Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 41

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 41
FRÆÐSLUMAL við skýrslu grunnskólakönnunarinn- ar kom í ljós að skólastjórar og starfslið grunnskólanna þekktu til fleiri sérfræðistétta og stofnana sem hægt væri að leita til og að þeir ósk- uðu eftir aukinni þjónustu frá þess- um stofnunum. Eins kom skýrt fram ósk þeirra um að efla ráðgjafarþjón- ustu í eigin landsfjórðungi (Johnsen 1996 a, bls. 32-36). Segja má að at- hugasemdir og óskir um úrbætur væru markvissari, fjölbreyttari og einkenndust af meiri þekkingu á hvar sérfræðihæfni væri að finna en hjá starfsbræðrum þeirra á fram- haldsskólastigi. Þetta vekur spurn- ingar um hvað valdi þessum mun. Fram kom í svörum skólameistara og starfsliðs þeirra að eitthvað hefur verið leitað ráðgjafar hjá sérkennur- um og ráðgjafarþjónustu grunnskól- ans og að óskað var eftir auknu samstarfi á þessu sviði. Einnig kom fram þörf fyrir ráðgjöf um sér- kennslu í framhaldsskólum. I því sambandi var meðal annars bent á að starfsbræður úr skólum þar sem meiri reynsla hefði áunnist væru æskilegir ráðgjafaraðilar. Að mati viðmælenda er brýnasta þróunarverkefnið á sviði sérkennslu að kornið verði á fót ráðgjafarþjón- ustu fyrir framhaldsskólastigið. Þessi skoðun virðist vera sam- hljóma niðurstöðum grunnskóla- könnunarinnar þar sem megin- áhersla var lögð á að styrkja þá ráð- gjafarþjónustu sem var fyrir hendi. Einnig komu fram ábendingar um aukið fjármagn til sérkennslu, aukið yfirlit yfir sérkennsluþarfir, þörf á fræðslu um sérkennslu ásamt ýms- um hugmyndum að námsskipulagi. Lokaord Niðurstöður könnunarinnar um málefni sérkennslu í framhaldsskól- um á Austurlandi og samanburður við aðrar kannanir benda til að þró- un sérkennslumála í framhaldsskól- um er litlu lengra komin en á byrj- unarreit. Þó má finna aukinn áhuga á þessum málaflokki bæði af niður- stöðum þessarar könnunar og einnig á þróunarstarfi víða um land. Það má vera ljóst að mikið fjármagn vantar til þessa málaflokks til að hægt verði að bjóða öllum ungling- um með sérkennsluþarfir raunveru- lega kennslu við hæfi. Ríkið ber fjárhagslega ábyrgð á framhalds- skólum. Undanfarin ár virðist aðal- markmið ríkisins hafa verið að ná niður útgjöldum. Er það þýðingar- mikið verkefni þar sem það gagnast engum þegn að þjóð hans verði gjaldþrota. En með þá fjármuni sem rétt þykir að nota fer alltaf fram for- gangsröðun. Spurningin er hvort embættis- og stjórnmálamenn sjái ástæðu til að bæta þennan veika hlekk í þjónustu við fatlaða og aðra sem þurfa á sérkennslu að halda. í þessu sambandi skiptir máli að sveitarstjómarmenn láti sig málefn- ið varða. Fyrir tíu árum kom út doktorsrit- gerð í Svíþjóð þar sem fjallað var um innihald náms á unglingastigi grunnskólans og í framhaldsskóla. Bent var á að lögum samkvæmt ættu nú allir jafnan rétt á skóla- göngu. Samt sem áður virtist þróun- in vera sú að böm verkamanna færu í stutt nám og byrjuðu síðan í verka- mannastörfum meðan böm mennta- manna yrðu menntamenn. Spurt var hvort innihald skólans væri fremur sniðið að bömum menntamanna en börnum verkamanna (Englund 1986). Gerður G. Óskarsdóttir fjall- ar um „hinn gleymda helming" í doktorsritgerð sinni. Þar á hún við að tæpur helmingur hvers árgangs virðist hætta í framhaldsskóla án prófskírteina eða ekki byrja á slíku námi (Gerður G. Óskarsdóttir 1995). Spumingin í okkar samhengi er hversu margir unglingar með fötlun eða aðrar sérkennsluþarfir leynast meðal hins gleymda helm- ings. Gretar G. Marinósson bendir á að innihald framhaldsskólans svipi að mörgu leyti til hins gamla skóla embættismanna (Gretar G. Marinós- son 1993). Þetta vekur upp spurn- inguna um hvort ekki sé einnig þörf á stærra átaki í framhaldsskólamál- um en fjölgun sérkennslustunda og stofnun ráðgjafarþjónustu. Er ástæða til að endurskoða innihald og skipulag framhaldsskólakerfisins með það að markmiði að skapa sveigjanleg námsskilyrði við hæfi allra unglinga þjóðarinnar? Heimildir Fyrir neðan fylgir til glöggvunar skrá yfir heimildir sem notaðar voru í skýrslunni um sérkennslumál fram- haldsskóla á Austurlandi (Johnsen 1996 b) ásamt viðbótarheimildum vegna greinarinnar. Ahugasamir geta fengið skýrsluna hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Egilsstöðum á ljós- ritunarverði. Einnig má hafa samband við greinarhöfund á vinnustað. Heim- ilisfangið er Institutt for spesialpeda- gogikk. Universitetet i Oslo. Boks 1140, Blindern, 0317 Oslo, Norge. Email: berit.johnsen@isp.uio.no . Anna Soffía Oskarsdóttir. 1996. Hva er livskvalitet for mennesker med alvor- lige kommunikasjons- og utviklings- forstyrrelser? Oslo, Institutt for spesi- alpedagogikk, Universitetet i Oslo. Baldur Gíslason. 1996. An investigation of the strategies used in Icelandic secondary schools to support students that have not been doing well in their previous schooling. Mastersritgerð, Bristol, University of Bristol. Befring, Edvard og Nilsen, Sven. 1990. Programevaluering og kvalitetsstyrk- ing - med særlig vekt pá spesialund- ervisning. I Granheim, Marit o.fl. (rit- stj.) Utdanningskvalitet - styrbar eller ustyrlig? Tano. Birkemo, Asbjöm. 1993. Opplæring av funksjonshemmet ungdom - visjoner og virkelighet. Grein í Johnsen, Berit H. (ritstj.) „Vidaregáende skole/- gymnasieskole för alle“. Þroska- hjálp/NFPU. Bls. 35-44. Bollingmo, Gunvor. 1993. Overgang skole-arbeid. Grein í Johnsen, Berit H. (ritstj.) „Vidaregáende skole/- gymnasieskole för alle“. Þroska- hjálp/NFPU. Bls. 45-54. Bollingmo, Gunvor. 1995. Integrering i arbeidslivet. Grein í Holm, Per (ritstj.) Livskvalitet og nye livsformer for udviklingshæmmede - den udviklingshæmmede í lokalsam- fundet. Nord. Edelstein, Wolfgang. 1987. Stór skóli - lítill skóli. Um vistfræði skóla og skil- yrði til samvirkra námshátta. Grein í Berit Johnsen, Gerður Oskarsdóttir og 23 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.