Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Qupperneq 47
ORYGGISMAL geti komið rekstraraðilum sund- lauga að góðum notum. Leikvellir Á vegum CEN er nefnd sem vinnur að gerð staðlaraðar sem fjall- ar um leiktæki á opinberum leik- svæðum. í röðinni verða 10 staðlar en gerð þeirra er mislangt á veg komin. EN 1176-1 snýr sérstaklega að framleiðendum leiktækja. Hann er á lokastigi sem frumvarp en búið er að greiða atkvæði um hann tvisvar sinnum og efnislega verður honum ekki breytt. Þessi staðall fjallar um almenn öryggisatriði og prófunarað- ferðir, eða aðalatriðin í byggingu allra helstu leiktækja. Sem dæmi má nefna burðarþol, leyfilega hæð leik- tækja, efni sem notuð eru og örygg- isbil sem koma í veg fyrir að bömin festi fætur, hendur, fingur eða höf- uð. í staðlinum eru kröfur til tækj- anna með þeim hætti að bömum á ekki að vera hætta búin þótt þau séu í fötum með reimum. EN 1177 fjallar um öryggiskröfur og prófunaraðferðir á undirlagi því sem haft er í kringum leiktækin. Þessi staðall er í samræmi við þann kafla í EN 1176-1 sem fjallar um öryggissvæði. Samkvæmt staðlinum eru nokkrar tegundir af undirlagi leyfilegar. Má þar nefna öryggis- hellur (úr gúmmíi) og perlumöl (steinar sem eru slípaðir í vatni). Samsvarandi steina er að finna í fjörum hér á landi en þá þarf að sigta. Vel viðhaldið gras er leyfilegt þar sem hæð tækja er ekki mikil (ca. 50 cm). Sandur er einnig leyfilegur og ákveðin tegund af trjáberki. Fimm staðlar um einstök leiktæki eru skemmra á veg komnir. I þeim verða settar fram öryggiskröfur varðandi rólur, rennibrautir, hlaupa- ketti, hringekjur og gormatæki. EN 1176-8 snýr að eigendum leikvallanna því í honum eru settar fram kröfur um uppsetningu, skoð- un og viðhald leiktækjanna. Þessar kröfur eru í samræmi við kröfur til framleiðenda sem koma fram í EN 1176-1. í honum er framleiðendum Reynslan sýnir aö margs ber aö gæta vlö rekstur sund- staöa. Myndin var tekin á ráöstefnu sambandsins um rekstur íþrótta- mannvirkja á árum áöur. Myndirnar meö greininni tók Gunnar G. Vigfús- son. gert skylt að afhenda vottorð um hvenær þarf að fara að sinna við- haldi leiktækjanna og endumýjun. Ef leiktækin eru t.d. máluð þarf vottorðið að kveða á um hvers kon- ar málning skuli notuð. Síðasti staðallinn í þessari röð fjallar um rekstur leikvallatækja. Árið 1993 var að frumkvæði Slysavarnafélags Islands komið á fót tækninefnd á vegum Staðlaráðs íslands sem hafði það verkefni að kynna sér stöðlunarvinnu um leik- velli hjá CEN. Þetta var gert í því augnamiði að hafa áhrif á væntan- lega staðla þannig að tekið yrði tillit til íslenskra aðstæðna, s.s. veðráttu, náttúrulegs umhverfis, notkunar grjóts við leikvallagerð, stærðar leiksvæðisins, hjólreiðasvæða o.fl. Þegar fyrstu drög staðalsins voru send út kom í ljós að íslenska nefndin hafði þarft verk að vinna því þar voru atriði sem ekki voru fullnægjandi fyrir íslenskar aðstæð- ur. Átti það einkum við um þann kafla sem fjallaði um skipulag leik- svæðisins. Fulltrúi íslensku nefndar- innar sótti nokkra fundi evrópsku nefndarinnar og tókst að koma því til leiðar að kaflinn um skipulag yrði felldur út úr staðlinum en í stað hans myndi hvert land útbúa u.þ.b. eina síðu um skipulag sem hentaði aðstæðum í hverju landi um sig. Is- lensk útgáfu á slíku plaggi var unnin í samvinnu við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og hefur það nú verið gefið út sem Rb-blað. Kostnaöur Kröfur um öryggi á þeirri aðstöðu sem er boðin til íþróttaiðkana og leikja hafa aukist jafnt og þétt síð- astliðin ár. Fyrir marga íslenska rekstraraðila táknar þetta algjör um- skipti og hrýs mörgum hugur við þeim kostnaði sem auknar kröfur hafa í för með sér. En við megum heldur ekki gleyma því að slys eru afar dýr fyrir þjóðfélagið í heild, svo ekki sé talað um persónuleg áföll af þeirra völdum. Þegar verið er að koma upp nýrri íþrótta- eða leikjaaðstöðu ættu við- komandi aðilar skilyrðislaust að nýta sér þá vinnu sem búið er að vinna og kynna sér kröfumar sem settar em fram í þeim stöðlum sem komnir eru. Sveitarstjórnarmenn ættu að gera kröfu um að framleið- endur fylgi stöðlunum og gefi út vottorð um að svo sé. Þar sem aðstaða er fyrir hendi er rétt að fá fagfólk til að taka út heild- armyndina. I sumum tilvikum má t.d. breyta eða lagfæra leiktæki svo það standist kröfur og sama gildir um boltamörkin. Síðan væri kannski raunhæft að gera áætlun um úrbætur til 6 eða 7 ára. 237
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.