Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Page 50
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SSV 1996 í Stykkishólmi Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi (SSV) var haldinn í Hótel Stykkishólmi dag- ana 1.-2. nóvember 1996. Fundinn sátu 37 fulltrúar frá 21 sveitarfélagi auk fjölda gesta. Bjöm Amaldsson, fráfarandi for- maður SSV, setti fundinn en fundar- stjóri var Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, og fundarritarar Jón Þór Jónasson, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, og Sig- ríður Gróa Kristjánsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akranesi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, flutti ávarp og kveðjur frá sambandinu og Magnús Stefánsson alþingismaður f.h. þingmanna kjör- dæmisins. Síðan fluttu skýrslur þeir Björn Amaldsson stjómarformaður, Guð- jón Ingvi Stefánsson framkvæmda- stjóri, Olafur Sveinsson atvinnuráð- gjafi, Þórir Jónsson, formaður fræðsluráðs, Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, skýrslu Sveins Kristinssonar, formanns atvinnu- málanefndar, Davíð Pétursson, for- maður samgöngunefndar, Pétur Ottesen, formaður sorpnefndar, og Ólafur Hilmar Sverrisson, fulltrúi Vesturlands í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Erindi heilbrigöisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti er- indi um málefni ráðuneytisins og stöðu heilbrigðismála á Vesturlandi. Hún sagði að til málaflokksins rynnu um 50 milljarðar króna eða 42% af fjárlögum ríkisins og að Is- lendingar væru þar í fjórða sæti af OECD-ríkjum með 8,2% af vergri þjóðarframleiðslu. Því má fullyrða að við erum með eina allra bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. En m.a. vegna nýrrar tækni liggja fyrir beiðnir um stóraukin útgjöld en á móti þarf að samhæfa störfin á sjúkrahúsum og ný stefna hefur ver- ið mörkuð í heilsugæslu til framtíð- ar. Síðan ræddi ráðherra nýjar þjón- ustugreinar, biðlistana og þjónustu- gjöld. Að erindi loknu svaraði ráðherra fjölmörgum fyrirspurnum fundar- manna. Skólamál Hörður Helgason, settur skóla- meistari Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi (FVA), flutti skýrslu um málefni skólans en þar koma m.a. fram tölulegar upplýs- ingar um kennslustaði, nemenda- fjölda o.fl. Hann gerði grein fyrir hönnun á kennslumiðstöð og öðrum úrbótum á húsnæðismálum skólans og sagði frá skólahaldi í Reykholti sem FVA hefur séð um samkvæmt samningi frá 1995. Fundurinn skip- aði nefnd sem ætlað er að vinna með skólanefnd FVA að áætlun um uppbyggingu skólans og endurskoð- un samnings um hann. Um Reyk- holt ályktaði fundurinn að staðnum yrði sem fyrst fundinn starfsvett- vangur sem mennta- og fræðasetri í ljósi fyrirhugaðs niðurskurðar á fjár- lögum. Aðalfundurinn samþykkti að láta taka saman upplýsingar um hvemig yftrfærsla grunnskólans kæmi út hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og einnig áskorun um að framlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til grunn- skólabygginga sveitarfélaga með 800-2000 íbúa verði hækkuð úr 20% í 40% til að tryggja að laga- áform um einsetningu grunnskóla næðu fram að ganga. Samgöngumál Að venju voru miklar umræður um samgöngumál, enda em þau eitt brýnasta hagsmunamál byggðanna á Vesturlandi. Eftirfarandi samþykkt var gerð: „Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi, haldinn í Stykkishólmi 1.-2. nóvember 1996, ítrekar að auknar fram- kvæmdir í vegamálum séu einn mikilvægasti þáttur byggðarþróun- ar. A Vesturlandi eru þýðingarmestu samgöngumar á landi og því upp- bygging vegakerfisins brýnasta hagsmunamál byggðanna hér. Aðal- áherslur í vegaframkvæmdum á Vesturlandi em að mati samgöngu- nefndar eftirfarandi: Tenging byggðanna á norðan- verðu Snæfellsnesi með lagningu bundins slitlags. I uppsveitum Borg- arfjarðar verði þegar hafist handa við uppbyggingu Borgarfjarðar- brautar og tengingu hennar við Hvanneyri. Aukið fjármagn verði sett í safnvegi og innansveitarvegi eins og t.d. Fróðárheiði. Undirbúin verði lagning vegar yfir Vatnaheiði. Að Búlandshöfði haldi stöðu sinni í þegar samþykktum langtímáætlun- um. Aðalfundurinn mótmælir harð- lega sífelldum niðurskurði á vegafé, en nú rennur aðeins rúmlega fjórð- ungur af yfir tuttugu milljarða króna tekjum ríkissjóðs af bifreiðum til vegamála. Fundurinn skorar á al- þingismenn að staðið verði við þann framkvæmdahraða sem stefnt var að 240

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.