Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 44
MÁLEFNI FATLAÐRA greint heimildarákvæði kr. 34.490.790 sem skiptast hlutfalls- lega þannig að félagasamtök og sjálfseignarstofnanir fatlaðra hafa fengið 86,42% og sveitarfélög 13,58%. Ibúðirnar eru eign fram- kvæmdaraðila, þ.e.a.s. félagasam- taka, sjálfseignarstofnana eða sveit- arfélaga, sem leigja þær síðan fötl- uðum, en þetta kerfi gerir ekki ráð fyrir að fatlaðir eignist hlut í íbúð- unum. Þess skal getið nú að nokkrar breytingar urðu á lögum um málefni fatlaðra sem voru staðfest sem lög frá Alþingi hinn 31. desember 1996, þar á meðal að styrkur úr fram- kvæmdasjóði megi ná til alls fram- lags þegar sveitarfélög eiga í hlut. Með þessari breytingu hefur sveitarfélögum verið gert jafn hátt undir höfði og félagasamtökum fatl- aðra í þessum efnum. Verndaöar íbúðir Samkvæmt fyrrnefndri reglugerð um búsetu fatlaðra er skilgreining á vernduðum íbúðum eftirfarandi: „Með vemduðum íbúðum er átt við íbúðir sem byggðar em saman í húsi og skipulögð sérstök þjónusta fyrir húsið í heild sinni. Þar getur verið um að ræða húsvörslu, mötuneyti, sameiginlegt eldhús, sameiginlegt tómstundarými o.fl. Verndaðar íbúðir geta verið á vegum sveitarfélaga, félagasamtaka eða sjálfseignarstofnana. Ibúðirnar geta jöfnum höndum verið félagslegar íbúðir sem og íbúðir á almennum markaði í eigu ofangreindra aðila. Vemdaðar íbúðir eru leigðar hin- um fötluðu. Eigandi ber ábyrgð á kostnaði við rekstur sameignar, en er heimilt að taka sérstakt gjald af leigutaka fyrir þá þjónustu sem þar er veitt. Fatlaðir sem búa í íbúðum eiga rétt á heimaþjónustu skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og fer framkvæmd þjónustunnar eftir regl- um hlutaðeigandi sveitarfélags. Þeir geta einnig átt rétt á almennri lið- veislu frá sveitarfélaginu. Með lögum um málefni fatlaðra frá 1992 hafa fatlaðir átt rétt á frek- ari liðveislu sem felur í sér marg- háttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofn- un. Svæðisskrifstofur hafa með hönd- um skipulagningu og ábyrgð á frek- ari liðveislu við fatlaða sem búa sjálfstætt í íbúðum, en kostnaður greiðist af ríkinu. Á yfirstandandi ári eru á fjárlögum um 100 milljónir króna til þess að standa straum af kostnaði vegna frekari liðveislu, en gert er ráð fyrir að um 320 fatlaðir njóti góðs þar af. Varðandi heimahjúkrun við fatl- aða vísast til laga urn heilbrigðis- þjónustu. Sambýli Eins og komið hefur fram hér að framan hafa áherslur í búsetumálum fatlaðra tekið miklum breytingum á undanfömum árum og markvisst er stefnt að auknu sjálfstæði þeirra með búsetu í íbúðum. Þetta fyrir- komulag nýtist þó fyrst og fremst þeim sem hafa meiri fæmi og þurfa ekki stöðuga nærveru starfsmanna. Þróunin hefur því orðið sú að fjöldamargir íbúar sem áður bjuggu á sambýlum hafa flutt í íbúðir eftir að hafa fengið þjálfun og leiðsögn og þannig skapast rými fyrir aðra íbúa sem eru mjög mikið fatlaðir bæði andlega og líkamlega og þarfnast mikillar aðstoðar starfs- manna. Sambýli eru heimili fatlaðra 16 ára og eldri og er fjöldi íbúa á hverju sambýli að jafnaði 5-6 manns, en frá þessari reglu em und- antekningar og dæmi er um að ein- ungis fjórir íbúar séu á sama sam- býli. Fjöldi starfsmanna sem eru ráðnir að sambýli fer eftir þjónustu- þörfum íbúanna og er því nokkuð breytilegur frá einu til annars. íbú- um skal veitt leiðsögn eftir þörfum og skal leitast við að efla sjálfstæði þeirra og fæmi eins og kostur er. Launakostnaður starfsmanna greið- ist úr ríkissjóði og ennfremur er greitt fæðisfé starfsmanna sem renn- ur í heimilissjóð sambýlisins. Annar rekstrarkostnaður greiðist af íbúum sambýlis þannig að íbú- arnir leggja að hámarki 75% af samanlögðum örorkulífeyri og tekjutryggingu eða jafngildi þess í sérstakan heimilissjóð sem skal standa undir sameiginlegum út- gjöldum íbúanna. Þá er m.a. átt við fæðiskostnað, rafmagns- og hita- kostnað, opinber gjöld, afnotagjöld af síma, sjónvarpi og útvarpi svo og eðlilegt viðhald húsbúnaðar o.fl. Framkvæmdastjóri svæðisskrif- stofu, eða starfsmaður í umboði hans, ber ábyrgð á vörslu einkafjár- muna íbúanna og sameiginlegra sjóða þeirra. Stofnkostnaður sambýla á vegum ríkisins er greiddur með framlögum úr Framkvæmdasjóði fatlaðra. Á landinu eru nú 72 sambýli með um 375 íbúa. Gert er ráð fyrir 3^1 nýjum sambýlum á þessu ári, þar af einu vegna útskrifta af Kópavogs- hæli. Meðalrekstrarkostnaður hvers sambýlis er um 12-13 milljónir króna á ári. Vistheimili Með vistheimili er átt við sólar- hringsstofnanir fyrir fatlaða á öllum aldri þar sem hinir fötluðu eiga heimili og fá nauðsynlega þjónustu. Rekstrarkostnaður greiðist allur úr ríkissjóði, en heimilismenn fá vasapeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sólarhrings- stofnunum hefur fækkað í seinni tíð og má í því sambandi geta þess að vistheimilið Sólborg á Akureyri var lagt niður á síðasta ári og fluttu vist- menn í sambýli eða íbúðir eftir því sem þótti henta þörfum þeirra. Öðr- um vistheimilum, t.d. Vonarlandi á Egilsstöðum og Bræðratungu á ísa- firði, hefur verið breytt í sambýli. Áfangastaöir Við endurskoðun laga um málefni fatlaðra frá 1992 kom inn nýtt ákvæði sem gerir ráð fyrir sérstök- um áfangastöðum sem búsetuúrræði fyrir fatlaða. Með áfangastað er átt 234

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.