldur Gíslason 1996: 45-48, 79): □ Frekar stórir skólar □ Fjölbrautaskólar □ Afangakerfi □ Skólar með bæði bókleg og verkleg námstilboð □ Skólar með próflausa áfanga, hægferðar- og hraðferðaráfanga □ Skólar með námsráðgjöf og sér- stakan námsstuðning Athygli skal vakin á því að könn- un Baldurs takmarkaðist við ytri skipulagsþætti skólanna, en vinnu- brögð kennara voru ekki til athug- unar. 1 Austurlandskönnuninni var spurt sérstaklega um skipulag, frarn- kvæmd og mat á sérkennslu og um samband milli sérkennslu og al- mennrar kennslu í skólunum (John- sen 1996 b:26-30). Þegar niðurstöð- ur þessara spurninga voru bornar saman við niðurstöður sams konar spurninga í grunnskólum mátti draga þá ályktun að reynsla og hug- myndir sem varða skipulag, fram- kvæmd og mat á sérkennslu væru til muna fjölbreyttari í grunnskólunum (Johnsen 1996 a, bls. 26-32). Rétt er að benda á að framhaldsskólamir í könnuninni voru einungis fjórir talsins meðan grunnskólar úrtaksins voru tólf. En það má einnig spyrja hvort eftirtalin atriði hafi áhrif á þennan mun: □ Skortur á menntuðum sérkennur- um □ Skortur á menntuðum námsráð- gjöfum □ Engin fastmótuð tengsl við ráð- gjafarþjónustu □ Stutt var síðan byrjað var að veita sérkennslu á framhaldsskóla- stigi Niðurstöður þessara þriggja kann- ana vekja grunsemdir um að kennsluhættir í bekkjum og áföng- um hafi lítið breyst í átt að því að taka mið af fjölbreytni hinna ein- stöku nemenda hvað varðar þekk- ingu, færni og námsmöguleika. Meiri áhersla virðist lögð á ytra skipulag eins og að sníða náms- áfanga að mismunandi námsþörf- um. Eg tel þekkingu, fæmi og næmi kennara til að sveigja kennslu að ólíkum námsþörfum hvers nemanda í bekk eða áfanga skipta höfuðmáli fyrir möguleika nemenda til vel- gengni í námi. Gildir þetta sérstak- lega um þá nemendur sem hafa sér- kennsluþarfir. Þetta hlýtur einnig að vera sérstaklega þýðingarmikið í fá- mennum framhaldsskólum þar sem möguleikar til að bjóða upp á fjöl- breytt námstilboð eru af skornum skammti miðað við fjölmennari skóla. Þörf fyrír ráðgjafar- þjónustu I kaflanum um niðurstöður kom fram að viðmælendur virtust á sama máli um að brýnasta þróunarverk- efnið væri að koma á fót ráðgjafar- þjónustu fyrir framhaldsskólastigið. I þessum kafla mun ég greina nánar frá þessum niðurstöðum. Spurt var hvort skólinn nýtti sér möguleika á að fá sérkennslufræði- lega ráðgjöf frá sérfræðingum utan skólans. „Lítið“ var svarað í tveim- ur skólum, „já“ í einum og „nei“ í þeim fjórða. 1 einum skóla var tekið fram að leitað hefði verið ráðgjafar hjá sálfræðingi. Af öðrum svörum könnunarinnar má sjá að leitað hafði verið til sérkennara við Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra úr tveimur framhaldsskólum. Spurt var hvað væri til ráða ef ráðgjöf og samvinna væri ekki talin nægjanleg. Bent var á eftirtalin at- riði: □ Að auka möguleika á sér- kennslufræðilegri ráðgjöf □ Að breyta viðhorfum □ Að þróa sameiginlega ráðgjafar- þjónustu fyrir öll skólastig □ Að fá upplýsingar um hvar hægt sé að leita til ráðgjafarþjónustu □ Að fá upplýsingar um hvaða að- ila væri æskilegt að fara í samstarf við □ Það þyrftu að vera sérfræðingar á svæðinu sem hægt væri að leita til Einnig var spurt um við hvers konar námsörðugleika talin væri þörf fyrir ráðgjöf. í því sambandi var bent á lestrar- og skriftarörðug- leika í öllum skólum. Einnig var óskað eftir ráðgjöf vegna tilfinn- inga- og félagsörðugleika í tveimur skólum. Athygli vekur að ekki var bent á þörf fyrir ráðgjöf vegna sér- tækrar fötlunar eins og sjónskerð- ingar, heyrnarskerðingar eða þroskaheftingar. Niðurstöðurnar úr spurningum um ráðgjöf gáfu til kynna að fram- haldsskólar á Austurlandi notfærðu sér í litlum mæli utanaðkomandi ráðgjöf. Sum svör við spumingu um hvað sé til ráða til að bæta úr þessu má túlka eins og viðhorfið ein- kenndist af ákveðnu hjálparleysi. Það vitnar ekki um frumkvæði gagnvart málaflokknum þegar skólameistarar óska eftir að fá upp- lýsingar um hvar sé hægt að leita ráðgjafar eða hvaða aðilar væru æskilegir í samstarfi. Það sýnir um leið mikið óöryggi gagnvart því hvar aðstoð sé að finna við sér- kennslumál framhaldsskólanna. Þetta ástand virðist ekki einskorð- ast við þennan landsfjórðung. Oör- yggi, víða skortur á frumkvæði og lítil aðsókn í utanaðkomandi ráðgjöf einkenndi einnig niðurstöður lands- könnunar um sérkennslu í fram- haldsskólum árið 1990 (Sigríður Valgeirsdóttir 1992 b: 98, 116). Þegar niðurstöðumar úr Austur- landskönnuninni voru bomar saman 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.