Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 46
ÖRYGGISMÁL
Staðlar sem auka öryggi
Guðlaug Richter kynningarfulltrúi, Staðlaráði Islands
Aðstaða og búnaður til íþróttaiðk-
ana og leikja er stór liður á verk-
efnaskrá sveitarfélaga landsins. Að
mörgu þarf að hyggja þegar aðstöð-
unni er komið á fót og á það ekki
síst við um öryggismálin en einnig
er nauðsynlegt að huga vel að
rekstri og viðhaldi. í þessu sam-
bandi er rétt að benda sveitarstjórn-
armönnum á að talsvert er til af
stöðlum sem rétt er að kynna sér
þegar tekist er á við verkefni af
þessu tagi. A vegum evrópsku
staðlasamtakanna, CEN, starfa
nokkrar nefndir sem fjalla eingöngu
um kröfur sem gera þarf til leik-
tækja, leikvalla og íþróttaaðstöðu og
búnaðar með tilliti til öryggis. Við
íslendingar eigum aðild að evr-
ópsku staðlasamtökunum en aðild-
inni fylgja bæði skyldur og réttindi.
Skyldumar felast í því að við gemm
alla Evrópustaðla (EN) að íslensk-
um stöðlum en á hinn bóginn gefst
okkur tækifæri til að taka þátt í gerð
staðlanna og að greiða atkvæði um
þá.
íþróttavellir
Tækninefnd nr. 217 á vegum evr-
ópsku staðlasamtakanna fjallar um
íþróttavellina sjálfa, þ.e.a.s. gerð og
eiginleika valla, bæði innanhúss og
utan. Nefndin hefur sent frá sér
nokkur frumvörp og fjölmörg önnur
eru í vinnslu. í stórum dráttum má
segja að þau fjalli um prófunarað-
ferðir á ýmsum eiginleikum íþrótta-
valla.
Á síðasta ári vom tveir nrikilvæg-
ir staðlar staðfestir sem íslenskir
staðlar. Það eru staðlarnir EN 748
og EN 749 sem fjalla um mörk. EN
748 fjallar um þrjár mismunandi
gerðir fótboltamarka; stærðir, efni,
frágang, festingar og hvaða kröfur
þarf að uppfylla svo fyllsta öryggis
sé gætt. I EN 749 er samsvarandi
umfjöllun um tvær gerðir hand-
boltamarka.
Því miður hafa orðið alvarleg slys
á bömum hér á landi vegna þess að
boltamörk hafa ekki reynst nógu
traust. Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavamafélagi íslands hafa orðið
30 lífshættuleg slys síðastliðin 13 ár
af þessum orsökum. Eru þá aðeins
talin allra alvarlegustu slysin sem
hafa leitt til þess að líffæri hafa
sprungið eða blætt inn á heila. Það
er því alveg ljóst að gera þarf átak í
að tryggja öryggi boltamarka.
Sundlaugar
Nýlega voru gefnir út tveir Evr-
ópustaðlar um vatnsrennibrautir
sem eru meira en tveggja metra
háar. Þetta eru staðlamir EN 1069-1
og EN 1069-2. Fyrmefndi staðallinn
er um öryggiskröfur og prófanir. Þar
er m.a. fjallað um efni, yfirborð,
álagsprófanir, vatnsmagn, hitastig
og stærð og dýpt fallsvæðis. EN
1069-2 fjallar um leiðbeiningarskilti
við vatnsrennibrautir. I honum eru
fjölmargar myndir sem sýna dæmi
um mismunandi skilti.
Dönsku staðlasamtökin hafa gefið
út nokkuð ítarlegan staðal um sund-
laugar. Hann er ætlaður til leiðbein-
ingar við hönnun og byggingu sund-
lauga og fjallar um byggingu að-
stöðu og laugar, meðferð vatns,
upphitun, loftræstingu og tækjabún-
að. Tilgangurinn með þessum leið-
beiningum er m.a. að tryggja:
- heilsu og og öryggi laugargesta;
- gæði umhverfis, innandyra sem
utan;
- endingu og hagnýtingu mann-
virkisins;
- lágmarksnotkun auðlinda.
Af þessu má ætla að staðallinn
Þrjátíu lífshættuleg
slys hafa orölö á sl.
13 árum vegna
þess aö boltamörk
hafa ekkl reynst
nógu traust. Mynd-
in er tekin á leik-
svæöi.
236